Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 73
um sínum góða steik og eðal rauð- vín. Ég dró hann með mér í hestana og hann dró mig í golfið. Gunni var góður reiðmaður og átti góða hesta svo eftir var tekið. Áttum við margar ógleymanlegar stund- ir í útreiðartúrum á björtum vor- nóttum, þar sem menn og hestar nutu sín í fallegri náttúrunni og orð voru óþörf. Ferðir okkar í hesthúsið fyrir allar aldir og allar skemmtilegu hestaferðirnar á sumrin með kaldar kóttelettur frá Biggu í hnakktöskunni. Á erfiðu tímabili í mínu lífi reyndist hann traustur sem klett- ur og umvafði mig og strákana mína af hlýju og góðri nærveru eins og Gunna var einum lagið. Gunni var ekki gallalaus maður frekar en við hin, en hann hafði hjarta úr gulli og vildi allt fyrir alla gera. Vel lesinn og víðsýnn, hláturmildur, skemmtilegur og einstaklega gjafmildur. Þín er sárt saknað, kæri vinur. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Við eigum eftir að hittast á öðrum og betri stað. Hvíl í friði. Hákon og Kristín. Það eru 25 ár síðan ég hitti Hinna fyrst. Það var á fjölmiðla- mótinu í golfi. Hann kom til mín brosandi eftir mótið, með viskí- glas og vindil, og spurði hvort ég þyrfti einhverja hjálp við þetta. Það var fyrsta skrefið í vinskap okkar sem stóð óslitinn til hinsta dags. Þegar ég lít til baka og renni yf- ir þessi ár, þá finnst mér eins og hann hafi alltaf verið brosandi. Alltaf til í að sjá björtu hliðarnar á öllu. Jafnvel undir það síðasta var stutt í hlátur og bjartsýni. Jú jú. Þetta lítur ekki vel út en þetta hlýtur að fara að koma. Fáa þekki ég með viðhorf eins og hann og færri þekki ég sem hafa jafn oft komið mér óvart. Sama hvort um- ræðuefnið var tónlist, bókmenntir eða náttúrlega golf. Maður kom ekki að tómum kofunum þar. Ekki frekar en þegar kom að því að ræða um vín og mat. Því Hinni var lífsnautnamaður fram í fingur- góma. Það er sárt að kveðja góðan vin. Þá er gott að halla sér að góðum minningum. Golfferðir, innan- lands og utan með allskonar æv- intýrum. Að sjá hann fyrir sér á heimavelli. Rekandi brosandi á eftir manni úti á golfvellinum, endalaust tilbúinn að gefa góð ráð. Sitja yfir vænni steik með rauðvín í glasinu, segjandi sögur og hrist- ast af hlátri. Ég ætla að muna eft- ir honum þannig og ég veit að við munum halda minningu hans á lofti. Logi Bergmann Eiðsson. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höfundur ókunnur) Takk fyrir allt, Hinni minn. Arnar Unnarsson. MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 ✝ Gestur fæddistí Reykjavík 31. janúar 1986. Hann lést 21. mars 2016. Foreldrar hans eru hjónin Margrét Helgadóttir hús- móðir, f. 3. júní 1966, og Ragnar Breiðfjörð Gests- son sjómaður, f. 4. mars 1961. Móðir Margrétar er Ást- hildur Gunnarsdóttir, f. 13. febrúar 1941. Foreldrar Ragn- ars eru Jóhanna Garðarsdóttir, f. 10. ágúst 1940, og Gestur Breiðfjörð Ragnarsson, f. 9. apríl 1939, d. 24. september 2003. Systkini Gests eru: 1) Ásta Birna Björnsdóttir, f. 26. júlí 1982, verkefnastjóri hjá Vo- gabæ, gift Roberto Carlos Orellana, f. 9. júní 1979. Dætur þeirra eru: a) Alicia Lind Orell- ana, f. 12. janúar 2001, og b) Eva Malen Orell- ana, f. 10. janúar 2005. 2) Arnór Benedikt Ragn- arsson, f. 23. maí 1994. Gestur bjó með fjölskyldu sinni í Grindavík til sex ára aldurs en þá fluttu þau til Reykjavíkur. Hann hóf skólagöngu við Árbæjarskóla, síðar flutti fjöl- skyldan í Grafarvog og lá leiðin þá í Húsaskóla. Hann lauk sinni skólagöngu í Borgarholtsskóla. Þegar Gestur var tvítugur flutti fjölskyldan aftur til Grindavík- ur. Gestur vann ýmis störf, t.a.m. hjá Ölgerðinni, við sjó- mennsku og nú síðast hjá Ægi sjávarfangi ehf. Útför Gests verður gerð frá Grindavíkurkirkju í dag, 31. mars 2016, klukkan 14. Hvar get ég byrjað, elsku frændi minn. Þegar ég fékk fréttir snemma morguns þess efnis að þú hefðir kvatt þennan heim