Orð og tunga - 01.06.2011, Side 15
Gunnlaugur Ingólfsson: Ásgeir Blöndal Magnússon
5
(Berichtigungen und Zusátze), og þar er vitnað til ritdóms Ásgeirs í
Skírni og íslenzkri tungu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á hverri
síðu, oftar en til nokkurs ritdómara annars.
Annar meginþáttur orðfræðiskrifanna er bálkur í Islenzkri tungu
sem nefndist „Úr fórum Orðabókarinnar". Hann hóf göngu sína í 2.
árgangi tímaritsins og sá Ásgeir einn um þennan þátt framan af, en í
5. og 6. árgangi var samstarfsmaður hans, Jakob Benediktsson, mætt-
ur til leiks. í Nokkrutn inngangsorðum að fyrsta þættinum nefnir Ásgeir
að byggt sé á útvarpsþættinum „íslenzkt mál" sem þá var í umsjón
starfsmanna Orðabókar Háskólans. Hann nefnir það enn fremur að
þetta efni sé birt
... hér, bæði í þakklætis og viðurkenningar skyni við heimildarmenn
okkar fyrir þann fróðleik, sem þeir hafa miðlað, og eins til að leggja
áherzlu á hitt, hve ríkt íslenzkt nýmál er að fomri arfleifð og getur
oft brugðið birtu á torráðin orð og „myrkva stafi" fornra bóka. Þetta
er atriði, sem ýmsir erlendir lærdómsmenn í norrænum fræðum
hafa naumast glöggvað sig nægilega á - og reyndar má segja, að við
höfum ekki heldur gert það sjálfir. (íslenzk tunga 1960:61.)
Þátturinn „Úr fórum Orðabókarinnar" samanstendur af fremur stutt-
um pistlum um einstök orð og orðasambönd. Raktar eru heimildir
orðanna sem stundum eru úr síðari alda ritum, t.d. rímum eða öðrum
kveðskap, en einnig er um að ræða einangruð orð og orðmyndir úr
gömlum orðabókum eða orðasöfnum í handritum. Einnig hafa heim-
ildarmenn miðlað orðabókarmönnum ótilkvaddir einhverju sem þeir
höfðu engin dæmi um áður. Þessu efni hefur þá verið komið á fram-
færi við hlustendur þáttarins „íslenzkt mál", oft eitthvað talað í kring-
um orðið og heimildirnar eða hlustendur spurðir beint án þess að
nokkuð fleira sé sagt að sinni. Pistlarnir, sem birtust í íslenzkri tungu,
eru svo afrakstur spurninga og eftirgrennslana, greinargerð um út-
breiðslu orðsins og síðan ættrakning, eftir ástæðum, ef orðstofninn
á sér einhvern frændgarð í málinu. Oftar en ekki tekst Ásgeiri að
bregða birtu á „torráðin orð og „myrkva stafi" fornra bóka" eins og
hann kemst að orði í tilvitnuninni hér á undan. Eg nefni t.d. pistlana
um orðin roppugoð og trýja úr orðabók Guðmundar Andréssonar sem
Ásgeir fjallar um í fyrsta þættinum í 2. árgangi íslenzkrar tungu. Enn
fremur úr öðrum þætti í 3. árgangi tímaritsins pistlana tasaldi og tas-
aldalegur og ekki síst hinn afar fróðlega þátt um orðin púa, oggþóa og
ofþóa.