Orð og tunga - 01.06.2011, Page 77
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
67
inguna 'hneigður til víndykkju - hann er drykkfelldur - honum þykir
góður sopinn'. Danska orðið sem HSch hefur haft í huga er drikfældig.
Elsta heimild í Rm er frá miðri 19. öld.
Við dúnkraftur stendur aðeins „ísl. vinda". Þar hefur HSch líklegast
haft í huga danska orðið donkraft sem í Den danske ordbog er skýrt:
„redskab eller anordning der mekanisk eller ved hjælp af hydraulik
er i stand til at lofte tunge ting en lille smule". Nokkrar heimildir eru
um orðið í Rm, hinar elstu frá miðri 19. öld.
Engar skýringar eru hjá HSch við diktaður og dikteríng (sjá 4.1 og 4.2).
4.5 Samantekt um stafkaflann d
Ef litið er yfir stafkaflann með orðum sem hefjast á d sést að hann er ekki
fullfrágenginn frá hendi HSch. Skýringar vantar við allnokkur orð,
t.d. dikta, diktur, dós, dosk, doska, drussi, og orðum er bætt við á spássíu
án skýringa. Svo virðist sem HSch hafi viljað benda væntanlegum
lesendum á að íslensk orð mætti finna yfir ýmis orð sem tíðkuðust
í dönsku og borist höfðu sem aðkomuorð hingað til lands. Það sést
m.a. á því hversu oft hann setti „d." fremst í skýringu. Danska orðið
fylgir stundum með, t.d. „d. Daarskap" við dáraskapur og „d. drive"
við sögnina drífa, en stundum ekki, t.d. aðeins „d." við dask.
Sé horft til uppruna orðanna hafa vissulega mörg þeirra borist í
málið úr dönsku. ABIM telur t.d. að dárlegur, dask, dempa, dós, dróg og
dýrka hafi komið þá leið á síðari öldum. Sum orðin telur hann sam-
norræn, eins og dosa, dosk og dask, önnur samgermönsk eins og deila og
drífa. Enn önnur lítur hann á sem gömul tökuorð, oft úr miðlágþýsku,
t.d. dans, dára, dikta, doppa og dund.
Ymis þau orð sem ekki er að finna hjá ABIM má skýra með því að
hann sleppti oft að taka með viðskeytt orð, t.d. þau sem enda á -ari,
-ing, -legur, -lega, -leiki, -skapur, ef þau bættu engu við lýsinguna á
grunnorðinu og sömuleiðis gegnsæjar samsetningar.
5 Stafkaflinng
Farið verður hér yfir stafkaflann g á sama hátt og d í 4. kafla. Um er
að ræða 41 orð úr kveri merktu IV sem ég hef á sama hátt og í 4. kafla
borið saman við BH annars vegar og ABIM hins vegar. Af þessu 41
orði voru tólf bæði hjá BH og ÁBIM og lít ég á þau fyrst. Fimm voru
hjá ÁBIM en ekki BH og ellefu hjá BH en ekki ÁBIM. Afgangurinn,
eða þrettán orð, var hvorki hjá ÁBIM né BH (sjá töflu 2).