Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 69

Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 69
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja 67 á basknesku, eða spænsku, og Baskinn svarað sem svo að um canua væri að ræða (Helgi Guðmundsson 1979:75-87). Fletturnar á undan og á eftir þeirri sem hér er til umfjöllunar benda til þess að þetta hafi getað verið eins og hér hefur verið lýst: orðin onzita og salupa]5 eru skilgreind sem 'útlenskt skip' og 'útlenskur bátur'. Væntanlega er um að ræða báta sem fylgdu basknesku skipunum (Deen 1937:91). Eins og áður sagði hefur orðið, sem hér er til umfjöllunar, ekki ver- ið almennt notað í íslensku málsamfélagi, þó að stöku sinnum hafi það heyrst, og heyrist, í tengslum við róðrarkeppni á kanóum. Ekki alls fyrir löngu birtist eftirfarandi auglýsing í Fréttablaðinu (9/7 2004) „Komið og prufið ál-kanóana hjá okkur upp við Hafravatn um helg- ina. [... ] Sýningartilboð á kanóum". Orðið kxinó kemur hvorki fyrir í /s- lenskri orðobók (ÍO 2002) né í orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússon- ar (1989) né heldur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (sbr. ROH). Hins vegar er það í fyrsta lagi skilgreint sem 'léttbyggður, tvístafna fljóta- og vatnabátur, sem róið er með stuttri, breiðblaða ár (róðrar- spaða)' og í annan stað sem 'sportbátur, oftast 3-7 m á lengd, gerður úr plasti eða áli' í íslensku alfræðiorðabókinni (1990:242). Þessi ritháttur orðsins gefur glögglega til kynna að það hafi borist til íslands fyrir milligöngu annarra norrænna mála, dönsku eða norsku, eða ensku. 3.2 Orkan í könnunarferðum sínum um Nýja heiminn fóru Evrópumenn ekki varhluta af stormum sem geisuðu víða á Karíbahafinu, en slíkt fárviðri kölluðu innfæddir hurakdn, 'fellibylur, fárviðri'. í leiðarbók fjórðu ferð- ar sinnar til Indíalanda getur Kólumbus þess að hann og skipsmenn hans hafi hreppt aftakaveður þegar þeir nálguðust eyjuna Espanola (Hispaniola) og að litlu hafi mátt muna að þeir sykkju þar með manni og mús (Colón 1996:280-281). Hann notar hins vegar spænskt orð yf- ir fárviðrið. Það er ekki fyrr en í Indtasögu Pedro Mártir de Anglería, sem rituð er á latínu á árunum 1510 til 1515, sem indíánaorðið skýt- ur upp kollinum. Þar stendur skrifað: „Has aeris procellas, vti Gra- eci typhones, furacanes isti appellant" (Friederici 1960:304; Mártir de Anglería 1989:46). Síðar í frásögninni nefnir Pedro Mártir de Anglería furacanum öðru sinni. í Indíafrásögn sinni frá 1526 skrifar Femández de l5Salupa er clwlupa á spænsku og slúpa, slúpur, 'skipsbátur', eða slúffa, '(stór) skips- bátur' á íslensku (sbr. ÍO 2002 og Ásgeir Blöndal Magnússon 1989).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.