Orð og tunga - 01.06.2011, Page 89
Guðrún Þórhallsdóttir: Að kaupa til karnaðar sér ambátt
79
kiusan 'prófa', sbr. einnig lat. no. ac-tu-s 'rekstur' af so. agere 'reka').
Síðar var viðskeytið *-tu- einnig notað til að mynda nafnorð af sagn-
stofni bæði í latínu og germönsku, sbr. físl. no. reikuðr/reikaðr 'það að
reika (?)' af so. reika, gotn. no. wratö-du-s 'ferð' af so. wratön 'ferðast',
lat. orna-tu-s 'búnaður' af so. orndre 'búa út'.2
Með tímanum fóru menn að túlka slík nafnorð þannig að sérhljóð
sagnstofnsins tilheyrði viðskeytinu. Þessu aukna viðskeyti, lat. -atu-,
frgerm. *-öþu~, var þá bætt við stofna nafnorða og lýsingarorða. Á
þann hátt var t.d. myndað nafnorðið vinaðr 'vinátta' af no. vinr án
þess að nokkurt sagnorð hefði verið milliliður í þeirri orðmyndun,
sbr. gotn. no. mannisködus 'manneðli' af lo. mannisks 'sem viðkem-
ur mönnum', lat. no. principdtus 'fyrsta sæti' af orðinu princeps lo.
'fyrstur', no. 'foringi'. Fjórða skrefið í þróun viðskeytisins fólst í því
að viðskeytið stækkaði enn. Þar sem ýmsar sagnir með íiö-viðskeyti
mynduðu nafnorð með frumgermanska viðskeytinu *-öþu- kom að
því að -n- var túlkað sem hluti viðskeytisins. Eftir það mátti bæta
viðskeytinu *-nöþu- við ýmsar gerðir stofna og varð sú orðmyndun
virk í norrænu og fornensku. Físl. dugnaðr var þannig myndað með
viðskeytinu -nað- af so. duga eða no. dugr, en ekki af grunnorði sem
hafði -n-. Af fornensku sögninni huntiaií 'veiða' var bæði myndað no.
huntoð (án -n-) og no. huntnað 'veiði' með viðskeytinu -nað-. (Um sögu
viðskeytisins sjá Guðrúnu Þórhallsdóttur 1984.)
Af framansögðu leiðir að orðið karnaðr gæti verið leitt af ýmiss
konar grunnorðum: sögninni *kama (með n-viðskeyti) eða *kara (án
-77-) eða af nafnorðsstofni með eða án -n-. I hópi íslenskra orða með
-naðr eru ýmis verknaðarnafnorð leidd af sögnum, t.á. fggnuðr/fagnaðr
'það að fagna' af so.fagna, en önnur eru nafnleidd, t.d. þjófnaðr af no.
þjófr. Orðin geta fengið hlutstæða merkingu, sbr. búnaðr og klæðnaðr,
og jafnvel eru til gerandnöfn í skáldamáli með þetta viðskeyti, t.d.
77iagnaðr 'sá sem magnar' af so. 7nagna. Viðskeytið -naðr gefur því ekki
skýrt til kynna af hvers konar orði no. karnaðr hafi verið myndað,
heldur er um ýmsa kosti að velja.
2 Físl. reikuðr/reikaðr kemur reyndar aðeins fyrir í orðasambandinu föra e-n í reikuð
'ýta við e-m' og er í orðabók Fritzners tilfært sem reikuðr kk. (Fritzner 1886-96,
3:66).