þá nóttina, fraus heimurinn um stund. Þessa dagana þykir mér óyfirstíganleg hugsun hversu grimmur þessi heimur getur verið. Eitt er víst, að það er misjafn- lega gefið í þessu lífi. Hraði sam- félagsins er ofboðslega mikill og kröfurnar gríðarlegar. Það eina í stöðunni fyrir okkur sem eftir er- um er að hlýja okkur við minn- ingar um góðan mann. Ég vona, Gestur minn, að þú hafir fundið innri frið og sért kominn á betri stað. Þú varst svo yndislegur og góð- ur og vildir allt fyrir alla gera. Það má jafnvel segja að þú hafir verið of góður. Við áttum það til að taka gott spjallen þú einblíndir gjarnan á það sem ég var að gera í lífinu hverju sinni og sýndir því mikinn áhuga. Takk fyrir stundirnar sem við áttum saman, minning þín mun svo sannarlega lifa. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr, en örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Farðu í friði, elsku frændi. Ég efast ekki um að afi Gestur taki vel á móti þér, breiði út faðminn og segi: „komdu, kúturinn minn“. Nú vakið þið nafnar yfir okkur hinum, þar til við hittumst næst. Guð geymi þig. Telma Sif Reynisdóttir. Þegar ég fékk þær fréttir að þú hefðir kvatt þennan heim þá fann ég hvernig líkaminn dofnaði frá heila og niður í tær. Hjartslátt- urinn hægðist og tárin byrjuðu að streyma eins og hjartað væri að pumpa tárum og ég réði engu … Heimurinn er kaldur og grár. Þetta voru mín viðbrögð við þeim fréttum að Gestur frændi, vinur minn, væri farinn. Hér sit ég einn hinum megin á hnettinum og nota minningar okkar sem huggun og leið til að brosa og okkar ótalmörgu og löngu samtöl, ýmist á sjónum, í fiskvinnslu, á barnum eða bara heima við. Oftar en ekki voru samtölin heldur óeðlileg þar sem við áttum auðvelt með að fara í okkar villtustu ævintýri í hugan- um. Eins og staðan er núna get ég ekki hætt að hugsa til þess að síð- asta samtal okkar átti svo sann- arlega ekki að vera okkar hinsta kveðja. Mér finnst eins og þetta geti ekki verið … við áttum svo mikið inni. Ég hef alltaf talað um að þú sért án vafa sá einlægasti sem ég hef kynnst og betri mann er ekki hægt að finna. Þú varst svo umhyggjusamur og sást að- eins það góða í fólki. Það er sárt að horfa á eftir þér, elsku frændi, elsku vinur. Eiríkur Már Reynisson. Okkur setti hljóð þegar símtal- ið kom og Ragnar tilkynnti okkur að Gestur sonur hans væri farinn, hefði tekið hraðferðina úr þessum heimi, sem honum tókst illa að fóta sig í. Hugurinn reikar og eftir stöndum við með minningar um hlýjan og hjartagóðan dreng. Þú heyrir spurt: Er hjálp að fá og hvar er ljós og dag að sjá? Ef hjartað týnir sjálfu sér hvar sé ég leið, hver bjargar mér? Hve margur sár og meiddur spyr við myrkvuð sund og luktar dyr. En hlusta nú, þú heyrir svar og heilög miskunn talar þar. Já, Kristur segir: Kom til mín, ég kominn er að vitja þín og lækna þig og lýsa þér til lífs og sigurs: Fylg þú mér. Þú heyrir svar ef hlustar þú af hjartans þörf, í barnsins trú því Kristur Jesús þekkir þig og þú ert hans, hann gaf þér sig. (Sigurbjörn Einarsson) Hvíldu í friði, elsku Gestur okk- ar, við vitum að afi þinn og alnafni tekur á móti þér, styður þig og leiðir áfram á eyjunni bláu. Reynir Gestsson og Inga Þórðardóttir. Elsku frændi. Ég á bágt með að trúa því að þú sért farinn fyrir fullt og allt. Margar eru minningarnar, minningar frá því við lékum okkur saman sem lítil börn og hófum svo skólagönguna saman í Árbæjar- skóla. Samgangurinn var mikill þegar við vorum börn. Þegar þú fluttir svo til Grindavíkur fórum við að hittast oftar og spjölluðum við og göntuðumst saman. Alltaf varst þú boðinn og búinn ef maður bað þig um eitthvað og eitt skiptið var það að vera módel hjá mér í hárgreiðslunáminu. Þú baðst mig um að sækja bréf sem ég gerði án þess að vita hvers vegna. Svo þurftir þú aðeins að þurrka en hvorugt okkar varð vart við það strax að það blæddi úr eyranu á