Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 54
54 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Htin Kyaw, náinn aðstoðarmaður
baráttukonunnar Aung San Suu
Kyi, tók í gær við embætti forseta
Búrma (eða Myanmar). Lauk þar
með endanlega hálfrar aldar valda-
tíð hersins í landinu. Kyaw sagði að
sitt fyrsta verk yrði að standa að
umbótum á stjórnarskrá landsins,
sem herinn kom á, en samkvæmt
henni var Suu Kyi meinað að gegna
forsetaembættinu.
Suu Kyi, sem er sjötug, lýsti því
yfir að hún mundi þrátt fyrir það
leiða ríkisstjórn landsins í gegnum
Kyaw, en hún varð heimsfræg fyrir
baráttu sína fyrir auknu lýðræði í
Búrma, þegar hún mátti meðal ann-
ars sitja í stofufangelsi í nærri því
tvo áratugi. Suu Kyi hlaut friðar-
verðlaun Nóbels fyrir baráttu sína
árið 1991.
Ærin verkefni bíða
Valdaskiptin koma í kjölfar þess
að flokkur Suu Kyi, Þjóðarbandalag
um lýðræði (NLD), vann stórsigur í
þingkosningum sem haldnar voru í
nóvember síðastliðnum, þar sem
hann fékk um 80% greiddra at-
kvæða. Kosningarnar voru liður í
umbótum Thein Sein, síðasta forseta
herforingjastjórnarinnar.
Þrátt fyrir velgengni Þjóðar-
bandalagsins hefur herinn enn mikil
ítök í samfélagi Búrma, og eiga
fulltrúar hans um fjórðung þing-
sæta.
Þjóðarbandalagið tekur hins veg-
ar við erfiðu búi úr höndum hersins,
þar sem efnahagurinn hefur mátt
láta á sjá á síðustu árum, auk þess
sem fátækt er algeng. Þá ríkir
spenna milli þjóðarbrota í landinu og
hafa blossið upp skærur í sumum
landamærahéruðum landsins.
Jákvæð viðbrögð erlendis
Valdatöku Kyaw var fagnað víða
um heim og sendu þjóðarleiðtogar
honum og Aung San Suu Kyi heilla-
óskir. Barack Obama, Bandaríkja-
forseti, sagði að stundin væri einstök
í sögu Búrma. „Embættistaka Htin
Kyaw markar söguleg tímamót á
vegferð landsins í átt að lýðræðis- og
borgaralegri stjórnskipan,“ sagði
forsetinn í fréttatilkynningu frá
Hvíta húsinu.
Þá sendi Evrópusambandið sömu-
leiðis heillaóskir sínar og sagði að
umbætur síðustu ára hefðu verið
undraverðar. Stíga þyrfti þó stór
skref til þess að tryggja lýðræðið í
sessi.
Nýtt tímabil hafið
í sögu Búrma
Htin Kyaw sór embættiseið forseta Hálfrar aldar einræði á enda
AFP
Söguleg tímamót Htin Kyaw (þriðji frá vinstri) sver embættiseið sinn sem
forseti Búrma ásamt Myint Swe and Henry Van Thio, varaforsetum.
Rússland heldur úti „skugga-
ríkisstjórn“ undir stjórn FSB leyni-
þjónustunnar í austurhluta Úkraínu
þar sem uppreisnarmenn ráða ríkj-
um. Þetta kemur fram í ítarlegri
fréttaskýringu þýska dagblaðsins
Bild, sem byggðist á minnisblöðum
frá rússneskum embættismönnum.
Sagði í frétt blaðsins að grunn-
þáttum í borgunum Donetsk og
Lugansk væri stýrt af sex mismun-
andi stýrihópum með fulltrúum úr
fimm ráðuneytum. Þetta stangast á
við fyrri yfirlýsingar Rússa, sem
hafa hafnað því að þeir hafi nokkur
ítök meðal aðskilnaðarsinna.
Stjórna Rússar bak
við tjöldin?
ÚKRAÍNA
Hryðjuverka-
mennirnir sem
gerðu sprengju-
árás á flugvöll og
neðanjarðarlest-
arpall í Brussel í
síðustu viku leit-
uðu einnig upp-
lýsinga um stað-
setningu heimilis
og skrifstofu
belgíska forsætisráðherrans, Char-
les Michel, í aðdraganda árásanna.
Þetta kemur fram á vef BBC.
Upplýsingarnar fundust á tölvu
sem hent hafði verið í ruslið eftir
árásirnar. Óstaðfestar heimildir
herma að þar hafi einnig fundist
teikningar af skrifstofunni. Einnig
fundust hinstu skilaboð eins árás-
armannsins.
