Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 81
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
71
'nudda, núa', vísar þar til samnorrænna og samgermanskra samsvar-
ana og hefur ekki litið á sögnina sem tökuorð.
Grafskrift, grafsteinn, gráhærður, grápappír og grashoppa eru öll án
skýringa hjá HSch. Um grafskrift stendur hjá BH: 'epitaphium, Grav-
skrift'. Elstu heimildir Rm um orðið eru frá miðri 18. öld. Við grafsteinn
gefur BH skýringuna 'cippus, Gravsten'. Elsta heimild í Rm er frá
um 1800. Við gráhærður stendur hjá BH 'canus, graahærdet' og eru
elstu dæmi í Rm frá síðari hluta 16. aldar. Grápappír skýrir BH 'charta
bibula, graat Papir, Trækpapir' og er elsta heimild í Rm frá fyrri hluta
18. aldar. Við grashoppa stendur hjá BH 'cicada, Græshoppe'.
Um orðið grashoppa í merkingunni 'engispretta' á Rm dæmi frá
miðri 16. öld og fram til loka 19. aldar. í öllum fimm tilvikunum er
um augljós tökuorð að ræða.
Engin skýring var hjá HSch við orðið grobbari. BH skýrir orðið
'infrunitus thraso, en Praler'. Elst dæmi í Rm er frá síðari hluta 18.
aldar. Sjá nánar grobb, grobba í 5.1.
Um orðið grunn stendur hjá Hallgrími aðeins „lóð, húsnæði". BH
gefur merkinguna 'fundus; Grund, Bund'. Ásgeir hefur flettuna grunn
en aðeins í merkingunni 'grunnur sjór' sem ekki á við það orð sem
HSch var með í huga.
Orðið gunst segir HSch danskt en gefur í staðinn hylli. Viðgunstugur
skrifar hann 'blíður, náðugur'. BH hefur gunst sem flettu og gefur
merkinguna 'favor, Gunst', þ.e. Rask notar danska orðið sem skýringu
á íslensku flettunni. ÁBIM sleppir að taka með gúnst sem mörg dæmi
eru um í Rm allt frá fyrri hluta 17. aldar og hefur hugsanlega litið á
það sem hreina dönsku. Um gúnstugur á Rm elst dæmi frá 1630.
5.4 Orð sem hvorki ern hjá BH né ÁBIM
Orðin þrettán í handriti HSch, sem vantar bæði hjá BH og ÁBIM, eru:
gratúlera, grillóttur, grillufullur, grilluhaus, grillumaður, grobbaralegur,
grott, grófheit, gróflega, grublan, grund, guðlegheit, göfugheit.
Ef aðeins er horft á þessi orð út frá orðsifjabókinni hefði mátt vænta
þess að sjá sögnina gratúlera, sem Rm á dæmi um allt frá 18. öld, ekk-
ert síður en grasséra sem ég nefndi áður. Síður var að vænta næstu
fimm orða, þ.e. samsetningar með grill(u)- og orðið grobbaralegur en
eins og bent var á í 4.5 sleppir ÁBIM að greina frá gegnsæjum sam-
setningum og viðskeyttum orðum. Ekki var heldur að búast við að
finna atviksorðið gróflega þar sem lítið er um atviksorð í bókinni með
viðskeytinu -lega eins og áður hefur verið bent á (4.5) eða grublan þar