þér. Ég hafði greinilega rekið skærin í eyrað þitt og rispað það smá svo það komu nokkrir blóð- dropar. Þú ætlaðir sko ekki að láta kennarann sjá það og varst fljótur að redda málunum svo ég fengi ekki skammir. Það lýsti þér svo vel en þú vildir öllum vel. Þegar þú svo fékkst íbúðina þína þá samgladdist ég þér mjög og gladdist yfir því að sam- gangurinn jókst og þú komst reglulega niður í spjall til frænku. Þrátt fyrir að það hafi svo minnk- að þá hittumst við oft fyrir utan á leið í vinnu eða á heimleið úr vinnu. Þá áttum við það til að spjalla, knúsast og skiptast á kveðjum. Elsku frændi, ég vona að þú sért kominn á betri stað, megir þú hvíla í friði. Guðrún Hanna frænka. Gestur Breiðfjörð Ragnarsson ✝ Dóra Guð-björnsdóttir fæddist á Þránd- arstöðum í Kjós 7. maí 1925. Hún lést 13. mars 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörn Guðlaugsson og Jóna Oddný Hall- dórsdóttir. Systk- ini Dóru eru Ragn- hildur, f. 5. maí 1921, látin, Ólafía f. 5. maí 1922, látin, Jón f. 9. mars 1928, látinn, Guðlaug f. 2. maí 1929, Gunnar, f. 15. nóvember 1930, látinn, Inga, f. 5. október 1934, látin, Svavar, f. 7. febrúar 1942, látinn. Hinn 19. júní 1953 giftist Dóra Njáli Sveinbjörnssyni, f. 20. október 1917. Dóttir þeirra er Jóna Njáls- dóttir, f. 16. febr- úar 1957, gift Ein- ari Ágústssyni, f. 23. júlí 1957. Börn þeirra eru: 1) Ágúst Valur, f. 13. mars 1980, í sam- búð með Gerði Björk Ólafsdóttur, f. 22. apríl 1979. 2) Dóra Esther, f. 25. maí 1984, í sambúð með Jóni Hilmari Jónassyni, f. 18. desember 1984. Barn þeirra er Stefanía Guðrún Jónsdóttir, f. 13. maí 2014. 3) Erla Björk, f. 28. september 1989. 4) Njáll Örvar, f. 19. ágúst 1992. Dóra verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, 31. mars 2016, og hefst athöfnin klukk- an 13. Að koma til Reykjavíkur eftir að mamma hringdi í mig með fréttirnar var tómlegt og óraun- verulegt. Engin amma sat við gluggann og beið eftir komu okk- ar og veifaði okkur þegar við stig- um út úr bílnum. Þú spurðir alltaf hvað væri að frétta úr sveitinni og beiðst spennt eftir að hitta Stefaníu Guðrúnu. Stefanía gekk yfir til þín þegar við komum suð- ur og leit strax á beddann við gluggann til að leita að þér, en þar var engin langamma, það þótti henni skrýtið. Það er óraun- verulegt að þú sért farin frá okk- ur, en ég reyni að hugga mig við það að þú sért á betri stað núna og komin í fang afa eftir langan aðskilnað. Eftir sitja margar yndislegar og góðar minningar sem ég geymi í hjarta mínu um alla fram- tíð. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kölluð á örskammri stundu. Í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo falleg, einlæg og hlý en örlög þín ráðin – mig setur hljóða við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó komin sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Amma, ég elska þig og sakna þín. Þín Dóra Esther. Það er ansi tómlegt að rölta yf- ir stigaganginn á Háaleitisbraut- inni og að þú sitjir ekki á dív- aninum og horfir út eða sért inni í saumaherbergi að hlusta á tón- list. Það vantar svo mikið þegar þú kemur ekki og býður í kaffi og köku um miðjan daginn og á kvöldin hef ég stundum setið og beðið eftir að þú komir og bjóðir góða nótt. Alla tíð hef ég litið á það sem forréttindi að hafa alist upp í svona mikilli nálægð við ykkur afa. Það að hafa ykkur alltaf hinumegin við ganginn og að eyða öllum sumrum saman, hvort sem það var uppi í bústað eða á flakki um landið, voru hrein og klár forréttindi. Það var ósjaldan sem maður stökk yfir ganginn til að sníkja mola, spjalla og spila. Og alveg sama hvað það var þá vorum við systkinin alltaf vel- komin í kringum ykkur afa. Þegar ég lít yfir allar þær minningar sem við eigum er erf- itt að velja úr hvað stendur upp úr, því þær eru svo margar og misjafnar að þær eru efni í bók. Ef eitthvað á að nefna þá eru það öll þau föt