Orð og tunga - 01.06.2005, Page 67

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 67
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja 65 þann sess í málinu að Antonio de Nebrija orðabókahöfundi hefur þótt ástæða til að hafa það með í orðabók sinni Vocabulario de romance en latín sem kom út á Spáni árið 1495(?). Orðið barst fljótlega inn í tungumál annarra Evrópulanda í þýð- ingum og ferðasögum ýmiss konar: elsta dæmi orðsins í frönsku, með ritmyndinni canoe og merkingunni 'eintrjáningur', er fá árinu 1519 en elstu dæmi um núverandi rithátt þess, canot, eru frá seinni hluta 16. aldar (TLF 1992).12 í þýsku skýtur canoa, 'Einbaum', upp kollinum um 1520 og er sá ritháttur tökuorðsins við lýði hartnær alla 16. og 17. öld. Næstu aldir finnast dæmi þess að orðið sé skrifað upp á enskan og jafnvel franskan máta (Palmer 1939:65). Núverandi ritmynd orðsins, Kanu, er frá 18. öld, en í orðsifjabók Kluge (1999:424) er því haldið fram að það hafi borist inn í málið með viðdvöl í ensku og í merkingunni 'Paddleboot'. Canoe, 'a kind of simple, keelless boat', var tekið upp í enska tungu í gegnum þýðingu R. Edens, Decades of the Neive Worlde or West Indies, og mun elsta ritdæmið því vera frá árinu 1555. Spænska ritmyndin canoa var við lýði í málinu allt fram á 18. öld, en hins vegar skaut ritháttarafbrigðinu canow upp kollinum fyrir aldamótin 1600 og lifði allt fram á 18. öld. Samhliða þessum ritháttarafbrigðum litu dags- ins Ijós á 17. öld ritháttarmyndirnar caano, cano, canno, canoo, cannoe og canoe og er sú síðastnefnda núverandi ritmynd orðsins sem einnig er notað í merkingunni 'léttbyggður sportbátur' (OED). í sænsku var orðið upphaflega skrifað cano, 'mindre farkost bestá- ende av en urholkad trádstamm eller tillvárkad av bark', sem kemur fyrir í heimild frá 1674. Var það hinn almenni ritháttur tökuorðsins allt til ársins 1856 ásamt orðmyndinni canot, sem ber þess greinileg merki að hafa komið í gegnum frönsku. Elsta dæmi þessa seinni rit- háttar, sem er jafnframt núverandi ritmynd orðsins, er frá 1792. Merk- ingin 'ett slags för sportándamál anvánd, i regel för endast en person avsedd, liten, látt, i báda ándarna spetsig, dáckad farkost, [... ] som fremdrives med paddelára [...]' mun fengin úr Kanadaensku (sbr. SAOB). Samkvæmt seðlasafni dönsku orðabókarinnar er fyrsta heimild um orðið í danskri tungu frá 1697, en E. Tilleman skrifar í Beretn- ing om Det Landskab Guinea að „Indvaaneme [... ] have knoer eller smaa Fiskekaner."13 Ritháttur tökuorðsins er einkar athyglisverður í 12Önnur skilgreining orðsins í dag er 'lítill ára-, segl- eða mótorbátur' (TLF 1992). ' 'Tilleman, E., Beretning om Det Landskab Guinea, bls. 24. Upplýsingar fengnar í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.