Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 16

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Gæfar Kindurnar hennar Kristínar eru mannelskar og þiggja gjarnan klór og klapp frá henni. Hún segist njóta þess æ meir að sinna skepnunum. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Vorið er besti árstíminn,þegar gróðurinn vaknarog lömbin koma í heiminn.Sauðburður er hafinn hér hjá mér, fyrstu lömbin komu um páskana,“ segir Kristín Halldórs- dóttir sem býr á sveitabæ í Virser- um, í Smálöndunum í Svíþjóð ásamt Markusi manni sínum og er með hundrað kindur á fóðrum. „Mig hefði aldrei órað fyrir því að ég yrði fjárbóndi hér í Svíþjóð, þó svo að ég sé alin upp í íslenskri sveit, á Litla Fljóti í Biskupstungum. En ánægjan hefur vaxið með hverju árinu og mér þykir afskaplega vænt um kindurnar mínar. Samt ekki vænna en um Markus, börnin og barnabörnin, en næst á eftir þeim,“ segir Kristín og hlær en hún flutti til Svíþjóðar fyrir 28 árum. „Ég bjó fyrstu þrettán árin í smábæ á stærð við Selfoss sem heit- ir Hultsfred. Að því loknu flutti ég hingað til Virserum á sveitabæinn okkar. Markus, maðurinn minn, fékk sér fyrstu kindurnar í fullri óþökk við mig,“ segir Kristín og bætir hlæjandi við að honum hafi verið fyrirgefið. „Hann átti erfitt með að sleppa tökunum á sveitabæjardraumnum sem hann hafði alið með sér lengi, en þar sem við vinnum bæði fulla vinnu frá heimilinu, þá fannst mér ekkert vit í þessum rollubúskap. En þetta er fyrst og fremst hobbý og við njótum þess bæði til fulls núorðið. Við byrj- uðum með sjö kindur og einn hrút, en þeim fjölgaði fljótt. Við ætluðum að stoppa við tuttugu, en nú eru þær orðnar hundrað,“ segir Kristín og hlær. „Við þurftum að kaupa aðra jörð sem liggur hér við hliðina og við nýtum hluta af sjö öðrum jörðum í viðbót, til heyskapar og beitilands, en hér eru jarðir mjög litlar sem ekki eru skógivaxnar.“ Gæran verðmætari en kjötið Kristín er með tvö fjárkyn í sín- um fjárstofni, eitt kollótt og annað hyrnt. „Gráu, kollóttu kindurnar okkar eru Gotlandsfé, en það fjár- kyn er frægt fyrir gráa litinn. Þetta er gamalt kyn sem hefur verið rækt- að lengi hér í Svíþjóð og gærurnar af þeim eru aðalástæðan fyrir ræktun- inni, þær eru verðmætari en kjötið. Gærurnar eru m.a notaðar í hús- gögn, mottur og kodda og algengt er að þær séu notaðar til að setja undir börn í barnavögnum. Ullin er mjög hrokkin og síð og ræktunin snýst um að fá hárgæðin sem mest. Ullin á helst að vera nánast án þels og litur, glans, mýkt og form lokksins skiptir miklu.“ Þær eru í útrýmingarhættu Hitt fjárkynið hjá Kristínu seg- ir hún vera mest til skrautræktunar en það kallast Gutefår og er hyrnt. „Þetta er landnámsféð hér í Sví- þjóð, miklu eldra en það gráa og kollótta. Þetta hyrnda kyn er að mörgu leyti líkt íslenska forystu- fénu, þær eru holdgrannar og há- fættar og eru mjög vakandi og kvik- ar. Þær eru sérlega passasamar með lömbin sín, leyfa þeim ekki að fara frá sér og leika. Lömbin eru einnig mun órólegri ef þau missa mömmu sína úr augsýn. Þegar við skiljum lömbin frá ánum við fjögurra mán- aða aldur kalla gute-gimbrarnar alltaf lengst og mest eftir mæðrum sínum. Hyrndu kindurnar hegða sér líka öðruvísi, þær halda sig til dæmis stundum saman í nokkra ættliði, ég hef séð móður, dóttur og ömmu ganga saman í hóp. Slíkt hef ég aldr- ei séð hjá þeim gráu. Hyrndu kind- urnar raða sér líka stundum í kring- um kind þegar hún er að bera, ekki til að stela af henni lambinu heldur til að vernda hana og fylgjast með. Þar sem þær eru holdgrannar þá fæst ekki eins mikið fyrir kjötið af þeim og ekki heldur fyrir gærurnar, en þetta er stofn sem er í útrýming- arhættu, það er ástæðan fyrir því að við erum að rækta þær, við viljum halda þessum stofni við.“ Koma þegar kallað er á þær Kristín segir kindurnar vera gæfar og auðvelt sé að spekja þær. „Íslendingar sem heimsækja okkur verða oft hissa að sjá okkur kalla á kindurnar og klappa, og þær koma allar hlaupandi heim á bæ og lömbin þeirra líka,“ segir Kristín sem vinnur sem framkvæmdastjóri og sérfræðingur í sálrænni samtals- meðferð (psykoterapeut). „Það eru 190 kílómetrar aðra leið til vinnu minnar, en ég keyri ekki á milli dag- lega, heldur fer ég að heiman á mánudagsmorgnum og kem heim á fimmtudagskvöldum, þá hef ég þriggja daga helgi heima.“ Mig hefði aldrei órað fyrir þessu fjárstússi Kristín Halldórsdóttir og Markus maður hennar eru með lífrænan búskap í Sví- þjóð. Markmiðið er að stuðla að því að halda náttúrunni opinni svo fjölbreytileik- inn njóti sín, þau vilja ekki að trjágróðurinn yfirtaki allt. Þegar þau byrjuðu með kindur gengu þær á beitilandi sem eingöngu nautgripir höfðu verið á um langt skeið. Þegar kindurnar voru búnar að bíta hagana í þrjú ár komu gömul blóm sem voru horfin úr náttúrunni aftur upp, orkideur og önnur sjaldséð blóm. Gotlandsféð Það er alltaf grátt, frá mjög ljósu yfir í næstum svargrátt og liturinn á að vera jafn yfir skrokkinn. Lömbin þeirra fæðast nánast svört. Gómsæti Kindurnar hennar Kristínar eru sólgnar í epli sem vaxa á trjánum og þær eru orðnar flinkar í því að teygja sig upp til að næla sér í bita. Glæsilegur Við ræktun á Gutefår er mikilvægt að hornastaðan sé góð, að hrútar séu ekki krapphyrndir svo hornin vaxi ekki nálægt kjálkanum. Hyrndar og háfættar Guteféð er landnámsfé Svía og að mörgu leyti eru þær kindur líkar íslenska forystufénu, háfættar, holdgrannar og vakandi. Namm Það er skondið að sjá kindurnar borða epli beint af trjánum. Klifur Upp á stein til að næla í bita. Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja Biobú lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra • Lífrænn hrásykur biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.