Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 72
70
Orð og tunga
bók sænsku akademíunnar (SAOB). Dæmi er til um ritháttinn Orcan
frá árinu 1672; almennur ritháttur orðsins á árunum 1786 til 1843 er
ouragan, en hér gætir vafalítið franskra áhrifa. Á 19. öld festir núver-
andi mynd orðsins, orkan, sig í sessi, en merking tökuorðsins er sem
fyrr segir 'váldsom och förhárjande storm' (SAOB). Ekki þarf að hafa
um það mörg orð að tökuorðið hefur haft viðdvöl í þýsku eða hol-
lensku áður en það var tekið upp í sænsku. Slíkt hið sama mun hafa
verið upp á teningnum varðandi norskuna, en núverandi mynd orðs-
ins í málinu er orkan, 'vind med hastighet over 33 m pr sekund', og
mun komin í málið í gegnum hollensku og spænsku (sbr. Bokmdlsord-
boka).
Orkan, 'fárviðri, fellibylur, ólæti', er ýmist karlkyns- eða hvorug-
kynsnafnorð í íslensku samkvæmt íslenskri orðabók (ÍO 2002). í Rit-
málsskrá Orðabókar Háskólans (ROH) er eitt dæmi um lýsingarorðið
orkan. Auk þess er orðið notað sem forskeyti til áherslu eins og eftir-
farandi dæmi bera glöggt vitni um: orkankraftur, orkanmikill, orkanólík-
legur, orkanstór, orkanbjáni.
Eitt elsta dæmi þessa orðs í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans
(ROH) er frá síðasta hluta 18. aldar, en heimildin er Rit þess Islendska
Lærdómslista félags II, gefið út á árunum 1781-1798. í ritinu stendur að
„fellibylir drottna einkum i brunabelltinu, og kallaz þá almennt ork-
anar" og eins og sjá má þá birtist orðið hér með núverandi rithætti og
auk þess með íslenskri fleirtöluendingu. Elsta dæmið í Ritmálssafninu
um tökuorðið sem forskeyti er orkanbylur frá seinni hluta 18. aldar eða
fyrri hluta þeirrar 19. en þar stendur: „Kaupskip frá Eyjafirði [... ] fékk
orkanbylji og stóra." Tökuorðið virðist ekki hafa leyst af hólmi orð af
innlendum uppruna og það er afar fátítt að heyra það notað. Hins-
vegar heyrist tökuorðið gjarnan notað sem forskeyti til áherslu og er
þess skemmst að minnast að einn þingmaður af landsbyggðinni talaði
fjálglega um orkanklúður ríkisstjórnarinnar í ákveðnu máli sem var til
umræðu á Alþingi.
3.3 Tómatur
Tómatplantan var meðal nytjaplantna þeirra sem bárust til Evrópu
eftir landafundina. í dag er aldin plöntunnar, tómatur, hversdagslegur
matur á borðum manna víða um heim og þar á meðal íslendinga.