Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 31.03.2016, Qupperneq 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 trommuheilum en ekki í þetta skipt- ið. Til marks um það er Kid A yfir- leitt það fyrsta sem ég set í eyrun þegar ég fer í flug. Þegar sumir heyra paranoju og þunglyndi í tónlist Radiohead heyra aðrir tón- smíðar og melódíur sem jafnast á við það sem helstu tónskáld mannkyns- sögunnar hripuðu niður á blað, al- úðina sem lögð er í hvert einasta hljóð. Smáatriði sem skila sér vel í heyrnartólum, en með tilkomu spila- stokka, snjallsíma og meiri tölvu- vinnu hefur notkun þeirra stór- aukist, sem hefur haft djúpstæð áhrif á tónlistarneyslu. Stór hópur tónlistarunnenda nýtur tónlistar að- allega í heyrnartólum og hvort sem það var meðvituð breyting eða ekki hljóma plöturnar sem Radiohead hefur gert á þessari öld betur í heyrnartólum en tónlistin sem hún gerði á síðustu öld. Systurplata Kid A, Amnesiac, var tekin upp á sama tíma en kom út seinna og þótt hún sé yfirleitt ekki álitin jafn sterk heild og Kid A eru þar lög eins og „Pyramid Song“ og „Knives Out“ sem gera bæði tilkall til að vera þeirra besta. Að geta sam- ið, útsett og flutt lög eins og sveitin gerir myndi duga til að skila þeim í hóp bestu sveita sinnar kynslóðar. Yorke og félagar láta þó ekki stað- ar numið þar og þar leikur Godrich stórt hlutverk. Á Amnesiac er lagið „Like Spinning Plates“ sem Yorke lærði að syngja afturábak svo að textinn myndi heyrast og skiljast þegar sjálf upptakan yrði svo spiluð afturábak. Þetta er bara eitt dæmi um vinnulag sveitarinnar en ef ein- hver getur bent mér á aðra hljóm- sveit fyrir utan Bítlana sem hefur haft annað eins vald á lagasmíðum, upptökutækni, hljóðfæraleik og í of- análag verið jafn leitandi og viljug til að gera nýja tónlist, þá yrði ég bæði hissa og mjög glaður. … en er auðvelt að hitta fólk? Á þessum tímapunkti er óhætt að segja að ég hafi verið orðinn grjót- harður aðdáandi. Því er eina leiðin til að lýsa því hvernig tilfinning það var svo að vera staddur í jólaboði í einu af fín- ustu hverfum London árið 2001, þar sem Radiohead fagnaði 10 ára sam- starfi við umboðsmenn sína, að hún var súrrealísk. Tónlistardútlið hafði skilað mér í hljómsveit sem var kom- in á samning við plötufyrirtæki beggja vegna Atlantsála og sam- starfi við þessa sömu umboðsmenn sem voru reyndar líka með fyrr- nefnda Supergrass á sínum snærum. Öðrum hljómsveitarmeðlimum, sem ekki tóku sveitina jafn hátíðlega, þótti lítið mál að taka í spaðann á Yorke en þetta var of mikið fyrir þann sem hafði hlustað á Kid A og Amnesiac af allt að því trúarlegu of- stæki allt árið. Viðbrögðin voru að reyna að halda kúlinu með því að segja sem minnst og sötra gin og tónik í rólegheitum. Reynslan af því að vera í hljóm- sveit: að fara í tónleikaferðalög, taka upp, æfa lög og útsetja og reyna sig við að skapa hefur mikil áhrif á hvernig ég skynja tónlist. Gott skap- andi samstarf er ekki sjálfgefið og það þarf sérstakt samband á milli fólks til þess að það geti gengið upp. Egó eru sérstaklega viðkvæm þegar kemur að sköpun og það eru fá dæmi um að fimm manna hópar hafi starf- að saman áratugum saman með þeim hætti sem Radiohead hefur gert. Líklega spilar sú staðreynd að þetta eru í