Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 74

Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 ✝ Inga HallveigJónsdóttir fæddist í Reykja- vík 19. mars 1928. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 20. mars 2016. Foreldrar Ingu voru Jón Krist- mundsson, f. í Hjarðarnesi, Kjal- arneshreppi 9. apríl 1886, og Magnea Tóm- asdóttir, f. í Hjarðarnesi, Kjal- arneshreppi 2. júní 1889. Systkini Ingu voru Krist- mundur, Gunnar Tómas, Hall- dóra, Jarþrúður Gréta og Auð- ur Sigurbjörg og lifa Halldóra og Auður systur sína. Inga giftist hinn 1. mars 1952 Erlendi Guðmundssyni, f. 5. apríl 1923, d. 12. janúar 2008. Foreldrar hans voru Guðmundur Jörgen Erlends- son og Guðrún Elín Finnboga- dóttir. Inga og Erlendur eign- uðust þrjú börn, átta barna- börn og barnabarnabörnin eru orðin tólf. Börn Ingu og Er- lendar eru: 1) Gréta, f. 1.7. 1951, gift Hrafni Heiðari brúnu Karlsdóttur, f. 7.8. 1959. Börn þeirra eru: a) Jóhanna Birna, f. 30.3. 1980, í sambúð með Erlingi Viðari Eggerts- syni, f. 5.7. 1977, þau eiga tvö börn. b) Erlendur Ingi, f. 18.2. 1982. Inga stundaði nám í hár- greiðslu við Iðnskólann í Reykjavík og vann þá á hár- greiðslustofu Kristínar Ingi- mundar í Kirkjuhvoli. Að námi loknu fór Inga til Kaupmannahafnar og vann þar við iðn sína í nokkurn tíma. Að Kaupmannahafnar- dvölinni lokinni kom Inga heim og hóf búskap á æsku- heimili sínu, Eyvík á Gríms- staðaholti, með Erlendi og bjuggu þau þar allt til ársins 1968, en þá fluttu þau í ný- byggt hús sitt í Hjallabrekku 8, Kópavogi. Inga starfaði nokkur sumur í kringum 1960 á Sólheimum í Grímsnesi. Hún gekk í kvenfélag Kópavogs fljótlega eftir að hún flutti í Kópavog og starfaði þar í ára- tugi. Inga var í mörg ár í orlofsnefnd húsmæðra í Kópa- vogi. Hún starfaði einnig lengi við heimilishjálp í Kópavogi. Inga og Erlendur fluttust í Gullsmára 8 árið 1996 og bjó hún þar til dauðadags Inga verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, 31. mars 2016, og hefst athöfnin klukk- an 13. Oddssyni, f. 15.1. 1946. Sonur Grétu og Svavars Egils- sonar, f. 19.5. 1949, er Erlendur, f. 1.6. 1972, kvænt- ur Auði Ýri Helga- dóttur, f. 6.12. 1972. Þau eiga fjögur börn. Synir Grétu og Hrafns eru Tómas Oddur, f. 28.1. 1981, í sambúð með Margréti Helgu Jóhannsdóttur og eiga þau tvö börn, og Kristinn Friðrik, f. 19.9. 1984, í sambúð með Birtu Kristínu Helgadóttur og á hún einn son. 2) Jón Tómas, f. 7.12. 1952, kvæntur Guðrúnu Yrsu Sigurðardóttur, f. 30.9. 1951. Börn þeirra eru: a) Sigurður, f. 28.6. 1971, kvæntur Rebekku Gylfadóttur, f. 9.12. 1970, og eiga þau þrjú börn. b) Inga Dröfn, f. 12.7. 1978, gift Guðna Þ. Snorrasyni, f. 20.9. 1973 og eiga þau tvö börn. c) Gunnhild- ur, f. 24.4. 1985. 3) Guðmundur Rúnar, f. 26.4. 1954, í sambúð með Margréti H. Guðmunds- dóttur, f. 16.11. 1955. Guð- mundur var áður kvæntur Kol- Látin er í Reykjavík elskuleg móðir mín, Inga Hallveig Jóns- dóttir. