Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 75

Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 75
Valerij P. Berkov: Tvímála orðabækur í veröld nútímans 63 Góð tvímála orðabók á ekki aðeins að gefa notendum nákvæm jafnheiti heldur einnig að skýra frá því sem felst í jafnheitunum. Hér er um að ræða samband menningar (eða öllu heldur veruleika) þjóðar og tungumálsins en um það samband eiga tvímála orðabækur að fjalla. Afstaðan á milli orðafars og hins hlutlæga veruleika er gjarnan afar ólík í tungumálum. Nefna má nokkur einföld dæmi: Hænuegg eru lík á íslandi og í Noregi og vísast í Zanzibar. Norska orðið furu samsvarar fullkomlega rússneska orðinu cocHa. Rússar brosa eins og íslendingar, Þjóðverjar eða Frakkar. Hér nægir að þýða viðeigandi orð yfir á annað mál og frekari skýringar eru óþarfar. Þorri orða er einmitt af þessu tagi, einkum ef hlutaðeigandi tværþjóðirbúa við lík lífskjörog á sama menningarsvæði. Ekkert er nýtt við þetta. Erfiðleikarnir byrja aftur á móti þegar sömu fyrirbæri veruleikans eru ekki fullkom- lega eins í tveimur málsamfélögum. Hvernig á höfundur tvímála orðabókar að ákveða hvort þessi munur er mikilvægur, og skuli þess vegna nefndur í orðabókinni, eða ekki? Til skýringar má taka nokkur dæmi: Sandurinn á íslandi er, eins og allir vita, oftast dökkur — svartur, brúnn, kolblár o.s.frv. í öðrum löndum, t.d. í Rússlandi, Noregi og Tyrklandi, er hann ljós — gulur eða stundum jafnvel gulhvítur. Islenskir hestar eru miklu minni en norskir eða rússneskir. Þar að auki eru þeir hærðari. Er þetta atriði málinu óviðkomandi eða ekki? Það er heljarmikill munur á sveitaþorpum í Englandi, Rússlandi, Kína og Keníu. En öll heita þau sveitaþorp. Eru þetta smáatriði sem orða- bækur eiga ekki að nefna? Maður getur að óreyndu staðhæft að í einhverj um textum séu þessi smáatriði mikilvægog að textinngeti misskilist ef lesandi þekkirekki þessi atriði. Munurinn getur verið svo mikill að maður noti jafnvel tökuorð til merkis um að hér sé um eitthvað að ræða sem er gerólíkt fyrirbærinu í eigin veruleika. Rússneska orðið jiec er notað um skóga í Noregi, Þýskalandi, Frakklandi, Líbanon o.s.frv., en um skóginn í Brasilíu notum við orðið cejiBa og um skóginn í Afríku orðið rpKyHrjin (regnskógur, frumskógur). Mismunurinn getur enn fremur falist í hlutverki ýmissa menningarlegra fyrirbæra. Sígilt dæmi er merking nokkurra höfuðhreyfinga sem í Balkanlöndum er andstæð merkingu þeirra í öðrum löndum. Það að hrista höfuðið þýðir hjá Búlgörum ‘já’ og það að kinka kolli þýðir ‘nei’. Handarhreyfinguna, sem hjá Georgíumönnum merkir ‘kom hingað’, túlkum við sem ‘farðu héðan’. Við skulum einnig líta á nokkur dæmi daglegs lífs á ísiandi og í Rússlandi. Er nóg að þýða orðið hákarl á rússnesku sem nojiapHaa anyjia (Somniosus microcephalus) án nokkurrar skýringar? Skilst í rauninni allt sem felst í setningunni: Ég fékk einstaklega góðan hákarl á þorrahlótinul Munur á hlutverkum sama fyrirbæris í ólíkum málsamfélögum getur verið tiltölu- lega lítill en engu að síður merkjanlegur. í Noregi heilsast menn miklu sjaldnar með handabandi en í Rússlandi. Hjá okkur heilsast starfsbræður með handabandi á hverjum degi, í Noregi aðeins þegar þeir hafa ekki séð hvor annan lengi. Aftur á móti tekur Norðmaður í hönd þess sem gefur honum gjöf en það er ekki algengt í Rússlandi. Munur á hlutverki getur verið háður tegundarmun, þ.e.a.s. mun á sjálfum hlutnum. Portvín þykir t.d. fínn drykkur á Norðurlöndunum, en í Rússlandi er það uppáhalds- drykkur drykkjumanna af því að það er ódýrt (og að sjálfsögðu lélegt). Sömu hlutir hafa oft ólíkt táknrænt gildi í ólíkum málsamfélögum — eða hafa slíkt gildi í einu samfélagi en ekki í öðru. Svartur litur merkir sorg í Evrópu og Ameríku, í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.