grunninn vel uppaldir og kurteisir millistéttardrengir frá Ox- ford sitt hlutverk í að þeir hafa ekki látið athyglina eða velgengnina taka völdin. Gítararnir tengdir aftur Það var fyrirsjáanlegt að mér fyndist Hail to the Thief, sem kom út árið 2003, vera frábær, alger öskrandi snilld bara. En þrátt fyrir að innihalda afbragðslög eins og „2+2=5“, „There There“ og „Where I End And You Begin“ myndar hún ekki sterka heild. Of mörg lög og þó- nokkur miðlungs lög gerðu það að verkum að hún missti marks. Með stefnubreytingunni um aldamótin urðu margir afhuga sveitinni, líklega hefur fækkað aðeins í aðdáenda- hópnum þótt þeir hafi náð að vinna hylli nýrra kynslóða og hópa. Hugsanlega hefur það haft eitt- hvað að gera með að nú var meiri áhersla á hefðbundnari gítarmúsík en líklega hefur þá bara langað til að rokka. Svo kom út tónleikaplatan I Might Be Wrong sem fyllti upp í umsaminn kvóta hjá EMI-útgáfunni, hún gerði lítið annað en að espa upp hungrið í tónleikasveltum aðdáanda enda var þetta fyrir daga Youtube þar sem nú er að finna fjölmargar frábærar tón- leikaupptökur með sveitinni. Hungrinu var loks svarað árið 2006 á tvennum tónleikum í Hamm- ersmith Apollo í London. Tíu árum eftir að „Lucky“ hafði greypt sig í sálina og skapað fíkn fyrir nýjum skömmtum frá Oxford sat ég í adr- enalínrússi á besta stað í húsinu tvö kvöld í röð. Fyrra kvöldið spiluðu þeir „Lucky“, „Idioteque“, „Karma Police“, „Pyramid Song“ og „There There“ á meðal annarra og sex lög sem áttu eftir að rata á In Rainbows. Í takt við önnur verk spila þeir aldr- ei sama settið tvö kvöld í röð og seinna kvöldið voru „Exit Music“, „Paranoid Android“ og „Street Spi- rit (Fade out)“ t.d. komin á lista. Hljómsveitin er lygilega gott live- band en í ofanálag er eins og Thom Yorke verði algerlega heltekinn þeg- ar hann kemur fram. Hoppar og skoppar um sviðið á milli þess sem hann spilar á gítar eða píanó. Kraft- urinn frá honum smitast út í hvern einasta takt, hljóm og hverja nótu hjá hinum hljómsveitarmeðlimum. Galdur sem erfitt er að festa fing- urinn á og tónleikagestir á Secret Solstice eiga von á góðu. Hafi hrifningin verið mikil fyrir upplifunina af tónleikunum marg- faldaðist hún nú og komst í vand- ræðalegar hæðir. Síðan hefur fíknin algerlega tekið völdin, ferðirnar eru orðnar þrjár, tónleikarnir sex og ein- hver eftirpartí þar sem helsta afrek- ið er frekar klaufalegt samtal við Godrich, sem hafði reyndar tekið að sér að hljóðblanda eitt laga hljóm- sveitar minnar nokkrum árum áður. Hvers virði er tónlistin sjálf? – er spurningin sem tónlistariðn- aðurinn þurfti að svara þegar netið kippti fótunum undan markaðs- módeli sem hafði í ríflega hálfa öld mótað og stýrt tónlistarneyslu Vest- urlandabúa. In Rainbows, sem kom út árið 2007, var fyrsta útgáfa Ra- diohead fyrir utan þetta módel. Sveitin og umboðsteymi hennar sendi boltann aftur til hlustenda og aðdáenda með því að leyfa þeim að velja hversu mikið þeir myndu greiða fyrir niðurhal á plötunni. Að- gerðin vakti gríðarlega athygli og sitt sýndist hverjum, auðvitað hafði sveitin náð að skapa sér sess í krafti gamla kerfisins sem nú var ráðist gegn. Aðrar hljómsveitir hafa ekki sömu tækifæri til að kynna sig og eftirspurnin er ekki sú sama, þær geta því komið illa