Orð og tunga - 01.06.2005, Page 72

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 72
70 Orð og tunga bók sænsku akademíunnar (SAOB). Dæmi er til um ritháttinn Orcan frá árinu 1672; almennur ritháttur orðsins á árunum 1786 til 1843 er ouragan, en hér gætir vafalítið franskra áhrifa. Á 19. öld festir núver- andi mynd orðsins, orkan, sig í sessi, en merking tökuorðsins er sem fyrr segir 'váldsom och förhárjande storm' (SAOB). Ekki þarf að hafa um það mörg orð að tökuorðið hefur haft viðdvöl í þýsku eða hol- lensku áður en það var tekið upp í sænsku. Slíkt hið sama mun hafa verið upp á teningnum varðandi norskuna, en núverandi mynd orðs- ins í málinu er orkan, 'vind med hastighet over 33 m pr sekund', og mun komin í málið í gegnum hollensku og spænsku (sbr. Bokmdlsord- boka). Orkan, 'fárviðri, fellibylur, ólæti', er ýmist karlkyns- eða hvorug- kynsnafnorð í íslensku samkvæmt íslenskri orðabók (ÍO 2002). í Rit- málsskrá Orðabókar Háskólans (ROH) er eitt dæmi um lýsingarorðið orkan. Auk þess er orðið notað sem forskeyti til áherslu eins og eftir- farandi dæmi bera glöggt vitni um: orkankraftur, orkanmikill, orkanólík- legur, orkanstór, orkanbjáni. Eitt elsta dæmi þessa orðs í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans (ROH) er frá síðasta hluta 18. aldar, en heimildin er Rit þess Islendska Lærdómslista félags II, gefið út á árunum 1781-1798. í ritinu stendur að „fellibylir drottna einkum i brunabelltinu, og kallaz þá almennt ork- anar" og eins og sjá má þá birtist orðið hér með núverandi rithætti og auk þess með íslenskri fleirtöluendingu. Elsta dæmið í Ritmálssafninu um tökuorðið sem forskeyti er orkanbylur frá seinni hluta 18. aldar eða fyrri hluta þeirrar 19. en þar stendur: „Kaupskip frá Eyjafirði [... ] fékk orkanbylji og stóra." Tökuorðið virðist ekki hafa leyst af hólmi orð af innlendum uppruna og það er afar fátítt að heyra það notað. Hins- vegar heyrist tökuorðið gjarnan notað sem forskeyti til áherslu og er þess skemmst að minnast að einn þingmaður af landsbyggðinni talaði fjálglega um orkanklúður ríkisstjórnarinnar í ákveðnu máli sem var til umræðu á Alþingi. 3.3 Tómatur Tómatplantan var meðal nytjaplantna þeirra sem bárust til Evrópu eftir landafundina. í dag er aldin plöntunnar, tómatur, hversdagslegur matur á borðum manna víða um heim og þar á meðal íslendinga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.