Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 83

Morgunblaðið - 31.03.2016, Síða 83
MENNING 83 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 aðist marglaga snilldin á OK Computer inn í kerfið. „Exit Music“, „Airbag“ og „Lucky“ voru lögin sem ég tengdi mest við en „Karma Po- lice“ og „No Surprises“ pössuðu bet- ur á playlista útvarpsstöðvanna. Platan er nú orðin klassík í poppsög- unni og er undantekningarlítið of- arlega á lista þegar bestu plötur sög- unnar eru teknar saman. Blanda sem ætti varla að virka Þótt meðlimir sveitarinnar taki fyrir að um „konsept-plötu“ sé að ræða má finna þemu sem hnýta hana saman – en það sama mætti raunar segja um flest sem Radiohead hefur gert. Útilokun, einangrun, efasemd- ir um þróun samfélagsins og neyslu- mynstur nútímafólks ásamt tor- tryggni gagnvart valdi eru stef sem hægt er að finna í textagerð Yorkes þótt samhengið sé oft sundurslitið. Enn hafði hljóðheimurinn tekið mikið stökk og nú var hlutverk God- richs orðið stærra. Þrátt fyrir að mikið hafi verið látið með að minni spámenn eins og Travis eða Coldplay hafi fylgt í kjölfarið á vel- gengni plötunnar er það í raun ein- földun þar sem Radiohead var að gera flóknari og tilraunakenndari hluti en þær myndu nokkurn tíma fara út í. Falsettusöngurinn er lík- lega það sem gefur þessari mýtu líf. Á plötunni voru óvenjulegar og krefjandi talningar, uppbygging laga var óhefðbundin og hljóðfæra- leikurinn er kapítuli út af fyrir sig. Feitar bassalínur sem myndu sóma sér vel í kolsvartri sálartónlist, spa- gettívestralegir strengjasynthar og slagverk sem brasilískir bossanova- taktsmiðir væru stoltir af. Oft furðu- legur bakgrunnur fyrir skeptíkerinn Yorke. Gítarsurgið fékk líka að vera ljótara: í ætt við My Bloody Valent- ine og Sonic Youth. Ofan á öllu sam- an flýtur svo auðkennandi gítar- leikur Greenwoods, sem er einn af þessum gítarguðum sem rétt þarf að snerta gítarinn til að maður átti sig á hver sé að spila. Orð geta verið vill- andi þegar kemur að músík og lík- lega væri líka hægt að skrifa undir að platan væri blanda af Pink Floyd, Neil Young og Sex Pistols. Í öllu falli var hún eitthvað alveg nýtt og það undirstrikar hæfileika Godrichs hversu sterka heild þessi furðulegi bræðingur skapar. Ok tölvur, en hvað svo? Biðin eftir næstu plötu var löng og líklega hefur verið beðið eftir fáum plötum af jafn mikilli eftirvæntingu og Kid A. Kvikmyndin „Meeting people is easy“ (1998) sýndi sveitina þegar hún fylgdi plötunni eftir en gerði lítið fyrir mig sem þyrsti í að sjá sveitina á tónleikum eða heyra nýtt efni. Langdregnar senur með furðulegum spurningum blaða- manna og baksviðsefni þar sem fólk beindi dónaskap að sveitinni eða Yorke var ekki Radiohead-myndin sem mig langaði til að sjá enda var maður að fikta í hljóðfærum og vildi sjá hvernig galdurinn var framinn. Myndin sýnir þó vel að sveitin var með hálfgert óbragð í munni eftir að hafa skyndilega orðið ein stærsta rokkhljómsveit í heimi, enda ekki hefðbundnar rokkstjörnur þar á ferð sem rústa hótelherbergjum í kókaín- rússi til að takast á við vandamálin. Næsta plata, Kid A (2000), ber keim af því; augljóst var að ætlunin var ekki að gera OK Computer nr. 2, halla sér aftur og telja seðlana. Í stað gítardrifinna laga sem fjöldinn á Glastonbury gæti sungið með er elektróník í aðalhlutverki. Jæja strákar, hvað er í gangi? Þetta var ekki það sem ég hafði gert mér vonir um, þetta er bara ekki nógu gott. Ekkert rokk, ekkert ról og ekkert fútt, hugsaði ég. Andskot- inn hafi það og þið sem voruð besta hljómsveit í heimi! Nú tók það verulega langan tíma að taka nýjustu afurðina í sátt. Í ein- hvern tíma hlustaði ég bara lítið á hana, en komst svo að því að lagið „How To Disappear Completely“ væri mögulega bara eitt albesta lag sem sveitin hefði gert, eitthvað sem má reyndar segja um einstök lög á öllum plötum sveitarinnar. Smám saman fór þetta svo að smella. Nýjar víddir í tónlistinni opnuðust, ofan á lagasmíðarnar og öll blæbrigðin sem hún hafði á valdi sínu bættust strengja- og brassútsetningar, takt- smíðar, effektanotkun og ekki síst hugmyndin um að minna geti verið meira. Þegar um fimm manna rokk- hljómsveit er að ræða er það afrek sem síst ætti að gera lítið úr. Auðvit- að er þetta ekki í fyrsta skipti sem hljómsveit tekur harkalega u-beygju í sinni sköpun en fáum hefur tekist það með jafn góðum árangri og í þessu tilfelli. Hvað sem fólki finnst um lista um bestu plötur einhvers tímabils verður því ekki neitað að þeir eru yfirleitt settir saman af fólki sem hefur ástríðu fyrir tónlist og er tilbúið að rökstyðja valið og þegar tónlistarvefurinn Pitchfork.com tók saman bestu plötur fyrsta áratugar aldarinnar var Kid A þar í efsta sæti. 21. aldar tónlist Á sama tíma og hrátt rokk náði aftur hylli almennings hljómaði Kid A eins og 21. aldar tónlist þar sem tækninýjungum var beitt í bland við alla aðra hæfileika sem búa í sveit- inni. Yfirleitt er hlýja og tilfinning eitt það fyrsta sem tapast í tónlist þegar fólk færir sig út í notkun á hljóðgervlum, hljóðsmölum og AFP Skilaboðin Myndmál sveitarinnar vinnur Yorke í samvinnu við Stanley Donwood en þeir kynntust í listaskóla. Séní Jonny Greenwood er frábær gítarleikari en einnig lunkinn útsetjari og hefur samið töluvert af kvikmyndatónlist í seinni tíð.  FRAMHALD Á BLS. 84 »Ekkert rokk, ekkertról og ekkert fútt, hugsaði ég. Andskotinn hafi það og þið sem vor- uð besta hljómsveit í heimi! 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Sun 10/4 kl. 19:30 Lokasýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Sun 10/4 kl. 19:30 23.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 24.sýn Síðustu sýningar! Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn Síðustu sýningar! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fös 1/4 kl. 20:00 56.sýn Lau 2/4 kl. 22:30 59.sýn Lau 9/4 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 22:30 57.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 58.sýn Fös 8/4 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 6/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 12.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 13.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! VEGBÚAR –★★★★ – S.J. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Mið 4/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Fim 5/5 kl. 20:00 Lau 28/5 kl. 20:00 Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Lau 7/5 kl. 14:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Mið 1/6 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00 Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 14:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Þri 24/5 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Mið 25/5 kl. 20:00 Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar Auglýsing ársins (Nýja sviðið) Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur e. Tyrfing Tyrfinsson Njála (Stóra sviðið) Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn. Síðustu sýningar Vegbúar (Litla sviðið) Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00 Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Made in Children (Litla sviðið) Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn Hvernig gera börnin heiminn betri?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.