Orð og tunga - 01.06.2011, Side 64
54
Orð og tunga
Jakob Benediktsson skrifaði um orðasöfnun Hallgríms í Andvara
(1969:96-108) en minnist þar ekki á handritið Lbs. ÍB 359 4to og
ekki er að sjá að það hafi verið nýtt til orðasöfnunar fyrir Orðabók
Háskólans.
3 Greinar úr bókstafnum s
í kveri I, sem þegar hefur verið nefnt, eru blöð með yfirskriftinni
„Uppkast til lexici barbarismorum in lingua Isl.", þ.e. orðabókar með
aðskotaorðum í íslensku. Fyrst er listi með orðum úr s-i sem hefst á
Saft og endar á Samstilla. íslensk skýring er við flest orðin og dönsk
orð í sviga við sum þeirra. Síðan taka við nokkur orð í hreinriti. Fyrsta
orðið er sabbat en síðasta orðið er sögnin sjá. Hér verða sýnd nokkur
dæmi:
Sabbat kl.2 (d. Sabbat). Þetta orð er upprunalega ebreskt, og þýðir
helgidaga Gyðinga. En Laugardagarnir vóru það hjá þeim sem
Sunnudagamir hjá oss. Sabbatsdagur; kk. sama sem: sabbat; hvíldar-
dagur, helgidagur.
Saffían kl. (d. Safian). Þannig nefna menn einskonar elt og lítið skinn,
geta þau verið með ýmsum litum. Skinna tegund þessi kallast og
Maroquin (frb. marókeng), og dregur þá nafn sitt af bænum Marokko
á Vallandi. Gætum vér því, ef vill, kallað skinn þessi: Marokkuleður
eða Marokkuskinn. Héðan er og komið: saffíansband kl., (d. Safi-
ansbind) um bækur í Marokkuleðri. Saffíansskinn kl. = saffían;
saffíansskór kk. (d. Safianssko) skór úr Marokkuleðri o.s.frv.
Safran e. saffran (d. Safran). Orð þetta þýðir upprunalega útlenda
jurt nokkra (crocus sativus), en líka þýðir það: lit þann er fá má úr
jurtinni sjálfri. Litur þessi er gulrauður. Héðan er og: saffranlitur kk.
(d. Safranfarve); saffrangulur l.o. (d. safrangul) þ.e. gulrauður.
Saft kvk. (d. Saft) vökvi. Orð þetta er haft um allskonar vökva í
dýrum og hlutum, og lög eða safa í gröfum; eins og sjá má af l.o.
saftfullur (d. saftfuld) vökvamikill; sá sem mikill lögur er í eða safi.
Sagl kl.; ísl. högt. Danska orðið Sagl þýðir upprunalega munnvatn,
eða slefa á börnum, en vér höfum líkl. aflagað merkingu þess, því
að okkar sagl sé hið afbakaða Sagl Dana má sjá af sögninni sagla (d.
2 Skammstöfunin kl. virðist notuð um hvorugkynsorð, þ.e. kynlaust orð.