Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 74
72
Orð og tunga
Ritháttur orðsins hefur einnig verið með ýmsum hætti í þýsku.
Fyrstu heimildir um orðið í málinu eru frá 1601 en þar er ritmynd þess
spænsk, Tomates, ritháttur sem hélst allt fram á 19. öld. í einstaka heim-
ild fyrirfinnst rithátturinn Tomatl (17. öld) og Tomato (19. öld). Núver-
andi mynd orðsins er Tomate, en orðið mun upphaflega komið í málið
í gegnum frönskuna. Samkvæmt Palmer (1939:133) var tómatplant-
an upphaflega höfð sem skrautplanta í garði eða á heimilum fólks og
það er ekki fyrr en á 19. öld sem hún er nýtt sem nytjaplanta og aldin
hennar þá kallað dstarepli22 þar sem fólk trúði því almennt að neysla
þess yki kyngetu manna. Hins vegar hefst neysla aldinsins afar seint
í Norður-Evrópu miðað við það sem var á Ítalíu og á Spáni og hefur
það væntanlega verið sökum þess að menn trúðu því að plantan sem
og aldin hennar væru baneitruð.
Sænski orðsifjafræðingurinn Hellquist (1970:1202) telur að tomat
hafi borist inn í sænskuna í gegnum þýsku. Nationalencyklopediens ord-
bok (1995) telur hinsvegar að orðið sé komið inn í málið beint úr frönsk-
unni. Elsta dæmi þess er frá 1761 þegar það skýtur upp kollinum með
rithættinum tomates. Núverandi ritmynd orðsins, tomat, hefur verið
við lýði síðan 1853 (Hellquist 1970:1202; Nationalencyklopediens ordbok
1995) og ekki er ólíklegt að fyrir áhrif frönskunnar hafi endasérhljóðið
fallið brott, en í frönsku er það ekki borið fram; á hinn bóginn er það
gert í þýskunni.
Elsta ritmynd orðsins í dönsku er tomate en það kemur fyrir í ritinu
Den almindelige Natur-Historie, sem var þýtt af von Aphelen og gefið
út á sjöunda áratug 18. aldar. Á 19. öldinni varð rithátturinn tomat
almennur og er hann núverandi ritmynd tökuorðsins í dönsku (sbr.
ODS) og einnig í norsku. Samkvæmt norskum heimildum hefur orð-
ið haft viðdvöl í frönsku og þýsku áður en það var tekið inn í málið
(Bokmálsordboka).
Tökuorðið barst afar seint til íslands en fyrsta heimild um það í
íslensku er frá 1897, ef marka má Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans
(ROH). Dæmið, sem er úr Eldhúsbálki Kvennablaðsins, gefur til kynna
að um framandorð sé að ræða í málinu. Það er skrifað upp á dansk-
an máta, en sé það haft í huga að orðið mun líklega komið í málið í
gengum dönsku (sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989) þarf það ekki
21Pomme d'amour á frönsku, love-apple á ensku og kærlighedsæble á dönsku. Bjami
Sæmundsson nefnir „blóðrauð ástaraldin" í ferðapistlum sínum sem komu út árið
1942 (líw Idð og lög. Ferðapistlarfrá ýmsum tímum, bls. 271; sbr. ROH)