Charles Michel
BELGÍA
Leituðu að húsi
forsætisráðherra
Francois Hol-
lande, forseti
Frakklands, hef-
ur hætt við
áform sín um að
breyta stjórnar-
skrá landsins til
að heimilt sé að
svipta dæmda
hryðjuverka-
menn frönskum
ríkisborgararétti
sínum. Þetta kom fram á vef BBC
í gær. „Málamiðlun virðist ekki
vera í sjónmáli,“ sagði Hollandi
eftir að báðar deildir franska
þingsins höfnuðu stjórnarskrár-
breytingunni.
Lagði hann tillöguna fram á
þinginu í kjölfar hryðjuverkaárás-
anna á París síðastliðinn nóvember
sem urðu 130 manns að bana. Mik-
il andstaða reis gegn tillögunni og
fór þar dómsmálaráðherra lands-
ins, Christiane Taubira, fremst í
fylkingu.
„Ég hef tekið eftir því að stjórn-
arandstaðan hefur verið á móti öll-
um breytingum á stjórnarskránni,“
sagði Hollande eftir ríkisstjórnar-
fund í gær. „Ég harma hegðun
þeirra því við þurfum að gera allt
sem við getum í þessum að-
stæðum.“ Nicolas Sarkozy, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, sagði hins
vegar forystu Hollande vera um að
kenna. laufey@mbl.is
Ekki sviptir
ríkisborg-
ararétti
Hafna stjórnar-
skrárbreytingu
Francois
Hollande
Donald Trump, sem sækist eftir
útnefningu Repúblikanaflokksins í
komandi forsetakosningum í
Bandaríkjunum, hefur dregið til
baka loforð sitt um að styðja hvern
þann frambjóðanda flokksins sem
ber sigur úr býtum í forkosning-
unum sem lýkur í sumar. Hann
mun því aðeins styðja sjálfan sig.
Þetta segir á fréttavef BBC.
Mótherjar Trumps, Ted Cruz og
John Kasich, neituðu í kjölfarið að
svara hvort þeir myndu sameina
krafta sína að baki endanlegum
frambjóðanda.
Allir frambjóðendur flokksins
skrifuðu hins vegar undir yfirlýs-
ingu síðastliðinn nóvember þar
sem þeir lofuðu stuðningi sínum.
Dró blaðamann niður
Þá hefur Trump einnig staðið í
ströngu við að verja kosninga-
stjóra sinn í fjölmiðlum en sá
síðarnefndi var ákærður í fyrradag
fyrir líkamsárás. Á hann að hafa
togað blaðamann niður á jörðina á
blaðamannafundi í Flórída þegar
hún hugðist spyrja Trump spurn-
ingar.
„Hann er góður maður og örygg-
isupptökurnar skera endanlega úr
um þetta,“ sagði hann og bætti við
að þar væri ekkert sjáanlegt sem
varpaði sök á Lewandowski.
Stutt er einnig síðan ríkisstjóri
Wisconsin studdi Cruz en vika er í
forkosningar í ríkinu. Er því ljóst
samkvæmt BBC að Trump á undir
högg að sækja þótt hann haldi enn
forskoti sínu á aðra frambjóðend-
ur. laufey@mbl.is
Trump hyggst aðeins
styðja sjálfan sig til forseta
Kosningastjóri Trumps ákærður fyrir líkamsárás
AFP
Trump Frambjóðandinn stendur í ströngu við að verja kosningastjóra sinn
sem hefur verið ákærður. Hann hefur ákveðið að styðja aðeins sjálfan sig.
Mynd af Ben Innes, brosandi við
hliðina á flugræningja Egypt Air-
farþegavélarinnar þar sem hann er
með sprengjubelti um sig miðjan,
vakti mikla athygli í gær.
Innes segir í viðtali við götublaðið
Sun að hann hafi verið að reyna að
sjá sprengjubeltið betur, auk þess
sem hann hafi viljað „taka mótlæt-
inu fagnandi“. Myndin var tekin á
meðan viðræður við flugræningjann
stóðu yfir á Larnca-flugvellinum á
Kýpur í fimm klukkustundir.
Yfirvöld í Kýpur hafa fært flug-
ræningjann í fangelsi en hann sagð-
ist hafa verið örvilnaður og viljað
sjá fyrrverandi konu sína og börn.
Ránið tengdist því ekki hryðjuverk-
um. Eftir að flugræninginn var
handsamaður í fyrradag sló forseti
Kýpur á létta strengi aðspurður
hvort ránið hefði verið vegna konu.
„Það er alltaf kona,“ sagði hann
hlæjandi.
Farþegi fékk mynd af sér
með flugræningja Egypt Air
www.smarativoli.is / Sími 534 1900 / Smáralind
SKEMMTUN FYRIR ALLA!
ER AFMÆLI
FRAMUNDAN?
VERÐ
FRÁ
1.99
0,-
Svissnesku rakatækin
Rakatæki
íshúsið
S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur
Er loftið á skrifstofunni heilsuspillandi þurrt?