Orð og tunga - 01.06.2011, Side 13
Gunnlaugur Ingólfsson: Ásgeir Blöndal Magnússon
3
í Ríkisútvarpinu. Af öllu þessu starfi varð Ásgeir stórlega fróður um
íslenskan orðaforða og mun vart ofmælt að hann hafi verið fróðastur
manna á því sviði um sína daga.
Ásgeir Blöndal var því vel undir búinn, þegar hann hóf að birta
á prenti greinar og ritgerðir um íslenska málfræði. Hann kvaddi sér
fyrst hljóðs sem málfræðingur, svo að mér sé kunnugt, með ritdómi
sem birtist í tímaritinu Arkivfór nordiskfilologi árið 1950 og fjallaði um
nýútkomið verk eftir Ferdinand Holthausen (1948), Vergleichendes und
etymologisches Wörterbuch des Altivestnordischen. Ritdómurinn er skrif-
aður eða þýddur á þýsku. Þarna kemur Ásgeir fram sem menntaður
málfræðingur, sérhæfður í orðsifjum með mikinn fróðleik og lærdóm
á valdi sínu. Stíllinn og andinn er mjög sá sami og fram kemur þegar
hann ritar á móðurmáli sínu, röksemdafærslan og gagnrýnin, ábend-
ingar og úrlausnir komast til skila, og fæmi hans að hafa einatt á
takteinum gnótt dæma að grípa til, jafnt úr fornu máli sem nýju, af
bókum eða úr mæltu máli, kemur vel fram.
Á þessum árum var enginn eiginlegur vettvangur á íslandi fyrir
fræðilegar umræður um málfræði. Að vísu birtust málfræðileg skrif,
en þau voru lengstum á víð og dreif, stundum í einstökum heftum,
nánast eins og einkaprent, utan allrar eiginlegrar, reglubundinnar
útgáfu. Það var helst í Skírni að eitthvað málfræðikyns birtist, nokk-
uð kom út í Ritum Vísindafélags íslendinga, og í ritröðinni Studia
Islandica - íslenzk fræði, sem Sigurður Nordal hóf að gefa út á 4. ára-
tug síðustu aldar, birtust ritgerðir, m.a. prófritgerðir háskólanema í
málfræði. Afmælis- og heiðursrit voru að vísu vettvangur þar sem
eitthvað birtist um málfræðileg efni, en í hinni þrískiptu grein ís-
lenskra fræða bar þar mest á sagnfræði, textafræði og bókmenntum.
Undir lok 6. áratugar síðustu aldar hóf tímaritið Islenzk tunga göngu
sína og kom út í sex árgöngum á tímabilinu 1959-65 að útgáfan féll
niður. Rit Árnastofnunar, Gripla, frá 1975, flutti málfræðiritgerðir,
a.m.k. framan af, og árið 1979 hóf tímaritið Islenskt mál að koma út
og síðan rit Orðabókar Háskólans, Orð og tunga, 1988 svo að segja má
að síðastliðinn aldarþriðjung hafi verið vettvangur fyrir málfræðiskrif
hér innanlands.
Þetta er í stórum dráttum sá veruleiki sem íslenskir málfræðingar
bjuggu við lengi vel eftir síðari heimsstyrjöld. Ásgeir Blöndal birti
skrif sín á þessum vettvangi: hann skrifaði í Skírni og íslenzka tungu,
hann birti greinar í afmælisritum á 6., 7. og 8. áratugnum og hann
birti greinar í íslensku máli nánast fram í andlátið.
Málfræðiskrifum Ásgeirs má skipta í tvo meginflokka sem nefna