Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 45
Rannsóknir Vits er þörf og þekk-
ingin er undirstaða allra framfara.
Verja á um 130 milljónum króna úr
atvinnuleysistryggingasjóði til að
kosta átaksverkefni til að fjölga
tímabundnum störfum fyrir náms-
menn í sumar. Slíkt hefur verið gert
síðustu sumur í starfi þar sem
Vinnumálastofnun leiðir samvinnu
við stofnanir ríkisins og sveitarfélög.
Í verkefninu nú er horft til há-
skólanema, en margir þeirra þurfa
reynslu á sínu fagsviði. Sérhæfð
störf sem ríkisstofnanir og sveitar-
félög bjóða í sumar verða eingöngu
fyrir nemendur í háskólanámi, sem á
að gangast þeim í starfsþjálfun. Von-
ir standa til að með átakinu verði til
260 tímabundin störf sem verða aug-
lýst um miðjan apríl.
Í frétt frá velferðarráðuneytinu
segir að atvinnuástand meðal ungs
fólks hafi batnað mikið að undan-
förnu. Ljóst sé að flestir námsmenn
geti fengið sumarstarf af einhverju
tagi – s.s. við umhiðu, þjónustu og
slíkt – og háskólafólk vonandi í sam-
ræmi við nám sitt. sbs@mbl.is
Námsmenn fá starfsþjálfun
Skapa á 260 sérhæfð sumarstörf fyrir 130 milljónir króna
FRÉTTIR 45Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Reykjavík er einfaldlega tákn í
skákheiminum, einn af þeim
áfangastöðum sem skákmenn vilja
koma til,“ segir Helgi Ólafsson
stórmeistari, en nýlega kom út
seinna bindi rit-
verks hans,
Reykjavík-
urskákmót í 50
ár. Helgi tekur
þar þráðinn upp
þar sem fyrra
bindinu sleppti
og tekur saman
sögu allra
Reykjavíkur-
skákmótanna frá
árinu 1992 og fram til 2014.
Reykjavíkurmótið hefur í seinni
tíð verið „opið“ mót þar sem hver
sem er hefur getað tekið þátt óháð
getu en var á árum áður boðsmót,
þar sem sumum af sterkustu skák-
mönnum heims var boðið til þátt-
töku. „Þetta hefur hvort tveggja
sinn sjarma,“ segir Helgi um þessa
þróun sem orðið hefur á mótinu í
tímans rás.
Glæsileg umgjörð Hörpunnar
„Aðalbreytingin hefur verið sú að
það eru engin stigalágmörk, sem
hefur gert mótið nokkuð skemmti-
legt á síðustu árum,“ segir Helgi.
Það sé ekki síst vegna þess hvað
Harpan hafi reynst áhugaverður
keppnisstaður. „Salurinn rúmar vel
fjöldann, og Harpan vekur mikla
athygli í umfjöllun um mótið, til
dæmis á erlendum skákvefsíðum.“
Umgjörðin þyki þar hin glæsileg-
asta, en eini gallinn sem menn hafi
orðið varir við sé að stöku sinnum
berist tónlist inn í salinn frá öðrum
viðburðum Hörpunnar. „Ég hef þó
ekki frétt af því að það hafi truflað
menn svo nokkru nemi, þó að menn
séu vissulega misnæmir fyrir svona
áreiti.“
Það breyti því þó ekki að heild-
arsvipur mótsins hafi verið góður í
seinni tíð. „Fólk er að koma hingað
héðan og þaðan víðsvegar um heim-
inn. Til dæmis sigurvegarinn í ár,
Gupta, kemur frá Indlandi í fimmta
sinn til Reykjavíkur.“ Þá séu einnig
keppendur frá Kína og fleiri lönd-
um sem hafi lagt langan veg undir
fót til þess að taka þátt í mótinu.
„Það er mörgum sem finnst að þeir
verði að koma til Reykjavíkur og
tefla, þó það sé bara einu sinni,“
segir Helgi.
Frægasta skák 21. aldarinnar
Helgi segir að þessar vinsældir
megi rekja til þeirrar miklu sögu
og dramatíkur sem fylgi íslenskri
skáksögu. Þá hafi ungir skákmenn
oft komið hingað, sem sumir hverjir
séu nú meðal stærstu nafnanna í
skákheiminum.
Hann nefnir sem dæmi að árið
2004 hafi Magnús Carlsen, núver-
andi heimsmeistari, komið til lands-
ins, 13 ára gamall, til þess að tefla á
mótinu. „Samhliða því var haldið
Reykjavík Rapid mótið, og þar vill
svo til að hann teflir við Kasparov,“
segir Helgi. Sú skák eigi gott tilkall
til þess að kallast frægasta skák
sem tefld hafi verið á þessari öld,
en hægt sé að finna umfjallanir um
hana á netinu og víðar. Veki ekki
síst athygli að undrabarnið Carlsen
gerði jafntefli við Kasparov og var
á tímabili með yfirhöndina í skák-
inni. „Þarna má segja að gamli og
nýi tíminn hafi mæst,“ segir Helgi,
sem rekur þessa skák í verki sínu.
Viðbrigði fyrir unga skákmenn
Það séu þó ekki bara undrabörn
eins og Carlsen sem hafi notið góðs
af mótinu, heldur hafi íslensk ung-
menni mörg hver fengið þar góða
reynslu inn í framtíðina. „Þetta er
mjög stór viðburður, eitt aðalmótið
á árinu, og þarna fá þau ákveðna
eldskírn,“ segir Helgi sem segir
helst hægt að líkja þessu við mun-
inn á stórmóti og venjulegu móti í
golfi. „Það er því oft mikil unun að
sjá unga skákmenn standa sig vel á
þessu móti,“ segir Helgi að lokum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Reykjavíkurskákmótið Helgi Ólafsson segir að Harpan hafi vakið mikla
athygli meðal skákáhugamanna erlendis sem glæsilegur mótsstaður.
Áfangastaður
sem skákmenn
vilja vitja
Helgi Ólafsson með seinna bindið
um sögu Reykjavíkurskákmótsins
Helgi Ólafsson
Skútuvogi 11 104 Reykjavík Sími 553 4000 www.prentvorur.is
Sérfræðingar í prenthylkjum
K
ri
n
g
la
n
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Miklabraut
Miklabraut
Við
erum
hér!
Til
bo
ð
17 10bitar fyrir 4-5
5 Stórir bitar og 5minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa.
Stór af frönskum og 2l. Pepsi.