Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 76
74
Orð og tunga
í Perú (Buesa Oliver og Enguita Utrilla 1992:103).24 Fræðimenn eru
ekki á einu máli hver sé hinn upprunalegi ritháttur orðsins, en hann
mun hafa verið huanu eða wánu (sjá Buesa Oliver og Enguita Utrilla
1992:103; Corominas og Pascual 1991-1997:342.). í Perúkroniku sinni
frá 1554 lýsir Cieza de León fyrirbærinu, en elsta dæmið um orðið er
hins vegar að finna í frásögn spænska annálaritarans José de Acosta,
en verk hans var fyrst gefið út árið 1590. Þar gerir hann grein fyrir því
að í Perú sé áburður þessi kallaður guano og að hann sé nýttur víða í
landinu. Aburðinn sæki indíánar í stórum stíl út í eyjar og sker undan
ströndum landsins, eyjar sem eru svo drifhvítar af fugladriti að þær
virðast snævi þaktar (Acosta 2002:285; sjá Friederici 1960:276). Árið
1723 gerir Inca Garcilaso de la Vega athugasemdir við spænskan rit-
hátt orðsins í skrifum sínum, þar segir hann að guano skuli ritað huano
af því að í tungumáli Perúindíána sé g ekki til (Friederici s.st.).25
Orðið barst til Spánar með ritmyndinni guano; átta árum síðar skýt-
ur það upp kollinum í frönsku (TLF 1992); elsta dæmi orðsins í þýsku
er frá árinu 1601 (Palmer 1939:41) og nokkrum árum síðar, árið 1604,
er það notað í enskri þýðingu á verki José de Acosta (sbr. OED). Sam-
kvæmt heimildum mun orðið hafa borist milliliðalaust inn í þessi mál
og með spænska rithættinum guano og er merking þess 'fugladrit not-
að til áburðar'. Það er ekki ljóst hvenær fishguano, 'artificial manure,
especially that made from fish', kemur fyrst fyrir í enskri tungu
(OED),26 en hins vegar er elsta dæmið um Guano de poisson 'engrais
obtenu par broyage des possons desséchés' í frönsku frá 1958 (TLF
1992).
Upp úr 1840 hófst stórfelldur innflutningur á áburði frá Suður-
Ameríku til Evrópu, og væntanlega hefur það stuðlað að aukinni út-
breiðslu orðsins. Það líða hins vegar rúmar tvær aldir frá því José de
Acosta notar orðið í frásögn sinni þangað til það hefur hreiðrað um sig
í sænsku máli, en samkvæmt orðabók sænsku akademíunnar (SAOB)
barst orðið inn í málið í gegnum spænsku árið 1808. í elsta dæminu
er það skilgreint sem 'gulbrun, jordagtig massa, utan synnerlig smak:,
men af en egen lukt, lik: báfvergáll'. Samsetta orðið fiskguano, 'gödn-
24 í dag tala rúmlega 900 þúsund aymara í Perú, Bolivíu og Chile (Diccionairo Espasa.
Lenguas del mundo 2002:51).
:sHvorki í stafrófi ritmálsins né í hljóðkerfi talmálsins fyrirfinnst hið raddaða öng-
hljóð /g/ (Diccionario Espasa. Lenguas del mundo 2002:372).
26í heimildum frá 1844 og 1883 er fjallað um áburð úr fiskúrgangi en orðið sem slíkt
kemur ekki fyrir.