Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 52

Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 52
52 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Forseti Brasilíu, Dilma Rousseff, vinnur nú hörðum höndum að því að safna atkvæðum í neðri deild brasil- íska þingsins til að forða sér frá ákæru vegna embættisafglapa. Ákæran myndi byggjast á ásökunum í garð Rousseff um að stoppa í fjárlagagöt landsins með ólöglegum hætti og fela þannig slæma stöðu hagkerfisins þeg- ar hún sóttist eftir endurkjöri árið 2014. Staða hennar veiktist verulega í fyrradag þegar stærsti flokkur lands- ins og samstarfsflokkur hennar í ríkis- stjórn, Brasilíska lýðræðishreyfingin (PMDB), ákvað að segja sig frá sam- starfinu. Ráðherrar flokksins sögðu sig í kjölfarið frá embættum sínum. Þetta kemur fram á fréttavef AFP. Rousseff stendur því eftir einangr- uð en í harðri baráttu fyrir pólitísku lífi sínu. Hún hefur lengi sætt hávær- um ásökunum um spillingu en margir af háttsettum samflokksmönnum hennar voru nýlega fangelsaðir fyrir þær sakir. Fylgi ríkisstjórnar Rousseff hefur fallið niður í 10% eins og fram kom í skoðanakönnun sem birtist í gær. Fylgi Rousseff forseta mældist um 14%. Forsetinn á fáar vikur eftir Rousseff þarf að koma í veg fyrir að neðri deild brasilíska þingsins ákveði að ákæra hana fyrir embættisafglöp og þannig fjarlægja hana úr embætti forseta. Til þess þarf hún þriðjung at- kvæða. Takist það ekki fer fram sam- bærileg kosning í öldungadeildinni þar sem 2⁄3 atkvæða dygðu til að svipta hana embætti. Stuðningsmenn forsetans stóðu í miklum hrossakaupum á þinginu í gær til að tryggja henni fleiri atkvæði, en nú hefur ríkisstjórnin sjö ráðherra- embætti og 580 aðrar stöður til að deila út til þeirra sem lofa atkvæði sínu. Ljóst verður um miðjan apríl hvort þingið ákveður að ákæra Rousseff forseta. Eliseu Padilha, fyrrverandi ráð- herra í ríkisstjórn Rousseff, spáði því að forsetinn ætti aðeins fáar vikur eftir í embætti. „Útganga PMBD er síðasti naglinn í kistuna,“ hefur AFP eftir öldungadeildarþingmanninum Aecio Neves, sem fer fyrir andstöð- unni í PMBD og tapaði naumlega fyrir Rousseff í kosningunum 2014. Temer tæki við sem forseti Fréttamaður BBC, Laura Bicker, segir einnig að Rousseff geti átt von á því að vera vikið tímabundið frá störfum af þinginu í byrjun maí. Michel Temer, varaforseti lands- ins og leiðtogi PMDB, tæki þá við embætti forseta á meðan þingið ákvæði hvort henni yrði vikið varan- lega frá. Temer, sem er 75 ára lögmaður, nýtur ekki mikilla vinsælda í heima- landinu og er lítt þekktur þrátt fyrir embætti sitt. Hann hefur þó lengi viljað stíga undan skugga Rousseff og kvartaði nýlega yfir því að vera „til skrauts“ sem varaforseti. Hann hefur til þessa staðið á hliðarlínunni en nýtti tækifærið á mánudag og hvatti flokk sinn til að slíta ríkis- stjórnarsamstarfinu en hélt á meðan embætti sínu sem varaforseti. „Síðasti naglinn í kistuna“  Stærsti flokkur Brasilíu slítur stjórnarsamstarfi við flokk Rousseff forseta  Rousseff reynir að afstýra því að hún verði ákærð fyrir afglöp í embætti AFP Samstarfi slitið Þingmenn Brasilísku lýðræðishreyfingarinnar (PMDB) á fundi þar sem þeir ákváðu að slíta stjórnarsamstarfi við flokk forsetans. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, mildaði refsingu 61 fanga sem allir höfðu verið dæmdir fyrir brot tengd kókaíni. Með þessu þrýsti hann enn frekar á um um- bætur í réttarkerfinu þegar kem- ur að fíkniefnabrotum. Hvíta húsið tilkynnti í gær að forsetinn myndi milda refsingu sem ýmist væri lífstíðarfangelsi eða styttri fangelsisvist. Obama hefði því alls mildað refsingu 244 einstaklinga sem dæmdir voru fyrir slík brot. Suma þeirra hitti hann svo í Hvíta hús- inu í gær. Mildar refsingar fyrir fíkniefnabrot BANDARÍKIN Yfirvöld í París fluttu í gær 985 flóttamenn úr flóttamannabúð- um sem spruttu upp austan við höfuðborgina í mars, segir AFP. Flótta- mennirnir, sem voru flestir frá Súdan, Erítreu og Afganistan, verða hýstir í neyð- arskýlum í mánuð þar sem þeim verður gert kleift að sækja um hæli í landinu. Flytja 985 flótta- menn frá París París Flóttamað- ur fluttur um set. FRAKKLAND Möguleikinn á því að Ríki íslams geti komið höndum yfir svonefnda „sorasprengju“, verður meðal þess sem rætt verður á leiðtogafundi um öryggi kjarnorkuvopna, sem haldinn verður í Washington-borg í dag og á morgun. Barack Obama, Bandaríkjafor- seti, mun þar taka á móti leiðtog- um um fimmtíu ríkja, til þess að ræða leiðir til þess að bæta öryggi kjarnorkuvopna. Fundurinn er haldinn í skugga voðaverkanna í Brussel, en í fregnum síðustu daga hefur komið fram að tveir ódæðismannanna hafi reynt að útvega Ríki íslams geislavirk efni. Slík efni væri síðan hægt að nota með hefðbundnum sprengjum til þess að búa til „sorasprengjur,“ sem gætu meng- að stór svæði með geislavirkum úrgangi, með skelfilegum afleið- ingum. Ríki íslams eru þó ekki einu hryðjuverkasamtökin sem hafa reynt að verða sér úti um slík efni. „Í gegnum tíðina hafa ýmsir hryðjuverkahópar sýnt viðleitni til þess að nálgast geislavirk efni,“ sagði Ben Rhodes, aðstoðarörygg- isráðgjafi Obama, í aðdraganda fundarins. Bætti hann við að í sumum tilfellum hefðu slíkir hópar setið um kjarnorkuver í von um að finna þar slík efni. Óttast „sorasprengjur“  Leiðtogafundur um kjarnorkuvopn haldinn í Washington IB ehf • Fossnes 14 • 800 Selfoss • ib.is Sími 4 80 80 80 • Varahlutir • Sérpantanir • Aukahlutir • Bílasala • Verkstæði Ford F350 King Ranch á lager GMC Sierra 3500 á lager Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.