Morgunblaðið - 31.03.2016, Page 50
Konur og börn eru í miklum meirihluta suður-
súdönsku flóttamannanna sem fylla móttöku-
búðirnar í Adjumani-héraði í Úganda. Skýringin
er einföld: Karlmennirnir eru annaðhvort dánir
eða að berjast í borgarastyrjöldinni, margir
gegn vilja sínum. Ekki er útilokað að jafnmargir
hafi fallið í Suður-Súdan síðustu tvö ár og í
stríðinu í Sýrlandi. Það er ómögulegt að áætla
fjölda látinna, lík eru étin jafnóðum af hýenum
og krókódílum. Margir hafa einnig soltið í hel
eða dáið úr sjúkdómum. Það er sömuleiðis
ómögulegt að vita fjölda þeirra stúlkna og
kvenna sem hefur verið nauðgað í þessum
grimmilegustu þjóðernishreinsunum síðari ára.
AF VETTVANGI
Texti: Sunna Ósk Logadóttir
Myndir: Kristín Heiða Kristinsdóttir
Rykið frá gulrauðu moldinni þyrlast
upp. Það er þó mun minna en í gær
og síðustu mánuði þegar ekkert
rigndi. Í nótt opnuðust himnarnir
loks og vöknuðu þúsundir flótta-
manna frá Suður-Súdan upp við
þrumur og eldingar í Úganda. Og
kærkomið var þetta steypiregn. Allt
er hreinna og ferskara. Nema hug-
urinn sem ótal flóknar hugsanir fara
nú í gegnum. Þeir eru komnir í nýtt
land, burt frá stríði, vonleysi, þurrk-
um og uppskerubresti. En hvað bíður
þeirra?
Er hann á lífi?
„Ég kom hingað vegna barnanna,“
segir Helen Minga, 35 ára 11 barna
móðir, og strýkur þriggja mánaða
dóttur sinni, Achan, mjúklega um
kollinn á meðan hún sýgur brjóstið.
Hún fær þó ekki dropa af næringu
þaðan í augnablikinu. Á ýmsu hefur
gengið í lífi Helen og nú hefur hún
misst mjólkina. „Maðurinn minn var
dreginn að víglínunni, ég átti enga
peninga til að framfleyta börnunum.
Ég varð að fara.“
Barnahópurinn er stór og það hef-
ur ekki verið auðvelt að koma honum
öllum yfir landamærin. En það tókst
Helen. Nú situr hún í tjaldi í Úganda,
langt frá heimkynnum sínum. Henni
við hlið eru tveir ungir synir hennar
með tvíburabróður Achan, Opio litla, í
fanginu. „Ég á ekki von á að eigin-
maður minn komi hingað. Ég hef ekki
séð hann frá því áður en tvíburarnir
fæddust. Ég veit ekki hvort ég sé
hann aftur. Ég veit það eitt að hann
var fluttur á vígstöðvarnar. Er hann
enn á lífi? Ég veit það ekki.“
Helen segir stríðið hafa haft áhrif á
allt og alla í Suður-Súdan. Innviðir
landsins eru bókstaflega í molum,
hvort sem horft er til heilbrigðis-
þjónustu, skólakerfisins eða sam-
gangna og fjarskipta. Nú hafa svo
sögulegir þurrkar, sem taldir eru or-
sakast af loftslagsbreytingum, bætt
enn á neyð fólksins. Um tvær millj-
ónir hafa flúið heimili sín og mun
fleiri eiga á hættu að svelta í hel. Tæp
milljón manna hefur því flúið til ná-
grannalandanna, flestir til Úganda.
Þangað hefur fólkið ekki komist án
þess að klofa yfir beinagrindur og
rotnandi lík fórnarlamba stríðsins.
Slíkur er viðbjóðurinn.
Eins og svart og hvítt
Þetta fólk á litla von um að fá hæli í
Evrópu. Það hefur flúið örbirgð en
þarf nú að búa við fátækt í landi sem
tekur vel á móti flóttamönnum en
hefur ekki upp á mörg tækifæri til
betra lífs að bjóða. Að vera flóttamað-
ur þýðir nefnilega ekki það sama alls
staðar í heiminum. Kjör þeirra eru
misjöfn, eins og svart og hvítt.
„Ég var hræddur. Ég er enn
hræddur. Ég veit ekkert hvar fjöl-
skyldan mín er,“ segir Nash Juma, 23
ára. Hann kom til Úganda í febrúar.
Nú bíður hann í móttökubúðunum í
Adjumani-héraði þar sem flóttamenn
eru skráðir og heilsufar þeirra skoð-
að. „Mamma og pabbi, – ég veit ekki
hvar þau eru,“ segir hann. Hann ótt-
ast nú að þau séu látin. Það er ekki
ólíklegt. Sameinuðu þjóðirnar segja
að frá því að borgarastyrjöldin hófst í
þessu yngsta ríki heims í desember
árið 2013 hafi að minnsta kosti 50
þúsund fallið en mannúðarsamtök
sem þar starfa segja töluna mun
hærri, jafnvel á pari við það sem átt
hefur sér stað í Sýrlandi.
Í heimalandinu hafði Nash reynt
að ganga í skóla. Það er hans stærsti
draumur að halda því áfram. En hann
er langt á eftir í náminu og veit ekki
hverjir möguleikar hans í Úganda
Flýja grimmd og leita vonar
Börn á flótta Mörg hundruð börn dvelja í móttökubúðum í Úganda á degi hverjum. UNICEF gengur mjög illa að safna fé til að sinna neyðarhjálp í heimalandi þeirra, Suður-Súdan.
50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Gleymda stríðið í Suður-Súdan
5 milljónir
barna í Suður-Súdan
finna fyrir áhrifum
borgarastríðsins
7.300
börn hafa misst foreldra
sína eða orðið viðskila við þá
166.000
börn í landinu eru vannærð
16 þúsund
börn hafa verið þvinguð til að
taka þátt í stríðsátökunum
»
Tækni í þína þágu
hitataekni.is
Bjóðum upp á fjölbreyttan
búnað svo sem loftræsingar,
hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað
og stýringar.
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is