Orð og tunga - 01.06.2011, Page 17
Gunnlangur Ingólfsson: Ásgeir Blöndal Magnússon
7
þeim íslensku orðum sem til hennar eru rakin og enn fremur eru talin
þar skyld orð í norrænum grannmálum og öðrum germönskum og
indóevrópskum málum. Eins og gefur að skilja varð bók þessi aldrei
almenningseign á íslandi.
Islensk orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon er hefðbundin
orðsifjabók um eitt mál og orðunum er raðað í venjubundna stafrófs-
röð. Orðaforðinn er frá öllum skeiðum íslensks máls, frá fornmáli til
nútímamáls. Höfundur hefur, eins og hann segir í formála (1989:xix-
xx), leitast við að tengja hvert íslenskt orð sem flestum samsvarandi
eða skyldum orðum og orðmyndum úr öðrum norrænum og germ-
önskum málum og ber þau einnig saman við orð úr fjarskyldari indó-
evrópskum málum. Hann hefur haft úr mun ríkari heimildum að
moða en Alexander þar sem um söfn Orðabókar Háskólans var að
ræða yfir orðaforðann frá siðskiptatímunum til okkar daga. Enn frem-
ur nýtti hann sér hið mikla safn orða úr mæltu máli sem er til orðið í
sambandi við þáttinn Islenskt mál í Ríkisútvarpinu eins og vikið var
að hér á undan. Enda er það svo að í orðsifjabók Ásgeirs er fjöldi orða
sem ekki hefur komist í orðabækur áður og er nú fjallað um í fyrsta
sinn á orðsifjafræðilegan hátt. Ásgeir víkur sérstaklega að tökuorð-
unum (1989:xx) sem reynst hafi nokkuð erfið viðfangs. Þótt alloft hafi
tekist að ráða í hvaðan þau séu runnin vanti alla nánari rannsókn
á ferli þeirra. Hann drepur enn fremur á nokkur erlend staðanöfn,
þjóða- og þjóðflokkaheiti, nútíma borga- og ríkjaheiti, svo og manna-
nöfn og er þetta mest til gamans gert" (1989:xx). Orðsifjabókin varð
nánast metsölubók þegar hún kom út í byrjun nóvember 1989. Hún
var endurprentuð í desember sama ár og síðan hafa komið út tvær
prentanir í viðbót.3
En Ásgeir sinnti fleiri sviðum íslensks máls en uppruna og örlög-
um orða. Þetta er hinn annar þáttur rannsókna hans sem hér hefur
verið nefndur málfræðigreinar. Orðsifjafræðingurinn þarf að kunna
góð skil á hinum ýmsu greinum málfræðinnar, svo sem hljóðfræði,
hljóðkerfisfræði, beygingar- og orðmyndunarfræði og merkingar-
fræði. Ásgeir hafði tileinkað sér klassískan lærdóm á öllum þessum
sviðum og með fram orðsifjarannsóknum sínum gerði hann ýmsar
athuganir og rannsóknir, bæði hljóðsögulegar og orðmyndunar-
legar og birti nokkrar greinar á því sviði. Hér má nefna hina elstu,
„Endurtekningarsagnir með í-viðskeyti í íslenzku" sem birtist í
Afinæliskveðju til próf dr. phil. Alexanders Jóhannessonar (1953). Enn
3 3. prentun kom í apríl 1995 og 4. prentun (ranglega nefnd 3. prentun) í mars
2008.