Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 67
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
57
Það er eins og Hallgrími finnist að ekki megi hafna orðinu alveg
þar sem Jónas hafi notað það í þýðingu sinni á þessu ágæta kvæði
Friedrichs Schillers sem er meðal þeirra ljóða sem Jónas vann að á
árunum 1826-1832 samkvæmt útgáfu Svarts á hvítu sem áður er
vitnað til.
Af listunum sést að Hallgrímur átti talsverða vinnu eftir ef hann
stefndi að útgefinni orðabók. Skýringar vantar við fjölmörg orð sem
hann hefur skráð hjá sér og sést það vel í þeim stafköflum sem skoð-
aðir verða í 4. og 5. kafla.
4 Stafkaflinn d
Orð sem hefjast á d eru 81 og skrifuð í kver Hallgríms Schevings (hér
eftir HSch) nr. II. Ég bar þau saman við orðabók Björns Halldórssonar
annars vegar og Islenska orðsifjabók Asgeirs Blöndals Magnússonar
hins vegar. Af þessu 81 orði voru 33 bæði hjá BH og ÁBIM og lít ég á
þau fyrst. 13 voru hjá ÁBIM en ekki BH og 14 hjá BH en ekki ÁBIM.
Afgangurinn, eða 21 orð, var hvorki hjá ÁBIM né BH (sjá töflu 1).
Minnt er á að dönsku skýringarnar í BH eru frá Rasmusi Kristjáni
Rask.
HSch BH ÁBIM
Orð hjá öllum 33 33 33
Orð hjá HSch og BH 14 14
Orð hjá HSch og ÁBIM 13 13
Orð hvorki hjá BH né ÁBIM 21
Alls 81 47 46
1. tafla: Orð úr bókstafnum d.
4.1 Orð sameiginleg HSch, BH og ÁBIM
Orðin 33 sem fundust bæði hjá BH og ÁBIM voru: dans, dansa, dára,
dári, dárlegur, dask, daska, deila, dempa, dessast, dikta, diktur, ditta, dofn-
íngi, dokka, doppa, dornik, dorra, dós, dosa, dosk, doska, drengur, dreyssugur,
drífa, dróg, drussi, dund, dunda, dýngja, dýrka, dyst, dægilegur.4
Nafnorðið dans skýrir HSch með 'leikur' og sögnina að dansa með
'leika'. BH hefur bæði nafnorðið og sögnina sem flettu.5 ÁBIM telur
4 Röðin á flettunum er hin sama og í handriti HSch og stafsetningu er haldið.
5 Latneskum skýringum BH var sleppt nema í undantekningartilvikum en þær má
nálgast í orðabókinni.