Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 66
56
Orð og tunga
Sagnirnar setja, sigta og sjá eru allar flettur hjá Birni. Undir sjá er ekki
tekið með sambandið að sjá til.
ABIM fjallar um flestöll orðin í orðsifjabókinni. Aðeins vantar sain-
anhengi (samhengi) og samsíða (samsíðis) vegna þess að hann hefur
valið að taka ekki með augljósar samsetningar án þess að geta þess
sérstaklega. Sabbat aldurssetur hann frá 16. öld sem tökuorð úr
biblíumáli, safian eða saffian merkir hann „(nísl.)" en sú skammstöfun
er oft notuð um orð frá 19. öld og yngri. Merkinguna segir hann vera
'mjúkt, litað geitar- eða sauðskinn'. Hann telur orðið tökuorð úr
dönsku, eins og Hallgrímur, en upprunalega sé það ættað úr pers-
nesku sachtiján 'geitarskinn'. Safran telur ÁBIM tökuorð úr miðlág-
þýsku safrán en nefnir ekki dönsku sem millimál. Hann lítur ekki
á saft sem tökuorð heldur samgermanskt. Sögnina að sagla merkir
hann 17. öld og gefur merkinguna 'sarga, skera; stagla, þjarka' og
við sagl merkinguna 'sarg; stagl, þjark, þrábeiðni' og tengir bæði
orðin sögninni að saga. Hann lítur því ekki á þessi orð sem tökuorð.
Sans telur ÁBIM danskt tökuorð frá 18. öld, sápu líklega tökuorð úr
fornensku. Hann fjallar sjaldan um föst sambönd og tekur því ekki
afstöðu til sambandanna setja af og sjá til. Sigta og sigti eru tökuorð úr
dönsku frá 16. öld samkvæmt ÁBIM.
Drög Hallgríms að greinum um aðkomuorð og ýmsar athugasemdir
á víð og dreif í listunum eins og „málleysa", t.d. við orðin dessast, dont
og dund (sjá 4. kafla) benda til að Hallgrímur hafi fremur ætlað sér
að skrifa málhreinsunarbók en eiginlega tökuorðabók með orðsifjum.
Hann leggur til íslensk orð í stað þeirra sem hann telur til aðkomuorða.
Þó finnst honum ástæða til að taka fram við orðið böðull, sem hann taldi
til aðkomuorða, að Jónas Hallgrímsson hafi notað það. Hann skrifar:
„Böðull, d. Boddel, ísl. hríshaldari. Þó segir J. Hallgrímsson: Hvort er
þér nú böðull - Hikarðu böðull - náfölur böðull." Hallgrímur er að
vísa til lokaerindisins í kvæðinu Dagrúnarharmur (Jónas Hallgrímsson
11989:88):
Hvurt er þér nú, böðull!
hungur í augum?
Bregðið mér bráðlega
bandi fyrir sjónir.
Hikarðu, böðull!
blómknapp að slá?
náfölur böðull
Neyttu karlmennsku.