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Það verða mikil viðbrigði að eiga ekki lengur erindi í Gullsmárann í kaffi og spjall. Söknuðurinn er mikill, ekki síst hjá börnum og barna- börnum, sem elskuðu ömmu og langömmu sem best sést af þeim mikla gestagangi sem ætíð var hjá henni. Alltaf heitt á könnunni og nóg af bakkelsi í boði. Fyrir mér var hún góð móðir og vin- kona, hjartahlý, skilningsrík og alltaf glöð. Ég hef oft sagt að hún eigi meiri heiður af uppeldi strák- anna minna þriggja en ég, því hún gætti þeirra allra þegar við for- eldrarnir vorum önnum kafin í vinnu. Þeim var ekki aldeilis í kot vísað í Hjalló, hjá afa og ömmu. Mamma lærði hárgreiðslu hjá Kristínu Ingimundardóttur og í Iðnskólanum hitti hún ástina sína, hann pabba, Erlend Guðmunds- son. Þau voru sem sköpuð hvort fyrir annað og áttu farsælt hjóna- band. Þau byrjuðu sinn búskap á Arnargötu 8 en af eljusemi og dugnaði reistu þau sér hús í Hjallabrekku 8, Kópavogi, en síð- ast bjuggu þau í Gullsmára 8. Mamma var félagslynd og starf- aði í mörg ár með Kvenfélagi Kópavogs, hún var í stjórn Hús- mæðraorlofs Kópavogs til margra ára og starfaði einnig fyrir Mæðrastyrksnefnd. Það var oft glatt á hjalla í orlofsferðum og þar urðu til margar skemmtilegar vís- ur, sem sungnar voru síðan á kvöldvökum með Kópavogskon- um. Þegar pabbi dó, og hún var orðin ein, kom í ljós sá styrkur sem hún var búin. Í átta ár bjó hún með fallega páfagauknum sínum, innan um bækurnar sínar, umvafin afkomendum sínum sem voru henni svo mikils virði og elskuðu hana allir. Nú er komið að leiðarlokum. Það er erfitt að kveðja og ég lít til baka með sökn- uði en fyrst og fremst þakklæti. Elsku mamma, hafðu þökk fyr- ir strákana mína og að vera alltaf til staðar, í blíðu og stríðu, en fyrst og fremst hafðu þökk fyrir elskuna og kærleikann sem við nutum öll svo ríkulega. Hvíl í friði. Gréta. Í dag er elskuleg tengdamóðir mín kvödd í hinsta sinn. Það eru orðin 46 ár síðan ég var fyrst kynnt fyrir væntanlegum tengda- foreldrum mínum. Ég fann það strax að mér var tekið sem einum af hópnum þeirra og var kært með okkur alla tíð. Þegar ljóst var að von var á fyrsta barnabarninu sást þú til þess, þar sem við for- eldrarnir vorum mjög ung, að ekkert skorti þegar barnið kæmi í heiminn. Þú varst alltaf boðin og búin til að aðstoða ef tök voru á. Sem dæmi um það man ég eftir atviki er gerðist haustið 1977. Þá höfðum við hjónin flust til Húsa- víkur þar sem Jón starfaði í Sam- vinnubankanum. Þá um haustið var öllu starfsfólki bankans á landsbyggðinni og mökum boðið á árshátíð til Reykjavíkur. En þá kom babb í bátinn, frumburður- inn var þá kominn með mislinga. En þú varst nú ekki alveg á því að öll sund væru lokuð og pantaðir þér far með næstu flugferð og við skyldum fara. Meira að segja hafðir þú og mágkona mín keypt á mig kjól og það varð ekki aftur snúið. Elsku Inga mín, ég gæti enda- laust skrifað allar þær góðu minn- ingar sem koma upp í hugann. Þú varst alltaf tilbúin að aðstoða við barnapössun, hvort sem við vor- um að fara til útlanda eða bara á árshátíð. Mikið voru börnin okkar rík að eiga þig að ömmu, ömmu sem orti ljóð og var alltaf tilbúin að segja sögu og miðla fróðleik jafnt um liðna tíð sem líðandi stund. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann á svona stundu. Mér er efst í huga þakk- læti og minnist ég þess hve þú varst mér yndislega hjálpsöm og stóðst þétt við bakið á mér þegar ég var með móður mína mjög veika. Takk fyrir allt. Guðrún (Gunna). Þá ertu nú farin til hans afa, elsku amma mín. Ég sé ykkur tvö í anda þarna uppi og þar eru nú aldeilis fagnaðarfundir. Allt frá því ég man fyrst eftir mér hefur amma mín, hún Inga H. Jónsdótt- ir, verið mér sá einstaklingur sem ég gat alltaf stólað á að væri til staðar. Það er kannski ekki svo skrýtið að mér hafi fundist sem svo, þar sem ég hef nú augljóslega