Orð og tunga - 01.06.2011, Page 83
Guðrún Kvaran: Hallgrímur Scheving og tökuorðin
73
Venjulega er tekið fram, að endurreisn íslenzkunnar á seinni tímum
sé Fjölni að þakka, og einkum Konráði og Jónasi, en menn gæta þess
ekki, eða vilja ekki kannast við, að Skeving og faðir minn lögðu
grundvöllinn; þeir voru kennarar og fyrirmyndir þessara tveggja
manna; Skeving hafði áhrif á Konráð, en faðir minn á Jónas.
Erfitt er að geta sér nákvæmlega til um skoðanir Hallgríms á stöðu
tungunnar á hans dögum því að lítið er til af bréfum frá Hallgrími, t.d.
engin svo vitað sé til Rasmusar Rasks þótt þeir hefðu ágætt samband
á meðan Rask dvaldist hérlendis. Finnbogi Guðmundsson og Finnur
Sigmundsson gáfu aftur á móti út rúmlega 40 bréf frá Hallgrími til
Konráðs Gíslasonar sem varðveitt eru í Kaupmannahöfn. Þau eru
frá árunum 1839-1861 (1970:175-209). Þar víkur Hallgrímur að safni
sínu til íslenskrar orðabókar, öðrum orðabókum, einstökum orðum
og tungumálinu almennt en hann minnist hvergi á Florilegium.
I köflunum hér að framan var fyrst farið yfir nokkrar flettugreinar
úr bókstafnum s í Florilegium sem virðast frágengnar þótt þær séu
nefndar „drög". Greinarnar sem vísað var til úr s-i benda til að Hall-
grímur hafi verið með einhvers konar málhreinsunarbók í huga en
sú hugmynd fellur vel að tíðarandanum. í 4. og 5. kafla voru tveir
stafkaflar bornir að orðabókum BH og ÁBIM og skoðað hvað þeir
hefðu um sömu orð að segja.
Athugun á Florilegium sýnir að handritið kemur að góðu gagni við
söfnun og úrvinnslu aðkomuorða frá fyrri hluta 19. aldar. Talsverður
hluti orðanna er vissulega í orðabók BH en mörgum bætir Hallgrímur
þó við sem vert er að taka tillit til. í handriti Hallgríms eru einnig orð
sem ættu heima í orðsifjabók ÁBIM en eru af einhverjum ástæðum
ekki með þar. Eins og framar var bent á var Lbs. ÍB 359 4to ekki
orðtekið með öðrum orðabókarhandritum í Landsbókasafni á fyrstu
árum Orðabókar Háskólans og margt bendir til að Ásgeir hafi ekki
skoðað það með tilliti til orðasöfnunar.
Hallgrímur tekur vissulega með mörg eldri orð sem ekki var
ástæða til að líta á sem aðkomuorð þegar komið var fram á miðja 19.
öld. Fróðlegt hefði verið að finna fleiri frágengnar flettugreinar eins
og þær sem til eru úr s-i til að fá betri mynd af hugsanlegri málhreins-
unarorðabók. Greinarnar eru fáar en gefa þó mynd af því hvað HSch
hefur líklega haft í huga. Þar kemur ekki fyrir orðið „málleysa" sem
finna má t.d. við orðin dessast, dont og dund.