Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 87
Guðrún Þórhallsdóttir
Að kaupa til karnaðar sér ambátt
1 Inngangur
Hér verður fjallað um forníslenska stakyrðið karnaðr, sem er varðveitt
í texta Grágásar, en þar er kveðið á um hvernig fara skuli að því að
kaupa til karnaðar sér ambátt.1 Sagt verður frá hugmyndum fræðimanna
um merkingu og uppruna orðsins karnaðr, m.a. framlagi Ásgeirs
Blöndal Magnússonar í íslenskri orðsifjabók, og leitað að góðri lausn á
þeirri gátu. Sagan af orðinu karnaðr er jafnframt dæmisaga um áhrif
orðsifjabóka á söguskýringar.
í 2. kafla verður sagt frá því hvernig hefðbundnar handbækur
gera grein fyrir orðinu karnaðr og frá þróun nafnorðamyndunar með
viðskeytinu -naðr, og í 3. kafla fjallað um eldri skýringar á uppruna
orðsins karnaðr. Þar sem um stakyrði er að ræða er við hæfi að kanna
samhengið, sem orðið karnaðr birtist í, og verður í 4. og 5. kafla
fjallað um þá setningu Konungsbókar Grágásar, sem geymir orðið
karnaðr, og hún borin saman við þá lítt breyttu gerð sem varðveitt
er í Staðarhólsbók. Af textaskoðuninni verður dregin sú ályktun
1 Þessi grein er að stofni til fyrirlestur sem fluttur var á málþinginu Orð af orði
sem haldið var 7. nóvember 2009 og helgað aldarminningu Asgeirs Blöndal
Magnússonar. Aður hafði ég flutt erindið „Olcel. karnaðr: Camal or non-camal
care?" á ráðstefnunni The 28th East Coast Indo-European Conference (ReyklEC) í
Háskóla Islands 14. júní 2009. Þetta efni kom einnig lítillega við sögu í fyrirlestri
mínum, „Olcel. karlægr/kgrlægr 'bedridden': !í-umlaut and analogy in Old Norse",
á The 29th East Coast Indo-European Conference í Cornell-háskóla 19. júní 2010. Ég
þakka áheyrendum mínum við þessi þrjú tækifæri fyrir góðar umræður, ritstjóra
og ritrýnum tímaritsins Orð og tunga fyrir gagnlegar athugasemdir og Gunnari
Karlssyni, prófessor í sagnfræði, fyrir skemmtilegt spjall um Grágás og þrælahald
að fomu.
Orð og tunga 13 (2011), 77-92. © Stofnun Áma Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.