Orð og tunga - 01.06.2005, Side 26

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 26
24 Orð og tunga ur en aðrar tvímála orðabækur. Þörf erlendra notenda fyrir tvímála orðabókarlýsingu til skilnings á íslenskum orðum og orðafari gerir kröfu um víðtækan orðaforða af margvíslegu tagi. Leiðsögn um mál- beitingu á íslensku útheimtir einnig fjölskrúðugan orðaforða, m.a. með tilliti til mikilvægis íslenskra nýmyndana frá ýmsum tímum and- spænis samsvarandi orðafari af erlendum stofni. Hvort sem miðað er við leiðsögn um málbeitingu eða skýringar á merkingu er ríkuleg þörf fyrir ýtarlega greinargerð um stöðu og notkun orðanna í orðasam- böndum af ýmsu tagi. Loks verður að hafa í huga íslenska notend- ur sem leita leiðsagnar um málbeitingu á markmálinu með atbeina íslensku flettiorðanna. 1 hefðbundinni prentaðri orðabók birtast flettiorðin að jafnaði í mynd stafrófsraðaðs orðalista. Sú birtingarmynd gildir einnig að meira eða minna leyti á vinnslustigi flestra orðabóka, og hafa verð- ur í huga að oftar en ekki er a.m.k. höfð hliðsjón af flettiorðalista eldri verka þegar efnt er til nýrrar orðabókar, þótt einnig sé um sjálfstæða orðasöfnun og orðaval að ræða. Þessi tilhögun veldur því að hið orð- myndunarlega samhengi orðanna kemur skýrar fram en önnur ein- kenni sem orðin eiga sameiginleg. Þetta gildir þó augljóslega aðeins um þá liði orðanna sem stafrófsröðin bindur saman en ekki um bak- læga liði sem orðin eiga sameiginlega. Takmörkun flettiorðaforðans með tilliti til orðmyndunareinkenna er því fremur háð yfirsýn um sameiginlegan forlið en samanburði á orðum með sameiginlegum bak- lið. Þegar um samsett orð er að ræða mótast ákvörðun um flettugildi einstakra orða því að takmörkuðu leyti af mati á gildi þeirra gagnvart samstofna orðum með sama merkingarkjarna. Önnur meginregla hefðbundinnar prentaðrar orðabókarlýsingar er sú að hvert og eitt flettiorð eigi sér sjálfstætt og mótað jafnheiti á markmálinu, eitt eða fleiri. Ef svo er ekki krefst flettiorðið viðeig- andi skýringar, í mynd umritunar eða alfræðilegrar skýringar á mark- málinu. Orð sem ekki verða fundin jafnheiti við eða eiga sér óskýr jafnheiti henta af þessum sökum síður sem flettiorð en orð sem eiga sér skýra samsvörun. Krafan um mótað jafnheiti í markmálinu veit- ir einnig aðhald gegn lausum samsetningum í viðfangsmálinu með gagnsærri merkingu. Hin formlegu vensl nýtast þannig að drjúgum hluta til aðhalds og takmörkunar orðaforðans. Öðru máli gegnir oftast um merkingarleg vensl orðanna. Höfundar og ritstjórar íslensk-erlendra orðabóka hafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.