út í þeim sam- anburði eins og Kim Gordon í Sonic Youth benti á. Tilraunin var engu að síður áhugaverð og tryggði sveitinni gríðarlega umfjöllun. Platan sjálf er frábær, í margra huga ein þeirra besta. Í lögunum „Nude“, „House of Cards“ og „Reckoner“ fetaði sveitin r’n’b-slóðir og röddin í Yorke var orðin enn slípaðri og gítarvafning- arnir í „Weird fishes/Arpeggi“ ættu að heilla flesta sem hafa komið ná- lægt hljóðfæraleik. Fyrstu við- brögðin voru náttúrlega að reyna að finna eitthvað að plötunni, helst var það að tónlistin væri of snyrtileg og létt. Hugsanlega léttvægt álit það en engu að síður eru upptökur af lifandi flutningi á lögunum á netinu sumar hverjar síst verri en þær sem eru á plötunni. Útgáfan gekk vel upp og margborgaði sig að sögn fyrir sveit- ina. Taktföst og drungaleg fegurð Eftir að hafa tilkynnt útgáfu The King of Limbs í bloggpósti kom plat- an út nokkrum dögum síðar, í febr- úar 2011. Eins og alltaf voru nýjar aðferðir nýttar við sköpunarferlið. Upptökuferli sveitarinnar hafa að þeirra sögn iðulega tekið verulega á samstarfið og verið andlega slítandi. Platan fékk misjafnar viðtökur, sem er nokkuð skiljanlegt þar sem stand- ardinn er hár þegar Radiohead er annars vegar. TKOL er myrkari og rytmískari en margt sem þeir höfðu gert fram að henni. „Ég veit það ekki, mér finnst þetta vera eins og Godrich-Yorke- plata frekar en Radiohead-plata,“ skrifaði ég breskum upptökustjóra og vini sem er jafn langt leiddur í að- dáun á tónlistinni og ég. Auðvitað hafði ég hlaupið á mig þar, eins og ég sá á tvennum alger- lega mögnuðum tónleikum í O2 Arena í lok árs 2012 þar sem kraft- urinn í flutningi á lögum eins og „Bloom“ og „Lotus Flower“ af TKOL jafnaðist á við það besta sem sveitin hefur gert á ferli sínum. Í „Lotus Flower“ er að finna eina al- bestu söngframmistöðu Yorkes á plötu og poly-rytmarnir í „Bloom“ þar sem Greenwood lemur húðir eru ekki síður ávanabindandi fyrir þann sem þetta skrifar en viðlagið í „Karma Police“. Á tónleikunum kom sveitin fram ásamt aukatrymbli í nýjum lögum sem má búast við að þeir spili í Laugardalnum, sjaldnast koma slíkar æfingar vel út en þar gekk það vel upp. TKOL var milli- bilsplata að sögn þeirra hljómsveit- armeðlima, á leið í átt frá því sem heyrðist á In Rainbows og miðað við nýju lögin sem heyrðust í O2 Arena má ætla að sá áfangastaður verði taktfastur og umvafinn drungalegri fegurð. Það sem er víst er að ég get ekki beðið eftir skammtinum mín- um, hvort sem það er platan sem bú- ist er við að komi út á árinu eða tón- leikarnir í Laugardalnum, og ef þú þrælaðir þér í gegnum þennan texta, kæri lesandi, má búast við að þú sért á svipuðum slóðum í fráhvörfum. Við erum nefnilega lygilega mörg. AFP Sjónarspil Sviðsmynd með lifandi myndum var varpað á fleti og skapaði nálægð við sveitina í O2 Arena í London. Í ham Yorke verður gjörsamlega heltekinn þegar hann kemur fram og það smitast í spilamennsku sveitarinnar á tónleikum. »Hafi hrifningin veriðmikil fyrir upplif- unina af tónleikunum margfaldaðist hún nú og komst í vandræðalegar hæðir. Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði STOFNAÐ 1956 Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is Sproti 405 Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.