Orð og tunga - 01.06.1998, Page 61

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 61
Dóra Hafsteinsdóttir: Fagorðaforðinn 49 upp á, eða 20 flettiorð úr þessum efnisflokkum, til að orðaforðinn sé sambærilegur við orðaforðann í NDO þar sem fagorðaforðanum er sleppt. í CED eru flettiorðin 384, eða 85% af heildarfjöldanum. í formála bókarinnar segir að þar sé alfræðilegur orðaforði og jafnframt að flettiorðavalið miðist við hvort ætla megi að almennur lesandi fletti orðinu upp. Samkvæmt því má miða við að almennur lesandi rekist á og fletti upp 384 þessara efnafræðiorða en 66 séu aðeins kunn fagfólki í efnafræði, þ.e. 15% flettiorðanna eiga ekki heima í alrænni orðabók. Ef taka ætti mið af CED við gerð nýju íslensku orðabókarinnar vantar 60% upp á orðaforða hennar í þessum efnisflokkum. Val á frumejhum Einnig bar ég saman hvaða frumefni væru flettiorð í þessum bókum. Þar var miðað við orðaforðann í ÍA en þar eru flettiorðin 106, þ.e. allt lotukerfið. í NDO eru flettiorðin 49 talsins, eða 46% af heildarfjöldanum. í ÍO eru flettiorðin 44, eða 42% af heildarfjölda. í CED er að finna öll frumefnin. Þama hafa ritstjórar CED ekki þurft að hugsa sig um. Bókin er með alfræðilegu ívafi og þeim hefur þar með þótt sjálfsagt að hafa öll frumefnin með sem fiettiorð.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.