Orð og tunga - 01.06.2011, Page 88
78
Orð og tunga
að líklegt sé að það að kaupa til karnaðar sér ambátt hafi átt við það
að leysa konu úr ánauð til að flytja hana inn á heimili sitt, en orðið
karnaðr vísi ekki beint til kynlífs eins og margir hafa haldið fram. I 6.
kafla verður fjallað nánar um merkingu og uppruna orðsins karnaðr
í því ljósi og lagt til að karnaðr hafi merkt 'umönnun' og sé náskylt
físl. no. kgr 'ellihrumleiki' og germönskum nafnorðum sem merktu
'áhyggja, umhyggja'.
2 Merking og myndun
2.1 Handbókafróðleikur
Orðið karnaðr er eingöngu að finna á einum stað í Konungsbók Grá-
gásar þar sem lesa verður merkingu þess og myndun úr orðunum
kaupa til karnaðar sér ambátt. Meðal fræðimanna ríkirþó eining um
málfræðilega greiningu orðmyndarinnar karnaðar. I handbókum
er hún jafnan túlkuð sem eignarfall eintölu af nafnorðinu karnaðr.
Orðið fellur í þekktan flokk w-stofna karlkynsorða sem enda á -naðr,
sbr. búnaðr, fagnaðr, klæðnaðr o.s.frv. Venja er að endurgera upp-
flettimyndina sem nf.et. karnaðr, en nefnifallsmynd með w-hljóð-
varpi, *kprnuðr, væri einnig hugsanleg, sbr. tvímyndirnar fagnaðr
ogfpgnuðr.
Fræðimenn á 19. öld voru ekki heldur í vandræðum með að út-
skýra hvað orðið hlyti að merkja. Richard Cleasby og Guðbrandur
Vigfússon (Cleasby og Vigfusson 1874:332) þýddu no. karnaðr sem
„concubinage" 'frillulífi'. Vilhjálmur Finsen, útgefandi Grágásar, leit
ekki svo á að karnaðr væri beinlínis frillulifnaður og kaus heldur þýð-
inguna „kjodelig Lyst" 'holdleg ánægja' (Grágás 1883:627). I orðabók
Fritzners (1886-96, 2:260) er karnaðr þýtt sem „Samleie" 'kynmök'.
Þessar skýringar eru vitanlega ekki samhljóða, en þó á svipuðum
merkingarslóðum.
2.2 Uppruni nafnorðamyndunar með -naðr
í árdaga myndaði frumindóevrópska viðskeytið *-tu- verknaðarnafn-
orð beint af sagnrótum. Þannig var nafnorðið kostr leitt af rót sagn-
arinnar kjósa í gotnesku og norrænu (gotn. no. kus-tu-s 'próf' af so.