Morgunblaðið - 31.03.2016, Side 92
FIMMTUDAGUR 31. MARS 91. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Tók mynd með flugræningjanum
2. Þreyta flugmanna meginorsök…
3. Aflandsfélagið ekkert leyndarmál
4. Linda P íhugar framboð
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Alexandra Chernyshova sópran-
söngkona flytur lög úr óperunni
Skáldið og biskupsdóttirin í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í dag kl. 12, ásamt
Guðrúnu Ásmundsdóttur sögumanni
og Ásgeiri Páli Ágústssyni barí-
tonsöngvara við undirleik Magnúsar
Ragnarssonar. Óperan er eftir Alex-
öndru og Guðrúnu.
Flytja lög úr Skáldinu
og biskupsdótturinni
Erlingskvöld
Bókasafns
Reykjanesbæjar,
til heiðurs Erlingi
Jónssyni lista-
manni, verður
haldið í kvöld kl.
20 og verður hús-
ið opnað 15 mín.
áður með ljúfum
tónum og góðgæti. Meðal þeirra sem
koma fram er rithöfundurinn Héðinn
Unnsteinsson sem lesa mun upp úr
bók sinni Vertu úlfur.
Erlingskvöld haldið
í Reykjanesbæ
Vísnabandið Spottarnir heldur tón-
leika á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 21.
Á þeim munu Spottarnir syngja vísur
eftir Cornelis Vreeswijk
sem er ein aðal-
uppspretta sveitarinnar
og á efnisskrá eru
einnig lög eftir
Magnús Ei-
ríksson,
Megas,
Hank Willi-
ams o.fl.
Spottarnir flytja
vísur Vreeswijks
Á föstudag Austanátt, víða 13-18 m/s og rigning eða slydda, eink-
um sunnan- og austanlands. Austan 5-13 síðdegis, en hvassara
nyrst. Hiti 2 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi austanátt, 8-18 m/s síðdegis og 10-
23 í kvöld, hvassast suðvestantil. Skúrir eða él syðra og slydda eða
rigning um kvöldið, en þurrt og bjart veður fyrir norðan.
VEÐUR
„Ég held að hún sé ekki
mikið skotfastari en aðrir
en hún er árásargjörn í
sókninni. Þegar hún nær
upp hraða áður en hún
skýtur á markið þá verður
það fast,“ segir Halldór
Harri Kristjánsson, þjálfari
Stjörnunnar, um Helenu
Rut Örvarsdóttur sem er
leikmaður umferðarinnar í
Olís-deild kvenna í hand-
knattleik hjá Morg-
unblaðinu. »4
Hún er árásar-
gjörn í sókninni
Oddaleikur Stjörnunnar og Njarðvík-
ur um sæti í undanúrslitum Íslands-
móts karla í körfuknatt-
leik fer fram í Garða-
bæ í kvöld. Heima-
menn í Stjörnunni
geta vænst þess
að Justin
Shouse eigi
talsvert
inni því
hann hef-
ur verið
langt frá
sínu besta í
þriggja stiga
skotum í
rimmu lið-
anna til
þessa. »2
Hitnar Justin á réttum
tíma gegn Njarðvík?
Vonir standa til þess að gengið verði
frá ráðningu Geirs Sveinssonar í
starf landsliðsþjálfara í handknatt-
leik karla í dag. Illa hefur gengið að
reka smiðshöggið á samning hans og
HSÍ. Íslenska landsliðið fer til Noregs
á laugardaginn og er allt kapp lagt á
að Geir verði með í för. Annars stýrir
Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka,
liðinu í Noregi. »2
Tekst mönnum að reka
smiðshöggið í dag?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sigurður Björnsson lék listir sínar í
nautaati í Povóa St. Miguel - Moura í
Portúgal á páskadag. „Ég var hepp-
inn með naut, það var hugrakkt og
árásargjarnt, og ég komst þokkalega
vel frá bardaganum,“ segir hann.
Nautaat í Portúgal er frábrugðið
nautaati á Spáni og til dæmis eru
nautin hvorki illa særð né drepin, þó
stungið sé í þau. Atið hefst á því að
reiðmaðurinn kemur inn á völlinn og
síðan er nautinu sleppt inn. Þá hefst
eltingarleikur, nautið á eftir hest-
inum, og knapinn færir leikinn inn á
miðjuna, þar sem hann gerir atlögu
að nautinu og hefur tíu mínútur til að
sýna listir sínar.
Tveir bardagar í maí
Þetta var fyrsti opinberi bardagi
Sigurðar en hann hefur lært réttu
tökin undanfarna tvo mánuði og er
skráður í tvo bardaga í maí, næst í
Figuera da Foz 12. maí.
„Ég hef verið í stífri þjálfun enda
má lítið út af bera þegar komið er í
hringinn,“ segir Sigurður. „Hest-
arnir, sem eru af svokölluðu Lusit-
ano-kyni, eru gríðarlega vel þjálfaðir
og þetta er reiðmennska á hæsta
stigi en hestunum er nánast alfarið
stjórnað með fótum og ásetu.“
Sigurður segir að í fyrrasumar
hafi tveir menn frá Portúgal verið
með honum í hestaferð suður Kjöl og
þeir hafi sagt honum frá þessari teg-
und nautaats. „Þegar ég sá vídeó-
myndir til nánari skýringar heill-
aðist ég algerlega og sagði við
sjálfan mig að þetta yrði ég að læra
og hér er ég nú, búinn að læra
grunnatriðin og búinn með fyrsta
bardagann.“
Nautaatið í Portúgal er að mestu
stundað af fjölskyldum, sem hafa
verið í því mann fram af manni. „Nú
eru ekki nema um 100 starfandi
nautabanar og því ekki svo einfalt að
komast inn í þennan heim en annar
Portúgalinn, sem fór með mér í
hestaferðina í fyrrasumar, gekk í
málið og kom mér að hjá Jorge D’Al-
meida, sem er gömul hetja með um
1.500 bardaga að baki.“
Sigurður hefur verið í Portúgal
frá því í lok janúar. „Ég hef æft vel
til þess að ná tökum á reiðmennsk-
unni en það er of seint fyrir mig að
slá í gegn í íþróttinni. Það eru ein-
göngu listamenn í þessu og til þess
að komast á toppinn þurfa menn að
byrja að æfa á barnsaldri.“ Hann
bætir við að þó hann snúi senn að
fyrri störfum á hálendi Íslands verði
reynslan ekki tekin frá honum. „Það
er mikil pappírsvinna í sambandi við
að fá að keppa og ég fékk atvinnu-
leyfi sem listamaður undir eigin
nafni.“
Í nautaati í Portúgal
Knapinn Sig-
urður Björnsson í
hóp listamanna
Nautaat Sigurður Björnsson atast í nautinu áður en hann lætur til skarar skríða á vellinum í Portúgal.
Dansað í takt Sigurður skipti einu sinni um hest áður en yfir lauk.