Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Meginorsök flugslyssins sem varð á
Keflavíkurflugvelli hinn 21. júlí
2013, er Sukhoi Civil Aircraft
RRJJ-95B hafnaði utan flugbrautar,
má rekja til þreytu flugmanna.
Kemur þetta fram í nýútgefinni
skýrslu rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa.
Flugvélin var stödd hér á landi í
prófunarflugi á vegum rússnesks
framleiðanda og hugðist áhöfnin
fljúga lágflug tveimur til þremur fet-
um yfir flugbraut 11 á Keflavíkur-
flugvelli í hliðarvindi, nálægt há-
markslendingarþyngd og með einn
hreyfil óvirkan. Var tilgangur flugs-
ins að prófa sjálfvirknibúnað vélar-
innar við þessar aðstæður.
„Meginorsök flugslyssins var rak-
in til þreytu flugmanna, er varð til
þess að flugmenn flugvélarinnar
gáfu röngum hreyfli inn í fráhvarfs-
flugi, eftir að flugvélin snerti flug-
brautina. Snerting flugvélarinnar
við flugbrautina sló út sjálfvirkni-
búnaði fyrir fráhvarfsflugið,“ segir í
niðurstöðum rannsóknarnefndar.
Flugslysaáætlun sein í gang
Flugslysið varð klukkan 5:23 um
morguninn og var slökkviliðið á
Keflavíkurflugvelli ræst út 23 sek-
úndum eftir að magi flugvélarinnar
skall á flugbrautinni. Flugslysaáætl-
un Keflavíkurflugvallar var hins
vegar ekki virkjuð fyrr en tæpum
níu mínútum eftir flugslysið og hef-
ur Isavia fengið tillögur í öryggisátt
frá rannsóknarnefndinni vegna
þessa. Var áætlunin ekki virkjuð
fyrr en slökkviliðsmenn höfðu sam-
band við flugturninn til að kanna
stöðu sjúkrabíla sem þá voru ekki
mættir á slysstað. Voru þá átta mín-
útur og 49 sekúndur liðnar frá brot-
lendingunni.
Neyðarrennibrautir klikkuðu
Fram kemur í skýrslu rannsókn-
arnefndar að ein af neyðarrenni-
brautum flugvélarinnar, sú sem er
vinstra megin að framan, blés ekki
út sem skyldi þegar einn úr áhöfn
vélarinnar opnaði dyrnar eftir brot-
lendinguna. Kom síðar í ljós að
gleymst hafði að virkja brautina.
Sú neyðarrennibraut sem finna
má til móts við þá sem ekki blés út
reyndist einnig ónothæf, en hún
fauk undir skrokk vélarinnar í hlið-
arvindi og festist þar er hún blés út.
Þetta olli seinkun á rýmingu vélar-
innar.
Fimm voru um borð í flugvélinni
þegar slysið varð og var einn þeirra
fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
Slasaðist sá þegar hann yfirgaf flug-
vélina en áverkar hans reyndust
minniháttar, eða brotinn ökkli.
Flugvélin skemmdist hins vegar
mjög mikið í brotlendingunni, en í
skýrslunni kemur meðal annars
fram að báðir hreyflar hennar sem
og neðri hluti skrokksins hafi laskast
mjög. Að auki olli vélin nokkru tjóni
á jörðu niðri, einkum á flugbrautar-
ljósum, er hún rann eftir brautinni í
kjölfar brotlendingarinnar.
Ljósmynd Víkurfréttir – Eyþór Sæmundsson
Brotlending Rússneska flugvélin rann út af flugbraut 11 á Keflavíkurflugvelli og staðnæmdist við brautarendann.
Þreyta flugmanna
meginorsök flugslyss
Um níu mínútur liðu áður en flugslysaáætlun var virkjuð
Lokamót Glugga- og glerdeildar
áhugamanna fer fram í kvöld. Keppt
er í tölti í Samskipahöll Hesta-
mannafélagsins Spretts.
Stutt er á milli efstu manna í stiga-
keppni áhugamannadeildarinnar og
ráðast úrslitin í töltinu í kvöld. Þor-
varður Friðbjörnsson leiðir einstakl-
ingskeppnina með 19 stigum. Í öðru
sæti er Aníta Lára Ólafsdóttir með
17 stig og í því þriðja er Birgitta
Dröfn Kristinsdóttir með 15 stig.
