Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 88
86
Orð og tunga
inguna 'að hella'.15 Samkvæmt vitneskju okkar í dag er fyrrnefnda
rótin útilokuð. Hún hafði hvarfstigsmyndina *ghuH- sem í frumger-
mönsku hefði orðið að *gu- á undan morfemi sem hófst á samhljóði.16
Hins vegar hafði síðarnefnda rótin hvarstigsmyndina *ghu-, og ef við
myndum lýsingarhátt þátíðar af henni með -to- viðskeyti, er útkoman
*ghu-tó-, sem í frumgermönsku verður að *guáa, einmitt þeirri mynd
sem orðið um „guð" í germönskum málum er komið af. Til að átta sig
betur á merkingu þessa lýsingarháttar er rétt að líta eftir samsvörun-
um í skyldum málum.
Fornindverska varðveitir sagnir myndaðar af umræddri rót sem
notaðar eru í tengslum við trúarathafnir. í Rigveda, elzta fornind-
verska textanum, eru þær m.a. notaðar á þessa tvo vegu (með eða
án forskeytis): (1) andlag er vökvinn sem hellt er, hann stendur í þol-
falli; ef þiggjandinn, þ.e.a.s. hinn blótni guð, er nefndur, stendur hann
í þágufalli; (2) andlag er goðveran sem færð er fórn, hún stendur í
þolfalli; hér jafngildir merkingin 'að hella einhverjum'17 í raun merk-
ingunni 'að færa einhverjum dreypifórn'. Dæmi um hið síðarnefnda
(með breytingu germyndar í þolmynd) er: Agna áhuta 'ó, Agni, sem
hellt er (þ.e. sem færð er dreypifóm)'.18
Þess má geta að hettitíska hefur sagnliði af svipaðri gerð. Sögn-
in eku- 'drekka' tekur yfirleitt með sér þolfallsandlag, sem ekki að-
er að ræða, nánar tiltekið um rót sem endar á „laryngala", sbr. fornindversku rót-
arallómorfin hva- (Imatar- 'ákallari'), haví- (hávTman- 'áköllun') og hii- (hUmáhe 'vér
áköllum') < *ghueH-, *gheuH-, *ghuH-.
15Sú rót liggur t.d. fyrir í gr. xéa) 'ég helli' (< yéfio) < *ghéij-oli2, aór. mm. (3. p. et.)
exvro < *é-ghu-to.
16Sbr. find. hiitá- 'ákallaður' < frie. *ghuH-tó-. - Ekki væri hægt að gera ráð fyrir Dy-
bos lögmáli hér (sem skýrir stutt sérhljóð í stað langs í orðum eins og frgerm. *sunuz
'sonur' og *wiraz 'karlmaður' < *suHnús, *viHrós með áherzlu á næsta atkvæði á eftir
því er sætir styttingu, sbr. find. sUnú- og vTrá-), því það verkaði ekki í stöðu á undan
lokhljóði, sbr. t.d. ísl. húð, fe. hýd < frgerm. *húái- < *kuHtí- (sjá Jörund Hilmarsson
1985).
17Hér ber að athuga að í íslenzku getur sögnin hella (sem og dreypa) ekki tekið
með sér þolfallsandlag. Er það í samræmi við þá reglu að sagnir sem stjórna „hreyf-
anlegum andlögum" stýra þágufalli (sbr. ausa vatni, moka sandi, fleygja spýtu). Því
kemur upp ákveðið þýðingarvandamál, þegar leitað er íslenzkrar samsvörunar um-
rædds sagnliðs í vedísku. í þýðingunni hella einhverjum jafngildir þágufallið einhverj-
um beinu andlagi.
18Um ávarpsfall af Agnír ahutah eru sjö dæmi í Rigveda auk allnokkurra dæma um
aðrar fallmyndir. - Stofninn áhuta- er myndaður af forskeytinu Ú- 'hingað, að, til,...'
og sagnrótinni hav-/hu- 'hella'.