þekkt hana allt mitt æviskeið. Hins vegar er ekki hægt að taka það sem sjálfsagðan hlut hvernig hún sinnti ömmuhlutverkinu eins vel og hún svo sannarlega gerði. Þegar kom að því að passa okkur bræðurna í Hjallabrekkunni var alltaf kátt á hjalla hjá afa og ömmu. Í flestum tilvikum var það amma sem hélt fjörinu uppi. Sem dæmi um gleðina var hægt að hengja rólu upp í eldhúsinu hjá henni. Manneskja sem setur upp rólu í eldhúsið sitt myndi ég halda að væri nokkuð einbeitt í því að gleðja barnabörnin sín. Það hefur alltaf verið einhver ára gleði og hamingju ríkjandi yf- ir henni ömmu. Ef ég ætti að lýsa henni í nokkrum orðum kæmi fyrst upp í hugann húmor, fyndn- ari manneskju hef ég varla hitt á lífsleiðinni. Alltaf gat amma kom- ið auga á það skemmtilega í tilver- unni og sagt frá því á sinn kald- hæðna og skemmtilega hátt. Sögur hennar af hinum ýmsu per- sónum sem hún kynntist í gegn- um tíðina voru oft óborganlegar. Annað orð sem kæmi upp í hugann væri hlýja. Það var alltaf svo gott að koma til ömmu af því hún var alltaf svo raunverulega glöð að sjá mann. Vöfflur með rjóma biðu manns um hverja helgi, bakaðar af ást og tilhlökkun hennar yfir að hitta fólkið sitt. Hún var mikil félagsvera sem sýndi sig best í því að hún var máttarstólpi í kvenfélagi Kópa- vogs um árabil. Þar voru ófá grín- leikverkin sett upp með hana í að- alhlutverki. Þegar árin liðu fór heyrnar- leysi ömmu að setja mark á áhuga hennar á félagsstörfunum, sem var synd fyrir eins félagslynda manneskju og hún var. Þrátt fyrir það skein húmorinn og gleðin allt- af í gegn hjá ömmu. Á síðari árum eftir að afi dó stóð hún keik og sinnti fjölskyldunni áfram af hlýju. Sú mikla ánægja sem ég fékk af því að heimsækja hana ömmu hefur endurspeglast í börnunum mínum og langömmu- börnunum hennar sem voru alltaf spennt að koma til langömmu sinnar. Mikið vona ég að börnin mín tileinki sér hennar gleðilegu lífsviðhorf. Það er erfitt að hugsa til þess að sunnudagsbíltúrarnir okkar muni ekki enda í vöfflukaffi hjá ömmu lengur. Elsku amma mín, við erum svo þakklát fyrir alla þína ást og gleði sem þú veittir okkur litlu fjöl- skyldunni, allt fram á seinasta dag. Ég veit að þú ert núna komin á betri stað og horfir niður á okk- ur með afa þér við hlið, brosandi eins og alltaf. Tómas Oddur, Margrét Helga, Jakob Helgi og Sara Camilla. Þegar ég var yngri að alast upp í Hálsaselinu þá var ég svo ótrú- lega heppinn að fá að gista oft hjá ömmu og afa. Mamma og pabbi, flugfreyjan og flugstjórinn, voru oft á tíðum bæði í burtu vegna vinnu, þetta þýddi að gömlu hjón- in sátu uppi með mig og Tomma bróður. Þvílíka gullnáman sem það var fyrir okkur tvo. Að fá að kynnast þeim svona vel og eyða tíma með þeim í Hjallabrekkunni eru einhver mestu auðæfi sem við munum eignast í þessu lífi. Amma er einhver skemmtileg- asta manneskja sem ég hef kynnst, með þennan svarta og kaldhæðna húmor og gífurlega hressileika náði hún alltaf að gæða allar stundir gleði og húm- or. Hvort sem það var að taka í gítarinn og syngja fyrir okkur einhverjar heimatilbúnar vísur, hanga heilu klukkustundirnar inni í rigningunni að spila ólsen- ólsen í eldhúsinu og kjafta meðan hún bakaði hjónabandssæluna eða að vinna saman í stóra fallega garðinum þeirra þegar sólin skein. Hún var gullmoli sem gerði allar stundir betri með nærveru sinni og húmor. Með tímanum bættust sífellt fleiri og fleiri gæðastundir