Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 65
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
55
sagle), högta, reka í þúfurnar. Sagle er: „at lade Saglet, Spyttet flyde"
Molbech.
Samanhengi e. samhengi kl. (d. Sammenhæng); niðurröðun, skipu-
lag, skipun. Þaðan er: samhengislaus l.o. (uden Sammenhæng);
óskipulegur, ruglingslegur - það er ekkert samh. í því = það var alt
á sundrúngi, það var endileysa ein.
Samsíða og samsíðis (d. samsidig); samhliða, jafnframt — að gánga
samsíða = að gánga jafnframt einum, jafnhliða, samhliða.
Sans kk. (d. Sands, lat. sensus); skilníngur; skynsemi; greind; greind-
arkraptur. Af þessu orði höfum vér myndað mörg önnur, t.a.m.
sansa s. (d. sandse), skilja - að sansa sig = gæta sín, koma til sjálfs
sín; sanslaus l.o. (d. sandselös), skynlaus, skilningslaus.
Sápa kvk. (d. Sæbe). Þetta orð hefur flutst til vor með þeim hlut, er
það táknar, og gætum vér ef til vill kallað það þvottahvítu, trafa-
hvítu.
Setja s. (d. sætte) er ekki rétt mál í þeim talshætti: að gjöra ráð fyrir
(þ.e. setjum svo); að setja af t.a.m. um embættismann: hann var settur
af (og: afsettur, s.þ.o.3), honum var vikið frá embætti.
Sigta s. (d. sigte) 1) sálda, vinsa; sigta kol, sálda kol, að sigta einn,
veiða einn. 2) miða - sigta (á fugl), miða, gjöra hæfing til. Sigtaður
l.o. (sigtet) sáldaður, vinsaður, hreinsaður. sigti hvk. (d. sigte) 1)
mið, skotmark, mark - sigti á byssu, mið, skotvísir, að hafa í s., ætla
sér, miða á. 2) sáld.
Sjá s. (d. see) er danska í þessum talsh. Sjá til, vita, reyna - sjá til með
einum.
Hvorki sabbat né saffían eru flettur hjá BH en safran hefur hann og er
skýringin annars vegar 'crocus' á latínu en 'safran' á dönsku. Hann
hefur flettuna saffranóttur, sem ekki er hjá Hallgrími, og er skýringin
'croceus; safrangul'. - Um saft stendur aðeins hjá BH 'succus; Saft'. Sagl
er fletta hjá honum og er danska skýringin 'ubehændig og forgjæves
Saven, Filen'. Samhengi hefur hann ekki en við samsíða stendur aðeins
'tæt ved Siden'. Sans er ekki fletta en við sápa stendur aðeins 'Sæbe'.
3 s.þ.o. = sjá það orð