Orð og tunga - 01.06.2011, Page 91
Guðrún Þórhallsdóttir: Að kaupa til karnaðar sér ambátt
81
gr. yépcav kk. 'öldungur', skr. járati 'gerir hruman, gamlan', af indó-
evrópsku rótinni *gerh2- 'nudda, slíta, gera gamlan'.
I þriðja lagi hefur orðið kgr verið talið eiga beina samsvörun í
orðinu kara í gotnesku, fornháþýsku og fornsaxnesku, og fornenska
orðinu cearu 'umhyggja, áhyggja', ne. care (sjá de Vries 1962:342).
Norðmennirnir Bjorvand og Lindeman (2000:458) hafa m.a. aðhyllst
þessa hugmynd. Þeir þýða físl. kpr sem 'sorg, áhyggja; sjúkrabeður' og
endurgera frumgermanska nafnorðið *karö-, sem sé skylt sögninni kæra
< frgerm. *kérijan 'kveina, kvarta'. Hafa ber í huga að orðasambandið
leggjask í kgr mátti nota um andlegt ástand, ekki eingöngu líkamlegan
hrumleika, því að menn gátu lagst í kör „af harmi ok elli" (Fritzner
1886-96, 2:390). I fornum kveðskap má líka finna dæmi sem fellur
vel að merkingunni 'áhyggja, sorg'. Kenningin sveigar kgr í lausavísu
Skallagríms Kveldúlfssonar er skýrð sem 'eyðilegging greinarinnar,
þ.e. öxi' í Lexicon poeticum og orðið kgr því túlkað þar sem 'eyðilegg-
ing' (Lex.poet. 1931:355). Kock (1926:25) mælti hins vegar með merk-
ingunni 'áhyggja, sorg' í því dæmi, enda komi orðin angr, ekki og sorg
einnig fyrir í kenningum um vopn, sbr. bgðvar byrgis sorg 'sorg skjald-
arins, þ.e. sverð' (Lex.poet. 1931:526).
Af framansögðu má ljóst vera að no. kgr er ekki traustur grundvöllur
undir þá túlkun að orðið karnaðr hafi merkt 'holdleg ánægja', 'kynmök'
eða 'frillulífi'. Að minnsta kosti bendir fátt til þess að no. kgr hafi átt
við rúmið sem maður leiðir nýkeypta ambátt til.
3.2 Tillögur Ásgeirs Blöndal Magnússonar um uppruna
no. kamaðr
Aðrar skýringar á orðinu karnaðr hafa einnig komið fram því að Ás-
geir Blöndal Magnússon (1989:448) nefndi fleiri kosti í íslenskri orð-
sijjabók. Ásgeir nefndi í fyrsta lagi þann möguleika að físl. karnaðr
gæti verið norræn ummyndun á lat. caro, ef. carnis 'hold', en hafnaði
þeirri hugmynd. Ef karnaðr merkti eitthvað holdlegt, að kaupa þræl
'í holdlegum tilgangi', er það að minnsta kosti ekki beint lán úr lat.
*carnátus því að slíkt orð er ekki til. Það er ekki óhugsandi að lat.
caro hafi komið sem tökuorð inn í norrænu, og einhver stofn *kar- eða
*karn-, sem merkti 'hold' eða 'eitthvað holdlegt', liggi að baki orðinu
karnaðr, en sá milliliður er þá ekki varðveittur. Ekki er heldur mikið
um að fornmálsorð sem enda á -naðr séu tökuorð, heldur eru þau