við í bankann sem við áttum saman og ég er líklegast hvað þakklátastur fyrir allar hversdagsstundirnar sem ég, Birta og Óliver áttum saman með henni. Það eru verð- mæti sem við þrjú munum alltaf geyma, ylja okkur við og rifja upp. Samverustundirnar í Gullsmár- anum, þar sem rabbað var um nýja tíma og gamla, Eyvíkina, Hjallabrautina, ævintýri í Kaup- mannahöfn og Flórídaferðir. Ljóðalestur, úrklippubækur, fréttir líðandi stundar, slúður og gamansögur. Og hún alltaf svo at- hugul og áhugasöm, glögg, svo dásamlega kaldhæðnislega fyndin og þótti fátt betra en að hafa fullt hús af fólki. Og þótt hún hafi orðið 88 ára og ævin orðin löng og góð og ættboginn hennar svo fallegur þá er svo sárt að kveðja og svo sárt að missa ömmu sína og vin- konu. Nú er hún Inga okkar farin. Hún bakar ekki lengur hjóna- bandssæluna góðu fyrir okkur, hlær ekki að góðri sögu með okk- ur eða segir okkur frá einhverju sniðugu. En minning hennar lifir ávallt í hjörtum okkar og við vit- um að hvar sem hún er þá fylgist hún með okkur í gegnum sólgler- augun sín með Ella sinn sér við hlið. Takk fyrir allt, amma, við elsk- um þig alla tíð. Kristinn, Birta og Óliver. Elsku amma mín. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann er ég hugsa til þín. Allar yndislegu stundirnar í Hjallabrekkunni, þar sem var ýmislegt brallað, matar- boðin um páskana, dúkkuleikur í bókó, rólað í eldhúsinu, sungið er kvenfélagskonurnar komu á fund og í veislum og ég tala svo ekki um gersemarnar sem leyndust í þvottahúsinu og undir stiganum. Amma var alltaf glöð og söngl- andi, hún hafði dálæti á garðinum sínum og ég tala nú ekki um öllum rósunum í blómahúsinu. Amma hafði ótakmarkaða þolinmæði gagnvart barnabörnunum, því ég man bara eftir henni glaðri og sönglandi. Það var alltaf svo notalegt og gott að koma til ömmu og afa í Hjalló, þá vissi maður að tíminn yrði fljótur að líða því það var allt- af eitthvað verið að brasa. Amma var dugleg við að baka pönnsur og hjónabandssælu og svo var nú ýmislegt annað brallað í eldhús- inu, t.d. gleymir maður ekki Ro- yal-búðingnum. Með þessum orðum kveð ég þig, amma mín. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, Inga Hallveig Jónsdóttir Elsku pabbi minn. Það var svo margt sem við áttum eftir að upplifa sam- an. Ég var ekki tilbúin að sleppa þér en gerði það samt fyrir þig. Þú varst svo sterkur alveg til enda lífs þíns. Þú hlífðir okkur, hugsaðir um okkur öll, alltaf. Þú varst klett- urinn okkar. Við fjölskyldan þín vorum alltaf í fyrsta sæti en þú hefðir átt að hafa þig þar líka, ekki bara okkur. Eða eins og ég sagði alltaf við þig, ég á bara einn pabba. Við söknum þín svo hræði- lega mikið. Óðinn Helgi skilur vel að hann sé ekki að fara að hitta þig og er voða sorgmæddur yfir því og spyr stórra og erfiðra spurninga. Jökull Bjarki er enn að spyrja hvar er afi og vill hringja í þig eins og við gerðum svo oft. Þú varst yndislegur afi og passaðir upp á það að við gerðum piparkökuhúsið snemma í ár enda held ég að þú hafir vitað að þú myndir ekki geta útbúið það með Óðni Helga í des- ember. Ég vissi í hvað stefndi en vildi ekki meðtaka það og ég vil enn ekki samþykkja það að þú sért farinn. Þú áttir besta knús í heimi og ég þrái það að fá eitt pabbaknús í viðbót. Það er eitt af því sem fólkið þitt talar um, að þú áttir innilegasta og hlýjasta knús- ið. Tókst svo innilega vel á móti öllum. Vinir