Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 64
64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
REIÐHJÓL Í SUMAR
Vöruhús veitingamannsins
allt á einum stað
Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is
Opið virka daga kl. 8.30-16.30
1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og
skráður á mbl.is
2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra
horninu (Innskráning · nýskráning)
3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og
Play Store
4. Kennitala er skráð sem notandanafn
5. Lykilorð er það sama og á mbl.is
SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG
Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband
við okkur í síma 569 1100
VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR
v
Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er
Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma
MOGGINN
ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ
*RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR
IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR.
**GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT.
*
**
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í reiðhjólaverzluninni Berlín má
komast í tæri við rótgróna reið-
hjólamenningu evrópskra höf-
uðborga. Þar er að finna reiðhjól,
fatnað, hjálma og aukahluti fyrir
fólk sem vill nota hjólið í sitt dag-
lega stúss, og ferðast um göturnar
beint í baki, á sterkum og stórum
borgarhjólum, virðulega til fara og
helst með blómvönd í körfunni
framan á hjólinu, nú eða nesti fyrir
lautarferð í Hljómskálagarðinum.
Alexander Schepsky, eigandi
og verslunarstjóri, segir vaxandi
vinsældir borgarhjólsins sem sam-
göngutækis ekki bara snúast um
tvídjakkarómantík. „Fólk er búið
að átta sig á að það er mjög hent-
ugt að ferðast á reiðhjóli, og þá al-
veg sérstaklega hér í miðbænum.
Að skjótast á milli staða í póst-
númeri 101 og í hverfunum í kring
er mun auðveldara á hjóli en á bíl.“
Ekki fyrir keppnisfólkið
Vöruúrvalið hjá verslun Alex-
anders er sniðið að þörfum þeirra
sem hjóla styttri vegalengdir inn-
anbæjar. „Við seljum hjól fyrir
venjulegt fólk sem er ekki endilega
að leita að íþróttatæki eða ætlar að
fara í 100 km kapphjólreiðar. Þessi
hópur fer gjarnan á kreik um leið
og sólin hækkar á lofti og hægt að
hjóla í birtu bæði til og frá vinnu.“
Af áhugaverðum nýjum vörum
í búðinni nefnir Alexander verk-
legan regnstakk sem kemur í góð-
ar þarfir þegar hjólað er í dæmi-
gerðu íslensku skúraveðri.
„Mikilvægasti kosturinn við þenn-
an stakk er að hann nær langt
fram á handleggina og má halda
honum föstum um leið og haldið er
um stýrið. Vatnið rennur því frá
hjólreiðamanninum frekar en inn
að mitti. Í stað þess að fara í regn-
jakka og regnbuxur má smeygja
stakknum yfir höfuðið og vera
þurr frá toppi til táar.“
Ein mest selda varan í reið-
hjólaversluninni eru bastkörfur
sem festa má framan á hjólið.
Körfurnar eru með handfangi og
má kippa þeim af hjólinu og nota
sem innkaupakörfu þegar skotist
er út í búð. „Karlarnir sækja líka
mikið í vínflöskuhaldarann. Hald-
arinn getur gert mikið fyrir útlit
hjólsins og mjög hentugur ef leiðin
liggur t.d. í matarboð hjá ætt-
ingjum eða vinum. Er þá einfald-
lega hægt að festa eina góða vín-
flösku í haldarann og hjóla af
stað,“ segir Alexander.
Feit og þægileg
Þá á Alexander von á nýrri
tegund hjóla sem farið hefur sig-
urför víða um heim. Þessi hjól kall-
ast „Fat Bikes“, og einkennast af
mjög digrum dekkjum. „Þrátt fyrir
dekkjastærðina eru þetta ekki svo
þung hjól, oft í kringum 12-15 kg.
Stór dekkin þýða að auðvelt er að
hjóla yfir gljúpt undirlag eins og
blautan jarðveg, sandstrendur og
snjó. Fólk fer ekki að vinna neinar
keppnir á þessum hjólum, en það
er þægilegt að ferðast á þeim.“
Einnig tók verslunin nýlega
við sendingu af svokölluðum
Með matarinnkaupin í fallegri
körfu framan á hjólinu
Fallegu aukahlutirnir prýða reiðhjólið og
hafa mikið notagildi Vinsælt meðal karl-
manna að setja vínflöskuhaldara á hjólið
Skúrir Regnstakkar eru skyldueign fyrir íslenskt hjólreiðafólk.
Morgunblaðið/Eggert
Praktík „Að skjótast á milli staða í póstnúmeri 101 er mun auðveldara á hjóli en á bíl,“ segir Alexander.
Öryggistæki Sumar reiðhjólabjöll-
ur eru fallegri en aðrar.