Orð og tunga - 01.06.2011, Side 74
64
Orð og tunga
Við dragt, sem HSch leit á sem dönsku, skrifar hann: „ísl. búníngur".
ÁBIM hefur elst dæmi um orðið frá 18. öld og telur það tökuorð úr
dönsku dragt sem í elstu heimildunum merkir 'búningur' eins og hjá
HSch.
Diktun er hér bætt við á spássíu án merkingar. ÁBIM hefur diktan
'kveðskapur' undir sögninni dikta en tilgreinir ekki aldur, sjá dikta í
4.1. Rm hefur heimildir um diktan frá 16. öld en um diktun frá lokum
17. aldar.
4.3 Orð hjá BH en ekki ÁBIM
Orð sem BH fjallar um en ekki ÁBIM eru: dánarfé, dándimennska, dansa-
gerðir, dárakista, dáraskapur, deilíng, dofinleiki, dosaður, dragkista, drykkju-
rútur, duglegur, dýrkari, dyrriki, dúriki.
Engin merking er við dánarfé hjá HSch en BH gefur tvær skýr-
ingar: 'En Afdods Efterladenskaber' og 'Midler, en dod Mand
skulde have arvet'. HSch hafði líklegast danska orðið danefæ í
huga sem rakið er til forníslenska orðsins dánarfé. Það er skýrt
í orðabók Fritzners: „hvad der ved ens Dod er blevet Herrelost
Gods" (1886:236).
Orðið hefur eitthvað verið í notkun því að Rm hefur þrjú dæmi um
það, hið elsta frá 1889.
Dándimennska er án skýringar hjá HSch. BH vísar í dánimenska 'ud-
mærket Retskaffenhed, Ærlighed'. ÁBIM sleppir þessari samsetningu,
en sjá dánumaður í 4.2.
Engin merking er við dansagerðir hjá HSch. BH hefur flettuna dans-
giördir og vísar í Dansar. Þar er merkingin sögð 'Glædessange, grove
Vers og Musik'.
Engin merking er við orðið dárakista hjá HSch en BH skýrir það
með 'Daarekiste'. í Rm eru dæmi frá miðri 18. öld og fram yfir miðja
20. öld. í Den danske ordbog er orðið sagt notað um 'anstalt hvor sinds-
syge mennesker forhen holdtes indespærret og ikke fik tilbudt nogen
særlig behandling'.
Dáraskapur er skýrt þannig hjá HSch: „d. Daarskab; ísl. heimska,
fákænska". Hjá BH er flettan reyndar dáruskapur og merkingin sögð
'Uforstand, Daarlighed'. Rm hefur elstu heimildir frá 18. öld. Sjá ann-
ars dára í 4.1.
Við deilíng stendur einungis hjá HSch: „ísl. skiptíng". Merkingin
hjá BH er 'Deling'. Bæði BH og ÁBIM hafa sögnina að deila, sjá 4.1.
Engin merking er við dofinleiki hjá HSch. Hjá BH er orðið sagt merkja