Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 74

Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 74
72 Orð og tunga Ritháttur orðsins hefur einnig verið með ýmsum hætti í þýsku. Fyrstu heimildir um orðið í málinu eru frá 1601 en þar er ritmynd þess spænsk, Tomates, ritháttur sem hélst allt fram á 19. öld. í einstaka heim- ild fyrirfinnst rithátturinn Tomatl (17. öld) og Tomato (19. öld). Núver- andi mynd orðsins er Tomate, en orðið mun upphaflega komið í málið í gegnum frönskuna. Samkvæmt Palmer (1939:133) var tómatplant- an upphaflega höfð sem skrautplanta í garði eða á heimilum fólks og það er ekki fyrr en á 19. öld sem hún er nýtt sem nytjaplanta og aldin hennar þá kallað dstarepli22 þar sem fólk trúði því almennt að neysla þess yki kyngetu manna. Hins vegar hefst neysla aldinsins afar seint í Norður-Evrópu miðað við það sem var á Ítalíu og á Spáni og hefur það væntanlega verið sökum þess að menn trúðu því að plantan sem og aldin hennar væru baneitruð. Sænski orðsifjafræðingurinn Hellquist (1970:1202) telur að tomat hafi borist inn í sænskuna í gegnum þýsku. Nationalencyklopediens ord- bok (1995) telur hinsvegar að orðið sé komið inn í málið beint úr frönsk- unni. Elsta dæmi þess er frá 1761 þegar það skýtur upp kollinum með rithættinum tomates. Núverandi ritmynd orðsins, tomat, hefur verið við lýði síðan 1853 (Hellquist 1970:1202; Nationalencyklopediens ordbok 1995) og ekki er ólíklegt að fyrir áhrif frönskunnar hafi endasérhljóðið fallið brott, en í frönsku er það ekki borið fram; á hinn bóginn er það gert í þýskunni. Elsta ritmynd orðsins í dönsku er tomate en það kemur fyrir í ritinu Den almindelige Natur-Historie, sem var þýtt af von Aphelen og gefið út á sjöunda áratug 18. aldar. Á 19. öldinni varð rithátturinn tomat almennur og er hann núverandi ritmynd tökuorðsins í dönsku (sbr. ODS) og einnig í norsku. Samkvæmt norskum heimildum hefur orð- ið haft viðdvöl í frönsku og þýsku áður en það var tekið inn í málið (Bokmálsordboka). Tökuorðið barst afar seint til íslands en fyrsta heimild um það í íslensku er frá 1897, ef marka má Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans (ROH). Dæmið, sem er úr Eldhúsbálki Kvennablaðsins, gefur til kynna að um framandorð sé að ræða í málinu. Það er skrifað upp á dansk- an máta, en sé það haft í huga að orðið mun líklega komið í málið í gengum dönsku (sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989) þarf það ekki 21Pomme d'amour á frönsku, love-apple á ensku og kærlighedsæble á dönsku. Bjami Sæmundsson nefnir „blóðrauð ástaraldin" í ferðapistlum sínum sem komu út árið 1942 (líw Idð og lög. Ferðapistlarfrá ýmsum tímum, bls. 271; sbr. ROH)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.