Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 27

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 27
Guðrún Kvaran: Uppruni orðaforðans í „Islenskri orðabók“ 15 segir frá för Ketils prests til Rómaborgar og birtur var í Sýnisbók íslenzkra bókmennta en skýringin er úr heftinu sem notað var með bókinni og ég nefndi áðan. Stefán benti á að predikast sé ranglega lesið fyrir prestur óttast og er orðasambandið horfið úr 10 1983. í sömu málsgrein í Guðmundar sögu er nefnt orðið skeytingur og í 10 1963 er tekið upp krossmerkt: honum mun skammt til skeytings ‘hann á brátt von á hrindingum’ sem einnig er komið úr skýringarheftinu. í ÍO 1983 er skeytingur sagt merkja ‘ýtingur, hrinding’ og orðasambandið hefur verið fellt burt. Stefán hefur bent á að skeytingur sé þarna draugorð fyrir steytingur, sem skrifari hafi sjálfur leiðrétt með því að setja punkt undir k-ið og t ofanmáls. Skeytingur hafi aldrei haft þá merkingu sem tilgreind er í ÍO 1963. Merkinginí ÍO 1983 við skeytingur á því ekki rétt á sér. Fleiri dæmi af þessu tagi gætu verið í krossmerkta orðaforðanum. Fara þarf yfir allan þann orðaforða sem merktur er staðbundinn og kanna hvort orðin eigi í raun rétt á sér í almennri orðabók. Sum eiga það vissulega, önnur alls ekki. Flest eru í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals og eiga þar heima vegna eðlis þeirrar bókar. Einnig þarf að fara yfir allan sérmerkta orðaforðann og fella þar margt út, sérstaklega fágætar plönturog sjaldséð dýr, sem heima eiga í handbókum um slíkt efni. Mannanöfn eiga lítið erindi í bók af þessu tagi. Þau voru valin af handahófi í ÍO 1983 og fjölmörg vantar sem töldust þó mjög algeng á þeim tíma sem bókin kom út. Með þessu er ég ekki að segja að ÍO 1983 hafi verið slæm bók þegar hún kom út. Bæði ÍO 1963 og ÍO 1983 fylltu í skarð og nýttust mönnum vel svo langt sem þær náðu. En nú hafa framfarir orðið í orðabókagerð og handbókagerð af öllu tagi. Við höfum eignast lslenska orðsifjabók, Orðastað Jóns Hilmars Jónssonar, Merg málsins eftir Jón Friðjónsson og margs konar sérfræðibækur sem menn geta leitað til eftir þörfum, og nú er unnt að fara að vinna að vandaðri orðabók fyrir almennan notanda með þeim orðaforða sem hann þarf helst á að halda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.