Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 18
16
Orð og tunga
4 Heimildir íslensk-erlendra orðabóka
Ef litið er á tiltækar heimildir fyrir íslensk-erlenda orðabókagerð blas-
ir eftirfarandi við: Ekki er til neinn almennur íslenskur orðagrunnur
sem hentar fyrir slík verk og útgefnar íslensk-erlendar orðabækur eru
flestar litlar og margar gamlar. Heimildir þessara bóka um íslensk-
an orðaforða eru heldur ekki ýkja margbreytilegar. Upphaf nútím-
ans í íslenskri orðabókagerð er gjarnan miðað við íslensk-danska orða-
bók Sigfúsar Blöndal (1920-24). Blöndalsorðabók hefur líka ýmsa aðra
sérstöðu meðal íslensk-erlendra bóka, hún er langstærst og byggist
að verulegu leyti á sjálfstæðri orðtöku. í formálanum er gerð nokk-
ur grein fyrir efnisöflun til hennar. Orðtökustefnan var í hefðbundn-
um anda, lesnar voru þjóðsögur, fagurbókmenntir, dagblöð, tímarit og
stjórnartíðindi, auk þess sem stuðst var við eldri bækur (einkum Orða-
bók Björns Halldórssonar (1814) og íslensk-ensku orðabókina sem
kennd er við Cleasby og Guðbrand Vigfússon (1874-76)), orðasöfn úr
fórum fróðra manna og vitnisburði heimildarmanna. Þetta er tíund-
að hér vegna þess að það er heldur fátítt í íslensk-erlendum orðabók-
um að gerð sé ítarleg grein fyrir uppruna orðaforðans í þeim. Islenzk-
ensk orðabók Geirs Zoéga (1904), sem raunar kom á undan Blöndal,
er t.a.m. fáorð um það. Næstu bækur, m.a. íslensk-sænsk og íslensk-
norsk, byggjast mest á Blöndal og trúlega er Blöndalsbók langveiga-
mesta heimild íslensk-erlendra orðabóka þar til út kom íslensk orðabók
handa skólum og almenningi (1963), jafnan kennd við Menningarsjóð.
Sú bók hvílir sem kunnugt er á tveimur meginstoðum, annars vegar
Blöndal, hins vegar söfnum Orðabókar Háskólans, sem hljóta raunar
einnig að telja til nokkurs skyldleika við Blöndal, þótt í minna mæli sé.
Eftir það tók Menningarsjóðsbókin við sem helsta og aðgengilegasta
heimild um íslenskan orðaforða. Af þessu má ráða að orðaforðinn í
íslensk-erlendum orðabókum sé að stofni til nokkuð skyldleikarækt-
aður.
Eins og fyrr var getið hefur, eftir því sem næst verður komist, lít-
ið farið fyrir sjálfstæðri efnissöfnun vegna íslensk-erlendra orðabóka,
a.m.k. þegar litið er til almenns orðaforða. Hins vegar hafa söfn Orða-
bókar Háskólans (OH) nýst að einhverju leyti, einkum gegnum Orða-
bók Menningarsjóðs, (íslensk orðabók handa skólum og almenningi 1963,
1983) síðar Orðabók Eddu {íslensk orðabók 2002). Eftir að ritmálssafn