mínir minnast þess að þú heilsaðir af svo mikilli hlýju og einlægni. Það sem kannski fáir áttuðu sig á og reyndar ég líka er að þú vildir ekkert illt umtal í kringum þig. Þegar einhver byrj- aði að tala illa um aðra manneskju þá á hæglátan hátt stýrðir þú um- ræðunni í annað. Þú hafðir svo marga flotta eiginleika. Þú varst hugmyndaríkur pabbi, bjóst til stórveislu úr litlu. Þú varst þús- undþjalasmiður og hjálpaðir okk- ur systkinunum í mörgum verk- efnum, stórum og smáum. Þú varst alltaf svo stoltur og ástfang- inn af mömmu. Það var ykkar gæfa að kynnast strax á ungl- ingsárunum og þið voruð búin að eiga meira en 50 ár saman. Þú varðst að vera orðinn tvítugur til að mega giftast mömmu en hún vildi ekki giftast þér 1. apríl, dag- inn eftir afmælið þitt, það fannst þér alltaf mjög fyndið. Það verður Guðbjörn Helgi Ásbjörnsson ✝ Guðbjörn HelgiÁsbjörnsson fæddist 31. mars 1946. Hann lést 23. desember 2015. Útför Guðbjörns fór fram 6. janúar 2016. samt erfitt 2. apríl þegar þið hefðuð átt 50 ára brúðkaupsaf- mæli. Við munum samt halda upp á daginn með mömmu og hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Mamma saknar besta vinar síns, Siggi saknar besta vinar síns og ég sakna þess sárt að hafa ekki feng- ið meiri tíma með þér. Ég syrgi það að strákarnir mínir fá ekki meiri tíma með yndislega þér. Þegar ég er sem sorgmæddust og sakna þín mest þá heyri ég Fare- well to the piano eins og þú spil- aðir það. Ég vildi óska þess að ég ætti upptöku af því þegar þú sett- ist niður og tókst syrpurnar. Þetta var lífstónlistin mín án þess að ég gerði mér grein fyrir því. Fjörið og lífsgleðin réðu ríkjum þegar þú tókst upp nikkuna og spilaðir og söngst með fjölskyldunni og góð- um vinum. Svo margar góðar minningar um þig og yndislegi húmorinn þinn alltaf með. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Takk, elsku pabbi minn, þín Ingibjörg Júlý Guðbjörnsdóttir. Við söknum þín svo mikið, stóri afi. Við gerðum svo margt skemmtilegt saman. Þú varst allt- af tilbúinn að spila fyrir okkur á píanóið og af því að þú gast spilað eftir eyranu þá sungum við smá fyrir þig og þú gast strax spilað lagið fyrir okkur. Okkur fannst gaman að fara með þér að skoða bátana og við munum halda áfram að gera það með mömmu og pabba. Þú varst mjög stríðinn og okk- ur fannst gaman að því. Skemmti- legast fannst okkur að koma til þín í sveitina og njóta þess að vera þar saman og þú varst duglegur að vinna í sveitinni. Það var alltaf til ís í eftirrétt hjá afa og við sökn- um þín mikið þegar við erum í mat hjá ömmu og fáum ís í eftirrétt, því það vantar að hafa afa með. Allt sem við gerðum var svo skemmtilegt. Takk fyrir allt, elsku stóri afi okkar. Þínir Óðinn Helgi og Jökull Bjarki. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS HELGASONAR tónlistarmanns, Reykjavegi 59, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. . Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bjarney Einarsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR HJÁLMTÝSDÓTTIR, Skúlagötu 20, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt páskadags 27. mars. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 1. apríl klukkan 13. . Hjálmar Þór Kristjánsson, Lýdía Rafnsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Helga I. Stefánsdóttir, Sigurrós Kristjánsdóttir, Ingvar J. Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.