Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 73

Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 73
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin 63 dæmi í Rm er frá 20. öld. Hugsanlega hefur orðasambandið einkum verið notað í talmáli. HSch skýrir orðið dekk með íslenska orðinu 'þilfar'. ÁBIM merkir orðið 18. öld og nefnir merkingarnar 'grasbekkur framan við bæjarþil eða smágrashjalli við hús; grasræma utan við vegarbrún; þilfar á skipi; skjólþak eða hlíf; hjólbarði'. Orðið telur hann tökuorð úr dönsku dæk sem aftur hafi fengið það úr miðlágþýsku deck. Af dæmum í Rm að dæma virðist merkingin 'þilfar' hafa verið algeng á fyrri hluta 19. ald- ar þegar HSch var að safna til bókar sinnar. HSch telur datera sama orð og datere á dönsku og bætir við: „ísl. dagsetja". ÁBIM telur það einnig tökuorð úr dönsku og hefur elstu heimildir frá 17. öld eins og Rm. Við orðið debet skrifar HSch einungis: „ísl. skuld". ÁBIM telur það tökuorð úr dönsku debet sem aftur hafi þegið það úr latínu debet '(hann) skuldar'. Orðið merkir hann „(nísl)". Elsta heimild Rm er frá síðasta þriðjungi 19. aldar en vel getur verið að það hafi verið notað í mæltu máli eitthvað fyrr. Við doktór stendur hjá HSch: „fyrir: læknir". ÁBIM telur orðið fengið frá dönsku doktor og hefur heimildir um það frá 16. öld. Heimildir um merkinguna 'læknir' eru í Rm a.m.k. frá 17. öld en flestöll dæmin eru um merkinguna 'sérfræðingur, fræðimaður'. Orðið dómpápi 'fugl af finkuætt' telur ÁBIM tökuorð úr dönsku dompap sem aftur hafi þegið það úr lágþýsku dömpape, af döm 'kirkja' og pape 'prestur'. Um það hefur hann heimildir frá 18. öld sem eru líklegast hinar sömu og í Rm. Við dont skrifar HSch aðeins „málleysa". Um það hefur ÁBIM heimildir frá um 1700 í merkingunni 'verk, starf' og í Rm eru dæmi frá því snemma á 18. öld og allt fram á síðasta þriðjung 20. aldar. ÁBIM telur það tökuorð úr dönsku dont 'starf, sýslan' sem aftur hafi þegið orðið frá lágþýsku doond í sömu merkingu (sjá einnig dund í 4.1). Merkingin hjá HSch við orðið dorri er 'hrútur'. Ekki er ljóst hvers vegna orðið er á listanum þar sem ÁBIM telur upprunann óljósan og að ekki sé unnt að benda á samsvaranir í grannmálum. Elstu heimildir Rm eru frá 17. öld. Orðið dót telur HSch vera komið úr dönsku dont og skrifar: „hvað er búið að giöra af d. mínu? - hvað er b. að g. af plöggunum m.?" ÁBIM hefur elst dæmi frá 19. öld og telur orðið vísast tökuorð úr víxl- myndum við lágþýsku doond (sjá dund í 4.1 og dont hér rétt ofar). Rm sýnir að orðið hefur verið vel þekkt í málinu snemma á 19. öld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.