Orð og tunga - 01.06.2005, Qupperneq 92
90
Orð og tunga
kynsorðum,32 sbr. t.d. orðin locus 'staður' í latínu og KVKÁog 'hringur,
hjól' í grísku sem hafa tvenns konar „fleirtölu": locl og loca, kvkXoi og
kvkAjCc. Þess má geta að hvorugkyn íslenzku orðanna hvél og hjól, sem
upphaflega tilheyrðu sömu stofnmyndun og karlkynsorðið KVKÁog í
grísku, er orðið til við alhæfingu safnheitis í hlutverki fleirtölu. Safn-
heitið jafngilti hvorugkyni fleirtölu, og er eintalan var endurmynduð
til samræmis við það, var útkoman að sjálfsögðu hvorugkyn eintölu.33
- Það mætti nefna mörg dæmi um safnheiti sem leidd eru af karlkyns-
eða samkynsorðum.34 Ég læt þó nægja að benda á að í avestísku varð
sú myndun svo frjó hjá karlkenndum a-stofnum að hún leysti að miklu
leyti hina gömlu fleirtölu þeirra af hólmi, sbr. t.d. nf. flt. fornavest.
daéuua '(illar) vættir': daéuuátjhö (< indóír. *dajudsas).
Skýring þess, hvers vegna orðið um „guð" í germönsku var upp-
haflega hvorugkynsorð, er þríþætt:
1. Af forgermanska orðstofninum *g^u-tó-, sem í upphafi hafði
merkinguna 'sem færð er dreypifórn', síðar almennu merking-
una 'guðleg vera', var leitt safnheitið *ghu-táli2, sem táknaði
guðlegar verur í heild sinni. Safnheitið jafngilti hvorugkyni fleir-
tölu.
’2Reyndar einnig af kvenkynsorðum sem ekki voru mynduð með sérstökum kven-
kynsviðskeytum. í þessu sambandi ber að athuga að í eldri indóevrópsku voru mál-
fræðilegu kynin aðein tvö: samkyn og hvorugkyn. Þetta kynjakerfi á rætur sínar að rekja
til andstæðu orða sem táknuðu lifandi verur og orða sem táknuðu hluti og hugtök.
Síðar (þegar í indóevrópsku) þróaðist málfræðilegt kvenkyn og var hlutverk þess að
greina orð sem táknuðu kvenverur formlega frá orðum sem notuð voru um karlver-
ur. Þau viðskeyti sem notuð voru við myndun kvenkyns eiga uppruna sinn í kerfi
hvorugkynsorða. Þar höfðu þau það hlutverk að mynda safnheiti eða orð með óhlut-
stæðri merkingu. Þetta skýrir t.d., hvers vegna formleg samsvörun er ávallt á milli
nf. et. kvk. og nf. og þf. flt. hk. í sterkri beygingu lýsingarorða í íslenzku (og öðrum
indóevrópskum málum), sbr. góð/fögur (kona): góð/fögur (börn). - Kvenkynsorð sem
ekki eru orðmyndunarlega greind frá karlkynsorðum (sbr. móðir : bróðir) sýna leif-
ar hins forna kynjakerfis, þar sem samkyn stóð andspænis hvorugkyni (sjá Jón Axel
Harðarson 2001: § 3)
33Af indóevrópska karlkynsorðinu *kwékwl(h\)os 'hjól' var auk fleirtölunn-
ar *kwékwl(h\)ðs (*kwékwl(hi)oi) myndað safnheitið *kw ekwl(hi)áha (með breyttri
áherzlu), sem í frumgermönsku varð að *xweywlð > *xwewlö. Þessi mynd leysti
gömlu fleirtöluna af hólmi. í kjölfarið varð eintalan hvorugkennd, þ.e. *xweywlaz ->
*Xwexwlan. Síðar klofnaði beygingardæmið et. *xwexwlan : flt. *xwewlö í tvö orð. Þessi
klofningur kemur fram í hliðarmyndunum hvél og hjól í íslenzku (hvél < *ywey}w'>la,
hjól < *xfw>jól < *xwewla; sbr. Noreen 1923: § 317 aths. 2 og § 235 aths. 3).
34Allnokkur dæmi eru tilfærð hjá Jóni Axel Harðarsyni 1987: 79-81.