Orð og tunga - 01.06.2005, Page 69
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja
67
á basknesku, eða spænsku, og Baskinn svarað sem svo að um canua
væri að ræða (Helgi Guðmundsson 1979:75-87). Fletturnar á undan
og á eftir þeirri sem hér er til umfjöllunar benda til þess að þetta hafi
getað verið eins og hér hefur verið lýst: orðin onzita og salupa]5 eru
skilgreind sem 'útlenskt skip' og 'útlenskur bátur'. Væntanlega er um
að ræða báta sem fylgdu basknesku skipunum (Deen 1937:91).
Eins og áður sagði hefur orðið, sem hér er til umfjöllunar, ekki ver-
ið almennt notað í íslensku málsamfélagi, þó að stöku sinnum hafi
það heyrst, og heyrist, í tengslum við róðrarkeppni á kanóum. Ekki
alls fyrir löngu birtist eftirfarandi auglýsing í Fréttablaðinu (9/7 2004)
„Komið og prufið ál-kanóana hjá okkur upp við Hafravatn um helg-
ina. [... ] Sýningartilboð á kanóum". Orðið kxinó kemur hvorki fyrir í /s-
lenskri orðobók (ÍO 2002) né í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússon-
ar (1989) né heldur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (sbr. ROH).
Hins vegar er það í fyrsta lagi skilgreint sem 'léttbyggður, tvístafna
fljóta- og vatnabátur, sem róið er með stuttri, breiðblaða ár (róðrar-
spaða)' og í annan stað sem 'sportbátur, oftast 3-7 m á lengd, gerður
úr plasti eða áli' í íslensku alfræðiorðabókinni (1990:242). Þessi ritháttur
orðsins gefur glögglega til kynna að það hafi borist til íslands fyrir
milligöngu annarra norrænna mála, dönsku eða norsku, eða ensku.
3.2 Orkan
í könnunarferðum sínum um Nýja heiminn fóru Evrópumenn ekki
varhluta af stormum sem geisuðu víða á Karíbahafinu, en slíkt fárviðri
kölluðu innfæddir hurakdn, 'fellibylur, fárviðri'. í leiðarbók fjórðu ferð-
ar sinnar til Indíalanda getur Kólumbus þess að hann og skipsmenn
hans hafi hreppt aftakaveður þegar þeir nálguðust eyjuna Espanola
(Hispaniola) og að litlu hafi mátt muna að þeir sykkju þar með manni
og mús (Colón 1996:280-281). Hann notar hins vegar spænskt orð yf-
ir fárviðrið. Það er ekki fyrr en í Indtasögu Pedro Mártir de Anglería,
sem rituð er á latínu á árunum 1510 til 1515, sem indíánaorðið skýt-
ur upp kollinum. Þar stendur skrifað: „Has aeris procellas, vti Gra-
eci typhones, furacanes isti appellant" (Friederici 1960:304; Mártir de
Anglería 1989:46). Síðar í frásögninni nefnir Pedro Mártir de Anglería
furacanum öðru sinni. í Indíafrásögn sinni frá 1526 skrifar Femández de
l5Salupa er clwlupa á spænsku og slúpa, slúpur, 'skipsbátur', eða slúffa, '(stór) skips-
bátur' á íslensku (sbr. ÍO 2002 og Ásgeir Blöndal Magnússon 1989).