Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 40
40 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
og báðu mig fyrirgefningar á þessu.
Lauritz Damm var einn skemmti-
legasti hlaupari sem ég hef séð,
snerpan var svo óskapleg en þarna
var hann farinn að gefa eftir fyrir
aldurs sakir, og það var ólíkt hon-
um að taka þátt í svona löguðu á
keppnisbraut,“ segir Kaldal um
hlaupið í Fram til orrustu.
Eftir að hafa unnið 3000 metrana
óvænt komu hinir dönsku for-
ráðamenn mótsins kátir og glaðir
að máli við Jón. Lögðu þeir að hon-
um að taka þátt í 5000 metrunum
daginn eftir og töldu Jón eiga þar
sigurmöguleika.
„Ég var ekki trúaður á það eftir
að hafa hlaupið 3000 m daginn áð-
ur. En þeir voru bjartsýnir og
sögðu við mig, að ef mér tækist að
sigra í hlaupinu mundu þeir draga
íslenska fánann að húni. Þetta hafði
sín áhrif á mig. Að vísu var mér
ljóst, að þeir voru að blíðka mig og
eggja með þessu, en ég neita ekki
að mér fannst að það yrði ógleym-
anlegt að sjá íslenska fánann á
stöng við hliðina á fánum hinna
landanna. Ég lifnaði allur við þessa
tilhugsun og ákvað að gera mitt
besta í hlaupinu.“
Fyrir hlaupið hitaði Jón sig upp
eins og hann var vanur, með smá-
hlaupum um vallarsvæðið. Skokkaði
hann meðal annars að fánastöng-
unum svona eins og til að athuga
hvort íslenski fáninn væri þar.
Íslenski fáninn gaf kraftinn
„Jú, ekki bar á öðru, þar lá hann
fallega samanbrotinn við eina
stöngina. Það fór einhver þægileg
bylgja um mig þegar ég spretti úr
spori í áttina að rásmarkinu. Litlu
síðar er lagt af stað í hlaupið og
það fór svo að mér tókst að sigra.
Ég er sannfærður um að vonin í ís-
lenska fánanum við hún átti drýgst-
an hlut.
Þegar svo að því kom var það
danski fáninn sem birtist en ekki sá
íslenski, en á samri stundu komu
forráðamennirnir hlaupandi til mín
leiðir og hryggir yfir því að verða
að bregðast loforði sínu. Þeir afsök-
uðu það á alla lund og ég skildi það
mætavel, við nánari athugun, að
þar sem ég keppti fyrir Danmörku
varð sá fáni að dragast upp. Hitt er
svo annað mál, að það var íslenski
fáninn sem gaf mér kraftinn,“ segir
hinn fóthvati og slyngi hlaupari,
Jón Kaldal, um atvik þetta í Fram
til orrustu.
Jón átti velgengni að fagna á
hlaupabrautinni meðan hann nam
ljósmyndun í Kaupmannahöfn, en í
þeirri grein þótti hann einstakur
listamaður. Setti hann fjölda Ís-
landsmeta sem sum hver stóðu í
áratugi. Árangur hans í 5 km
hlaupi 1922 (15:23,0 mín) hefði ver-
ið sá besti á Íslandi á þeirri vega-
lengd 75 árum síðar, árið 1997. Þá
vann Jón Kaldal öll frægustu stór-
hlaupin, svo sem Marselisborg-
arhlaupið í Danmörku 1919, 1920
og 1921 og Fælledpark-hlaupið, svo
og Limhamn-hlaupið fræga við
Malmö í Svíþjóð, sem hann vann
þrisvar, 1919, 1920 og 1923. Jón
varð margfaldur danskur meistari í
langhlaupum og vann til eignar
m.a. veglega verðlaunagripi fyrir
hlaupin í Marselisborg og Lim-
hamn.
Leiðasta atvikið á ferlinum
Danir fóru fram á það við Jón að
hann keppti á Ólympíuleikunum í
Antwerpen í Belgíu 1920 undir
merkjum Dana. Íslendingar áttu
þess kost að að keppa á leikunum í
fyrsta sinn sem fullvalda ríki og
voru búnir að ganga þannig frá
hnútunum við Alþjóðaólymp-
íunefndina. Þrátt fyrir veglegan
fararstyrk frá Alþingi bar Íþrótta-
samband Íslands (ÍSÍ) hins vegar
ekki gæfu til að senda keppendur
til Antwerpen. Sendi það hins veg-
ar tvo menn þangað til að fylgjast
með leikunum og skipulagi þeirra.
Jón hafði náð bestum tíma hlaup-
ara í Danmörku og Svíþjóð en samt
virðist ekki hafa hvarflað að ÍSÍ að
senda hann til Antwerpen, eins og
fram kemur í _Heil öld til heilla“,
100 ára sögu ÍR.
Þegar Danir báðu Kaldal að
keppa með þeim í Antwerpen hugs-
aði hann fyrst heim. „Þá hugsaði ég
með mér, að ef þeir teldu mig þess
virði að fá mig, þá væri rétt að
senda skeyti heim til Íþrótta-
sambandsins og spyrjast fyrir
hvort þeir vildu ekki senda mig
sem fulltrúa Íslands og keppanda á
leikana. Ég fékk fljótlega svar frá
ÍSÍ þar sem sagði, að þeir ætli ekki
að senda neinn keppanda.“ Þáði
Kaldal því boð Dana þótt fremur
hefði hann viljað keppa undir ís-
lenskum fána.
Í samtali í sérstöku ólympíublaði
Morgunblaðsins í tilefni Rómarleik-
anna 1960 segir Kaldal, að sjaldan
hafi hann orðið fyrir meiri von-
brigðum en er hann fékk hið nei-
kvæða skeyti frá íþróttaforystunni
heima á Íslandi.
agas@mbl.is
Verðlaunasafn Jón Kaldal með verðlaun sem hann vann til eignar á námsárunum í Kaupmannahöfn en hann vann
öll helstu hlaup þar í landi. Myndin er tekin vorið 1921 og ferli Kaldals þá hvergi lokið.
Þú gerir ekki
*samkvæmt dekkjaprófun
haustið 2014
Ipike W419Winter i'cept
Korna-
dekk
– Síðan 1941 –
Smiðjuvegi 68-72, Kóp Hjallahrauni 4, Hfj
Fitjabraut 12, Njarðvík Austurvegi 52, Selfossi
Skútuvogi 2, Rvk Sími 568 3080
betri kaup!
Áberandi gott
skv. FÍB*
Einstök náttúrufegurð
og forn menning.
Serbía, Svartfjallaland
og Króatía.
Við ferðumst um þrjú af löndum fyrrum Júgóslaviu, Serbiu,
Svartfjallaland og Króatíu. Þar er æfa gömul menning,
sagan mikil og náttúrufegurð einstök.
Við förum aftur í tíma og rúmi, sjáum gömul þorp þar sem
tíminn hefur staðið í stað. Keyrum um falleg sveitahéruð,
skoðum kirkjur, klaustur, söfn og glæsilegar borgir svo
eitthvað sé nefnt.
Við kynnumst brosandi heimamönnum
og því spennandi umhverfi sem þeir lifa í.
13.-25. júní 2016
Verð 337.900 kr.
á mann í 2ja manna herbergi
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgun-
mat, allar ferðir, öll keyrsla, hálft fæði megin-
part ferðar og íslenskur fararstjóri
Sími 588 8900
transatlantic.is
Balkan-
skaginn