Orð og tunga - 01.06.2005, Page 75
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja
73
að koma á óvart. Það er hins vegar athyglisvert að orðið er í kven-
kyni: „Sósan er best úr nýjum eða niðursoðnum »tomater« sem fást
í búðum. »Tomaterne« eru skornar í bita og látnar í pott yfir eld með
smjörsneið og bituðum lauk". Af dæminu má vera ljóst að niðursoðnir
tómatar hafa verið seldir í búðum á íslandi undir lok 19. aldar og ekki
loku fyrir það skotið að orðið hafi þá þegar verið kumaugt í mæltu máli
og jafnvel að niðursuðudósirnar hafi verið merktar tomater því vænt-
anlega hefur verið um innflutta vöru að ræða þar sem tómatræktun
hófst ekki á íslandi fyrr en um 1930. Það er ekki útilokað að orðið hafi
verið tekið fyrr upp í íslensku en fram kemur af Ritmálsskrá Orða-
bókar Háskólans, en Ásgeir Blöndal Magnússon (1989) segir það hafa
borist í málið á 18. öld.
Elsta dæmi um núverandi rithátt tökuorðsins, tómatnr, er frá seinni
hluta 19. aldar. 1 dæminu kemur fram regluleg fleirtölumynd með u-
hljóðvarpi: „Á höfðinu bar hún stóra, flatbotna græna tágakörfu með
blóðrauðum tómötum" (ROH). Aðrar orðmyndir hafa skotið upp koll-
inum í tímans rás: tómati kemur fyrir í heimildum frá miðri 20. öld
og rithátturinn túmati er frá svipuðum tíma; í báðum tilvikum er um
karlkynsorð að ræða. Elstu dæmin um samsett orð, þar sem tökuorð-
ið myndar forliðinn, eru frá lokum 19. aldar. Ritmyndimar hafa á sér
erlent yfirbragð og kannski ekki að undra þar sem orðið er smíðað úr
tveimur tökuorðum: tómatosósa og tómatsouse. Rithátturinn tómatsós er
frá 1911 en elsta dæmi um núverandi ritmynd orðsins, tómatsósa, er
frá árinu 1938 (ROH).
3.4 Gúanó
„Gúanó er einfaldlega mykja", skrifar Halldór Laxness á einum stað
í Guðsgjafaþulu sinni (1972:158). Orðið guano, 'fugladrit, einkum sjó-
fugladrit, notað til áburðar', er upprunalega komið úr quechua, sem
var tungumál hins foma Inkaríkis og er enn aðalmál fjölmargra indí-
ána í Perú og víða í Andesfjöllunum,23 eða aymara, sem ásamt
spænsku er opinbert mál í Bólivíu, en æmaraindíána er einnig að finna
BQuechua er talað af rúmlega 5V2 miljón indíána, einkum í Perú þar sem það
hefur verið opinbert mál síðan 1975, en einnig er það talað í Ekvador og Bólivíu ásamt
því að vera notað í einhverjum mæli í Kólumbíu, Argentínu og Chile. (Diccionairo
Espasa. Lenugas del mundo 2002:371).