sem þú saumaðir á okkur Dóru. Að sitja og spila lúdó og slönguspilið uppi í bústað. Myndirnar og púðarnir sem þú saumaðir handa okkur. Marm- arakaka og rúsínukaka og auðvit- að kakósúpan, grjónagrauturinn og heita súkkulaðið sem var bara í boði á jóladag. Maður fór aldrei svangur eða illa haldinn frá þér, elsku amma mín, og alltaf var huggandi faðmur og hönd ef mað- ur þurfti á því að halda. Ég er þakklát fyrir gæða- stundirnar okkar saman í seinni tíð, eins og það að kíkja í Kola- portið, að rölta og að deila köku- sneið á kaffihúsi og fylgjast með fólkinu í kringum okkur eða bara það að sitja og spjalla og taka í spil við eldhúsborðið hjá þér. Álftagerðisbræðratónleikarnir sem við fórum saman á standa samt einna hæst hvað varðar minningar. Þar sem við skemmt- um okkur saman eins og við vær- um jafnaldrar og þú ljómaðir eins og sólin allan tímann. Þrátt fyrir að þetta séu erfiðir tímar núna er ég samt uppfull af þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur öll. Að eiga ömmu eins og þig var ómetan- legt. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Nú uppí gluggann þinn tómlegt er að líta, þangað finnst mér vanta kollinn þinn hvíta. En loksins fékkstu að hitta hann afa, og við vorum heppin allan þennan tíma með þér að hafa. Þó alltaf sé sárt ástvini að kveðja, þá er hugurinn uppfullur af minningum sem gleðja. Svo ótal margt uppí hugann kemur og vel á við, „það ungur nemur, gamall temur“. Rúsínu- og marmarakökur á þig mig minna, og hvers kyns áminning um nál og tvinna. Það forréttindi voru að hafa ykkur hinumegin við ganginn, hvort sem til að spjalla eða fá eitthvað í svanginn. Þín Erla Björk. Með Dóru ömmu er genginn tími sem maður efast um að komi aftur. Enda er það eðli tímans að hann líður og kemur ekki aftur nema í minningum okkar. Dóra var ekki amma mín þar sem gen og blóðtengsl komu við sögu. Hún var ekki einu sinni amma mín þar sem fjölbreytt fjöl- skyldumynstur nútímans koma við sögu. Ég kallaði hana Dóru ömmu og Njál mann hennar Njalla afa því þau geisluðu af gæsku og væntumþykju sem tengdi okkur órjúfanlegum bönd- um í rúm fjörutíu ár. Þau heið- urshjón, sem eru nú horfin til feðra sinna, bjuggu gegnt for- eldrum mínum í Bogahlíðinni og þegar horfði til vandræða með áframhaldandi skólagöngu móð- ur minnar buðust Dóra og Njáll til þess að passa þennan nokk- urra mánaða pjakk. Þannig gekk það í um tvö ár en vinskapurinn og þakklætið mun endast ævina. Dóra vann við skúringar hjá Sveini Egilssyni hf. og Njáll í vaktavinnu í Áburðarverksmiðj- unni og því voru stundum heilu dagarnir sem maður eyddi í faðmi þeirra beggja á meðan for- eldrarnir stunduðu vinnu og skóla. Dóra var hæglát en með dillandi hlátur og góða nærveru. Heimili þeirra í Bogahlíð og síðar Háaleitisbraut voru kyrrlát og svo full af hjartahlýju að það varð fljótt að ómissandi hefð að koma við hjá þeim á Þorláksmessu til að finna jólafriðinn og fá sér smá- kökur og mjólk við eldhúsborðið þar sem maður sat áður löngum stundum með þeim og spilaði lönguvitleysu. Svona geta tilviljanir eins og hver er nágranni þinn gert þig að betri manneskju því ég er sann- færður um að Dóra og Njáll bættu líf mitt og allra sem báru gæfu til að umgangast þau. Það vita best Jóna, Einar, börn þeirra og barnabörn, sem um árabil hafa búið gegnt þeim hjónum en síðustu tíu árin notið samverunn- ar með Dóru. Við erum öll þakk- lát fyrir þann góða tíma, syrgjum sárt yndislega konu en vitum að Dóra amma og Njalli afi eru sam- ankomin á þeim stað sem geymir góða. Karl Guðmundsson. Dóra Guðbjörnsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF RUNÓLFSDÓTTIR, lést á Sóltúni 20. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 1. apríl kl. 11:00. . Lillý Valgerður Oddsdóttir, Ingimar Jónsson, Runólfur Oddsson, Vala Agnes Oddsdóttir, Georg Kr. Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.