Orð og tunga - 01.06.2011, Page 70
60
Orð og tunga
Merking HSch við dornik er 'skinnvefjur'. BH hefur allt aðra merk-
ingu við hvorugkynsorðið dornik, þ.e. 'Syngen, Spillen'og er það einn-
ig elsta heimild í Rm. Hann gefur einnig dornikur í kvenkyni fleirtölu í
merkingunni 'et Par stive Stovler, Vandstovler'. Sama gerir Ásgeir og
hefur reyndar hliðarmyndirnar dornikar og dorningar í karlkyni sem
bæði eru í Rm merkt 20. öld. Flettuna merkir ÁBIM 18. öld og segir
merkinguna vera 'einsk. skinnsokkar'. Aldurinn á við kvenkyns-
myndina dornikur sem nefnd er í orðabók Jóns Árnasonar biskups
frá 1738 (1994:229). Orðið á upphaflega við fótabúnað duggara frá
Doornik í Belgíu.
Við dorra gefur HSch merkinguna 'halarófa' en nefnir ekki hvaðan
hann telji orðið komið. BH hefur orðið sem flettu og gefur merkinguna:
'conus, lignum porrectum, et langt smalt Træ; it. en udstrakt Længde'. í
viðbót við endurútgáfuna er bætt við athugasemd frá Birni (1992:106)
sem áður var prentuð í Bibliotheca arnamagnæana (XXIX:115):
(Dorra er alkunnugt ord um hvöm uppriettann og oflangan hlut
enn alltid comtemptuose. Ovingiarn madur kinne seigia vid mig ef
honum þikir eg havaxin „þu ert mikil dorra uppi loptid". So seigi
eg vid annan mann „stafur þinn er mikil dorra, eins og klackurenn i
klifberanum, og so er rekid á bát þínum".)
Hann hefur því ekki þekkt merkinguna 'halarófa'. ÁBIM getur hins
vegar ýmissa merkinga og telur að hin sundurleitu tákngildi séu öll
af sama toga en óljóst sé hver upphafleg merking hafi verið. I Rm eru
fjórar heimildir og er hin elsta viðbótin við orðabók BH.
Engin merking er gefin við dós hjá HSch. BH hefur merkinguna 'en
Daase' og sama er að segja um ÁBIM sem hefur elst dæmi um orðið
frá 17. öld eins og Rm. Hann telur dós tökuorð úr gamalli dönsku sem
aftur hafi þegið orðið úr lágþýsku döse.
HSch telur sögnina dosa hliðarmynd af dasa og að íslenska orð-
ið sé 'þreyta'. BH vísar einnig í dasa. ÁBIM hefur sögnina undir
nafnorðinu dos en vísar ekki í dasa. Hann virðist líta á hana sem
samnorræna. í Rm er aðeins eitt dæmi um sögnina frá upphafi 19.
aldar en nokkur um nafnorðið dos, hið elsta frá upphafi 20. aldar. í
ODS er sögnin ddse fletta í merkingunni 'vera þreyttur' og vísað er
í fornnorrænu dæsask í sömu merkingu og lýsingarorðin dæsinn og
dásinn 'sljór, latur'.
Engin merking er gefin við nafnorðið dosk og sögnina að doska hjá
HSch. BH segir merkingarnar vera 'Toven, Nolen' og 'sinker, opholder
mig, tover'. ÁBIM hefur elst dæmi um dosk frá 17. öld í merkingunni