Orð og tunga - 01.06.2011, Side 11
Gunnlaugur Ingólfsson
/
Asgeir Blöndal Magnússon
Ásgeir Blöndal Magnússon var fæddur 2. nóvember árið 1909 að
Tungu í Auðkúluhreppi í Arnarfirði, Tungu í Kúluþorpi, eins og
hann orðaði það sjálfur í æviágripi samtímamanna (Jón Guðnason
et. al. 1965:50). Foreldrar hans voru Lovísa Halldóra Friðriksdóttir
ljósmóðir og Magnús Sigurðsson verkamaður og sjómaður. Ásgeir
ólst upp þar í Arnarfirði og á Þingeyri í Dýrafirði. Móðir Ásgeirs
var úr Grímsey og átti rætur í Norður-Þingeyjarsýslu. Hún hafði
á yngri árum dvalist hjá Ásgeiri Blöndal lækni, sem um hríð var
héraðslæknir í Þingeyjarsýslu, átti til skyldleika við hann að telja
og hefur líklega kynnst ljósmóðurstörfum þar. Halldóra lauk prófi í
ljósmóðurfræði í Reykjavík árið 1906 (Björg Einarsdóttir 1984:242).
Magnús, faðir Ásgeirs, var Snæfellingur og Breiðfirðingur að upp-
runa. Eg hef ekki aflað mér frekari fróðleiks um ættir þessa fólks, en
get þó bætt því hér við að Magnús, faðir Ásgeirs, og skáldið Jóhann
Gunnar Sigurðsson (1882-1906) voru systkinasynir og Ásgeir og
Jóhann Gunnar því af öðrum og þriðja. Lovísa Halldóra, móðir Ás-
geirs, og Ásgeir Blöndal læknir voru af þriðja og fjórða. Ásgeir sonur
hennar bar nafn hans.
Ásgeir hóf nám við Gagnfræðaskólann, síðar Menntaskólann á
Akureyri 1926, en auðnaðist ekki að ljúka stúdentsprófi að sinni því
að honum var vikið úr skóla vegna stjórnmálastarfsemi skólaárið
1930-31 og hætti þá skólanámi um hríð.1 Hann ílentist nyrðra og
stundaði ýmis störf svo sem síldarvinnu á sumrum, blaðamennsku
og stjórnmálastarfsemi. Árið 1942 tók hann stúdentspróf utanskóla
frá Menntaskólanum á Akureyri og innritaðist sama haust í Háskóla
Islands og hóf þar nám í íslenskum fræðum og lauk cand. mag.-prófi
1 Olafur Grímur Bjömsson (2001) hefur rakið þetta brottrekstrarmál í Árbók Þing-
eyinga 2001, bls. 40-48.
Orð og tunga 13 (2011), 1-9. © Stofnun Ama Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.