Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 SAMFOK – samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík – bjóða 10. bekkingum og for- eldrum þeirra til fundar um inn- töku nýnema í framhaldsskóla nú í haust. Fundurinn verður í Mennta- skólanum við Hamrahlíð í kvöld, fimmtudaginn 31. mars kl. 19.30-22.00. Í vor munu grunnskólanem- endur í fyrsta sinn útskrifast samkvæmt nýjum hæfniviðmið- unum og einkunnakvarðanum A-D og á sama tíma eiga allir framhaldsskólar að bjóða nem- endum upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs. Á opnum fundi með nemendum og foreldrum verða flutt stutt er- indi og síðan gefinn góður tími til umræðna. Tveir nemendur flytja erindi sem og stjórnendur tveggja framhaldsskóla. Sömuleiðis talar sérfræðingur hjá Menntamála- stofnun. Fulltrúar allra fram- haldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa boðað komu sína í pallborð. Fundarstjóri verður Brynhildur Sigurðardóttir, skólastjóri í Garðaskóla. Fundur um inntöku nýnema  Framhaldsskóla- kynning í MH í kvöld Morgunblaðið/Golli Eitt af páskatilboðum Grillbúð- arinnar hljóðaði upp á sex brenn- ara Landmann-grill sem kostaði 299.900 krónur. Tvö grill voru á tilboðinu og seldust fljótt, að sögn Einars Long, framkvæmdastjóra Grillbúðarinnar. Grillið er kallað útieldhús, með granítborðplötu og innbyggðu kæliboxi. „Við vorum að losa út eldra módel af þessu grilli, það vildu svo margir nýju týpuna af því að við losuðum það út og lækkuðum verðið. Við seljum töluvert af grill- um sem kosta 250 til 300 þúsund þótt mest sé selt af grillum sem kosta 90 til 100 þúsund.“ Einar segist finna fyrir tölu- verðri aukningu í seldum grillum sem séu dýrari og vandaðri. Með réttum útbúnaði getur grillið orðið eign til margra ára sem einnig er hægt að nota að vetri til. „Þetta eru flottari grill með ljós- um, granítborðplötum og öllum pakkanum og oftar en ekki er maturinn betri sé hann eldaður í slíkum grillum. Það eru ákveðnir eiginleikar í þeim sem geta gert matinn betri. Margir smíða í kringum þessi grill og gera huggulegt. Það eru mismunandi áhugamál hjá fólki,“ segir hann og hlær. Það er ekki bara hægt að kaupa rándýr grill í Grillbúðinni heldur er búðin einnig með ódýrari. „Við erum með fá merki en góð. Grillið þarf að þola íslenska veðr- áttu og svo skiptir máli að það séu til varahlutir í þau. Landman, sem er okkar innflytjandi, er 50 ára í ár og mörg flott grill frá þeim fyr- ir sumarið.“ benedikt@mbl.is Grill og gott læri í góðæri Morgunblaðið/Eggert Grillari Einar Long seldi tvö grill um páskana á rúmlega 300 þúsund kr. stykkið.  Mikið selt af dýrum grillum fyrir sumarið Runninn er út umsóknarfrestur um stöðu skóla- stjóra Melaskóla í Reykjavík. Umsækjendur voru tólf: Ásdís Elva Pétursdóttir, Björgvin Þór Þórhallsson, El- ísabet Jóns- dóttir, Guðrún Þorbjörg Björnsdóttir, Helga Jóna Pálmadóttir, Íris Anna Steinarrsdóttir, Kristín Jó- hannsdóttir, Lind Völundardóttir, Róbert Grétar Gunnarsson, Sig- urður Arnar Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir og Sveinn Bjarki Tómasson. Fráfarandi skólastjóri er Dagný Annasdóttir. Hún sagði stöðunni lausri í lok janúar sl. Melaskóli Tólf vilja stýra Melaskólanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.