Þar á eftir koma fimm knapar með
12 stig. Samkvæmt ráslista tölt-
keppninnar eru sjö af átta efstu
knöpunum með í kvöld, allir nema
Aníta Lára. Játvarður Jökull Ingv-
arsson sigraði í fyrra þegar keppnin
var haldin í fyrsta skipti.
Í liðakeppninni er Margréthof /
Export hestar með forystu, með 391
stig. Appelsín er með 347 stig og
Barki í þriðja sæti með 343 stig.
Næstu lið eru þar skammt undan.
Fimm móta keppni
Áhugamannadeild Spretts er röð
fimm móta sem haldin eru annan
hvern fimmtudag seinni hluta vetr-
ar.
Tíu efstu knapar fá stig í hverri
keppni, sá efsti 12 stig. Í liðakeppn-
inni fær efsta liðið 45 stig.
Keppnin hefst klukkan 19 en húsið
er opnað einum og hálfum tíma fyrr.
Aðgangur er endurgjaldslaus.
Að lokinni töltkeppninni verða úr-
slit í mótaröðinni ljós.
Jöfn keppni
áhugamanna
Lokamótið í Samskipahöllinni í kvöld
Úrslitin ráðast í töltkeppninni
Alþjóðlegur dagur einhverfunnar,
Blái dagurinn, er á morgun, föstudag-
inn 1. apríl. Markmið hans er að vekja
athygli á einhverfu og hvaða áskor-
anir einhverfir glíma við í daglegu lífi.
Blái dagurinn er liður í hinu árlega
vitundar- og styrktarátaki Bláum
apríl á vegum Styrktarfélags barna
með einhverfu. Allt styrktarfé rennur
óskert til málefnisins en í ár er safnað
fyrir gerð á uppbyggilegu og jákvæðu
fræðsluefni um einhverfu sérstaklega
ætlað börnum. Flestir skólar landsins
og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir
hafa tekið þátt í deginum síðustu ár
með því að hafa bláa litinn í fyrirrúmi.
Margir hafa brugðið á það ráð að
setja myndir á instagram og facebook
með því að merkja þær með #blar-
april sem hefur hjálpað enn frekar til
við að breiða út boðskapinn, segir í
tilkynningu. Hægt er að styrkja mál-
efnið um 1.000 kr. með því að hringja
í símanúmerið 902-1010.
Morgunblaðið/Eggert
Klifur Krakkar á sumarnámskeiði
Umsjónarfélags einhverfra.
Haldið upp á dag ein-
hverfunnar á morgun
Reiknað er með að bæjarstjórn
Vestmannaeyja samþykki í dag að
íbúakosning verði 11. og 12. apríl um
bætt aðgengi að Löngu, gróinni
sandbrekku undir Heimakletti.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri,
sagði að íbúakosningin væri skipu-
lagslegs eðlis. „Hún er ekki fram-
kvæmdaákvörðun og það er ekki
verið að segja að við ætlum að gera
þetta,“ sagði Elliði.
Talsverð umræða hefur verið um
hugmyndina á samfélagsmiðlum.
Þar hefur m.a. verið bent á hættu á
hruni úr Heimakletti. Elliði sagði að
yrði ákveðið að fara í framkvæmdina
yrði hættan á hruni væntanlega
könnuð í skipulagsferlinu.
Hægt verður að kjósa rafrænt
með Íslykli eða á skrifstofu um-
hverfis- og skipulagsráðs að Skild-
ingavegi 5 umrædda daga kl. 9-12.
Ráðið samþykkti að leggja eftirfar-
andi spurningar fyrir íbúana:
Vilt þú auka aðgengi að Löngu?
Þeir sem segja já verða beðnir að
velja á milli ganga í gegnum Heima-
klett og göngubrúar. Þriðji kost-
urinn er „með öðrum hætti“.
gudni@mbl.is
Heimaklettur Örin vísar á Löngunefið en Stóra-Langa er grasigróna sand-
brekkan þar handan við. Yfir Löngu gnæfir Heimaklettur og haggast ekki.
Kosið um kostina
Íbúakosning haldin í Eyjum 11.-12.
apríl um aðgengi að Löngu
Nýjung!
Gómsætt morgunkorn
-Engin aukefni
-Enginn viðbættur sykur
-Trefjaríkt