Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 72
62
Orð og tunga
að orðin tengjast þýsku sögninni tun 'gera' en rithátturinn styður að
orðið sé komið úr lágþýsku þótt skyldleiki sé við tun í háþýsku.
HSch lítur svo á að dýngja sé sama orð og danska orðið dynge.
Hann nefnir í stað þess íslenska orðið hrúga. Bæði BH og ABIM hafa
þá merkingu í orðinu en það er gamalt og uppruni er umdeildur.
Við dýrka skrifar HSch: „dýrka jörðina, sjóin<n>, vísindin o.s.frv.
d.; ísl. er að dýrka guð". BH hefur flettuna dyrke og gefur merkinguna
'dyrker, rogter med Omhyggelighed; it. Tilbeder, ærer'. ABIM hefur
sögnina dýrka án merkingarskýringar undir lýsingarorðinu dýr. Hvor-
ugur hefur þá merkingu sem HSch virðist amast við og er án efa kom-
in úr dönsku.
Við dyst stendur hjá HSch: „ísl. hefta at". Eitthvað er hér málum
blandið þar sem dyst er nafnorð. BH hefur merkinguna 'Kamp mel-
lem Ridende, et Ritterslag, naar Kavelleri slaaes mod Kavelleri'. Sama
er að segja um ABIM. Hann setur við orðið t'riddarakeppni'. Hugsan-
lega hefur HSch átt við sögnina að dysta sem tvö dæmi eru um í Rm
frá 17. öld.
í stað dægilegur virðist HSch kjósa lýsingarorði ðfagur og hann vísar
í danska orðið deilig. Orðið er fletta bæði hjá BH og ÁBIM. Sá síðari
lítur á það sem tökuorð úr dönsku frá 16. öld og eru heimildir um það
í Rm frá því fyrir miðja þá öld.
4.2 Orð hjá ÁBIM en ekki BH
Orðin sem Ásgeir fjallar um en Björn ekki eru: dala, dánumaður, daut,
dekk, datera, debet, doktór, dómpápi, dont, dorri, dót, dragt, diktun.
Við sögnina að dala skrifar HSch: „d. dale; sólin dalar; ísl. sólin
gengur til viðar, lækkar á lopti'. BH hefur aðeins merkinguna 'stoder,
slaar en Bule paa, giver et Knæk' en ÁBIM gefur merkingarnar 'dælda,
beygla; lækka, hnigna' og telur sögnina hafa sætt áhrifum frá dönsku
sögninni dale. Um merkinguna 'lækka, hnigna' hefur Rm elst dæmi
frá miðri 19. öld.
Engin skýring er við dánumaður hjá HSch. ÁBIM setur það undir
flettuna dándimaður ásamt dándismaður og dánimaður. Hann telur allar
myndirnar tökuorð úr dönsku dannemand en tilgreinir ekki aldur. Um
dánumaður á Rm elsta heimild frá miðri 16. öld.
Við daut stendur aðeins „ekki d. = ekkert". ÁBIM merkir orðið daut
18. öld og telur sambandið líklega komið úr dönsku dojt sem aftur sé
fengið úr hollensku duit 'verðlítill hollenskur koparpeningur'. Orða-
sambandið ikke en dojt 'intet som helst' er vel þekkt í dönsku en elsta