Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 18
8
Orð og tunga
fremur má nefna upphafsgreinina í fyrsta árgangi íslenzkrar tungu
(1959), „Um framburðinn rd, gd,Jd". Þessar greinar og fleiri eru endur-
prentaðar í greinasafni hans, Ur fórum orðabókarmanns (sbr. nmgr. á
bls. 6).
Allar ritsmíðar Asgeirs bera vönduðum vinnubrögðum vitni: ítar-
leg efnissöfnun, nákvæm úrvinnsla og yfirsýn yfir viðfangsefnið. Allt
sem hann ritaði, er á góðu og vönduðu máli, án allrar tilgerðar í stíl,
einlægt með því lagi að forvitni og áhuga vekur.
Ásgeir Blöndal naut viðurkenningar og virðingar fyrir fræðistörf
sín. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi íslendinga árið 1969 og
hann var sæmdur doktorsnafnbót í heiðurs skyni við heimspekideild
Háskóla íslands árið 1986.
Ásgeir var hæglátur í framkomu og laus við að hafa sig mjög í
frammi. Hann var hins vegar félagslega sinnaður, eins og áður hefur
komið fram, og lét til sín taka í félagsmálum fræðanna. Hann var t.d.
einn af stofnendum Félags ísl. fræða og fyrsti formaður þess.4 Hann
sótti samkomur, fundi og fyrirlestra reglulega alla tíð. Enn fremur
kenndi hann gotnesku við heimspekideild Háskólans um árabil og
kynntist fjölmörgum stúdentum sem hann umgekkst innan og utan
kennslustofu. Hann var mjög góður samstarfsmaður, þægilegur í um-
gengni og gott að leita til hans með álita- og viðfangsefni. Við sem
unnum með honum minnumst hans sem góðs félaga og vinar.
Heimildir
Afmæliskveðja til próf. dr. phil.Alexanders jóhannessonar háskólarektors 15. júlí
1953 frá samstarfsmönnum og nemendum. [Reykjavík]: Helgafell.
Alexander Jóhannesson. 1956. Islandisches etymologisches Wörterbuch. Bern:
Francke Verlag.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1950. Ferdinand Holthausen: Vergleichendes
und etymologisches Wörterbuch des Altwestnordischen. [Ritdómur] Ar-
kivfór nordiskfilologi. LXV 1950, bls. 116-30.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1957. 1959. 1960-61. [Ritdómur] Jan de Vries:
Altnordisches etymologisches Wörterbuch. Leiden: E.J. Brill 1957-61.
Skírnir CXXI (1957), 236-41. íslenzk tunga. 1. árgangur 1959, 153-68. /s-
lenzk tunga. 3. árgangur 1961-62,121-34.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1959. Um framburðinn rd, gd, fd. íslenzk tunga
1:9-25.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. [Reykjavík]: Orðabók
Háskólans.
4 Sjá íslenzk tunga 1959:169.