Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 68
58
Orð og tunga
þau gömul tökuorð úr miðlágþýsku dans sem aftur hafi tekið orðið að
láni úr fornfrönsku danse.
Við sögnina dára skrifar HSch: „d. daare; ísl. gjöra gis að einum".
Sama merking er gefin bæði hjá BH og ÁBIM. Sögnina telur ÁBIM
tökuorð úr miðlágþýsku bedören 'gabba, hafa að fífli'. Hún er gömul
í málinu. Báðir hafa einnig nafnorðið dári í sömu merkingu og HSch.
Oskylt er lýsingarorðið dárlegur sem bæði BH og ÁBIM hafa sem
flettu. í Rm eru dæmi allt frá miðri 16. öld. Við það skrifar HSch: „(l.o.)
daarlig; ísl. heimskulegur". BH gefur dönsku skýringuna 'daarlig,
taabelig' og ÁBIM 'slæmur, lélegur'. Hvorugur er því með nákvæm-
lega sömu skýringu og HSch. Orðið er tökuorð úr dönsku dárlig.
Nafnorðið dask skýrir HSch með: „d. ísl. högg" og sögnina að daska
með „d. daske; ísl. berja". BH telur orðin komin úr ensku: „angl. dash,
Dask, Slag" og „angl. to dash, slaar, dasker" og er sú skýring hugsan-
lega frá Rask. ÁBIM nefnir ekki þann möguleika en telur nafnorðið
og sögnina tökuorð úr dönsku. Hann telur að daska sé „e.t.v. tökuorð í
norrænum málum, komið sunnan að, en þó nokkuð gamalt." Ástæða
virðist þó til að gefa skýringunni í BH gaum. í orðsifjabók Skeats
(1980:128) er flettan dash tengd lágþýsku 'berja, hirta' sem sé skyld
dönsku daske 'slá' og sænsku daska 'berja'. Að sömu niðurstöðu kemst
Katlev í nýlegri danskri orðsifjabók (2000:172). Rm hefur stakdæmi
bæði um sögnina og nafnorðið frá 19. öld.
Sögnina að deila skýrir HSch: „d. dele; ísl. skipta". í BH hefur sögnin
þrjár merkingar og á sú fyrsta 'deler, adskiller' við þá sem HSch hafði
í huga. ÁBIM gefur merkingarnar 'skipta, greina (í sundur); þræta ...'
og lítur á sögnina sem samgermanska. í Rm eru dæmi allt frá miðri
16. öld.
Við dempa skrifar HSch: „d. dæmpe; ísl. sefa". BH gefur merking-
una 'dæmper, neddrysser' og ÁBIM 'draga úr, sefa, bæla niður'
og hefur elst dæmi um sögnina frá 17. öld. Elsta dæmi í Rm er frá
upphafi 18. aldar og er dæmi ÁBIM líklegast úr orðabók Guðmundar
Andréssonar frá 1683. Þar stendur: „At dempa / refrænare, cohibere,
coercere, á dempsi" (1999:33). ÁBIM lítur á sögnina sem tökuorð úr
dönsku dæmpe sem aftur hafi þegið hana úr miðlágþýsku.
Sú athugasemd er við sögnina dessast hjá HSch að hún sé „málleysa"
í merkingunni 'skammast'. í BH eru gefnar tvær merkingar 'pejorari,
forværres' og '2) collitari, besudles'. ÁBIM hefur sömu merkingar,
þ.e. 'versna, óhreinkast'. Hann hefur einnig myndina dessa í sam-
böndunum dessa á 'hasta á' og dessa niður 'bæla niður' og er hún nær
merkingu HSch. í Rm eru aðeins tvær heimildir. Önnur er um dessa